Skoða efni

Hvernig bóka ég hópabókun?

Með því að fylla út beiðni!

Hópabókun

Ef þú vilt bóka fyrir 12 eða fleiri fullorðna farþega í sömu bókun endilega hafðu samband við okkur til að fá tilboð fyrir hópinn.

Til að fá tilboð í hópinn er einfaldlega smellt hér og þjónustubeiðni fyllt út.

Athugið að hópatilboð gera ráð fyrir að farþegar ferðist saman á sömu dagsetningum.

Þar þurfum við eftirfarandi upplýsingar frá þér:

  • Tengiliður í bókun - nafn, netfang og símanúmer
  • Brottfararstaður og komustaður
  • Brottfarardagsetning og heimkomudagsetning
  • Fjöldi fullorðinna, barna og ungbarna í bókuninni
  • Hvort að við eigum að taka með í tilboðsverð innritaðan farangur eða aðra aukaþjónustu

Eftir að við höfum móttekið beiðnina munum við senda formlegt tilboð innan tveggja virkra daga frá því að fyrirspurnin barst. Við þurfum svo staðfestingu á því hvort að tilboðið sé samþykkt innan tveggja virkra daga.

Ef tilboðið er samþykkt, munum við setja upp bókunina og láta tengilið vita varðandi næstu skref, hvernig greiðslu verði háttað, hvenær við þurfum nafnalista, o.s.frv.

Athugið að ef beiðni um tilboð í hóp berst innan við átta vikum fyrir brottfarardagsetningu þá þarf að greiða alla bókunina í einu.