Flug til Salzburg á lægsta verði með PLAY frá

Vinsæl flug til Salzburg

kr.
Vinsamlega notaðu leitarvélina efst á síðunni til að finna flug

*Verð eru fyrir aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka. Birt verð voru í boði síðastliðnar 48 klukkustundir og gætu verið uppseld við bókun. Viðbótargjöld og gjöld fyrir valfrjálsar vörur og þjónustu gætu átt við.

Vinsæl ódýr flug til Salzburg

kr.

Reykjavík (KEF)til

Salzburg (SZG)
janúar 25, 2025 - febrúar 1, 2025

Aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka

/
Frá
16.365 kr. *
Skoðað: 1 dagur síðan

Reykjavík (KEF)til

Salzburg (SZG)
janúar 18, 2025 - febrúar 1, 2025

Aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka

/
Frá
16.365 kr. *
Skoðað: 1 dagur síðan

Reykjavík (KEF)til

Salzburg (SZG)
febrúar 22, 2025 - mars 1, 2025

Aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka

/
Frá
15.165 kr. *
Skoðað: 10 klst. síðan

*Verð eru fyrir aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka. Birt verð voru í boði síðastliðnar 48 klukkustundir og gætu verið uppseld við bókun. Viðbótargjöld og gjöld fyrir valfrjálsar vörur og þjónustu gætu átt við.

Ódýrt flug til Salzburg

Ferðast til Salzburg

Ódýrt flug til Salzburg

Alpaseiður og náttúrusinfónía

Salzburg er fjórða stærsta borg Austurríkis en hún er af mörgum talin ein fegursta borg Evrópu ef ekki heimsbyggðarinnar allrar. Fegurðina er ekki aðeins að finna í fáguðum byggingarstíl og sögufrægum strætum heldur er umgjörðin um borgina ævintýri líkust. Hér ráða Alparnir ríkjum og fjöllin eru svo stórfengleg að það er ekki annað hægt en að staldra við öðru hvoru og stara agndofa til fjalla.

Umhverfi Salzburg er enda kunnuglegt í augum marga, jafnvel þótt þeir hafi aldrei stigið fæti inn í Austurríki fyrr. Hér var nefnilega ein frægasta söngvamynd allra tíma tekin upp, Söngvaseiður eða The Sound of Music, og flestir finna fyrir óljósri þörf fyrir að dansa syngjandi niður grasi vaxna brekku í pilsi á þessum slóðum.

Þá er ótalinn frægasti íbúi Salzburg, Austurríkis og mögulega allrar Evrópu en Mozart fæddist og ólst upp í Salzburg. Aðdáendur klassískrar tónlistar fara því í verðugar pílagrímsferðir til Salzburg, maula á Mozart-kúlum og upplifa sögufrægar slóðir meistara Mozarts með eigin augum og eyrum.

Skíðaparadís í hámenningu

En PLAY flýgur ekki til Salzburg af því Mozart-kúlurnar eru svo góðar eða af sérstakri aðdáun á Julie Andrews og Von Trapp-fjölskyldunni. Nei, Salzburg er áfangastaður af því fáar borgir eru hentugri, skemmtilegri og fallegri en Salzburg fyrir skíðafólk. Héðan er stutt í einhver frægustu skíðasvæði heims í stórbrotnum Ölpunum. Það tekur ekki nema eina til tvær klukkustundir að komast frá Salzburg á svæði á borð við Kitzbühel, Bad Hofgastein og Flachau sem eru í heimsklassa í sínum flokki og sum hver hafa ítrekað verið útnefnd bestu skíðasvæði heims ár eftir ár. Þessi ævintýralegu svæði umhverfis borgina bjóða upp á brekkur við allra hæfi og alla mögulega þjónustu. Námskeið, búnaður, bjór og gisting, hér er allt til alls, að ógleymdu einhverju fallegasta útsýni sem um getur. Það er því ekkert mál að fara með fjölskyldumeðlimi á öllum aldri í ógleymanlega skíðaferð til Salzburg.

Það er svo óneitanlega kostur að geta hvílt sig á skíðakennaranum og fjallaloftinu með því að spóka sig í hámenningunni á söguslóðum þessarar dásamlegu Alpaborgar.

Njóttu þess besta sem Evrópa hefur upp á að bjóða í Salzburg í vetur.

Vantar þig gistingu?

Skoðaðu úrval gistimöguleika á frábæru verði á þínum áfangastað.

Afþreying í Salzburg

Flug á svipuðum slóðum