Skoða efni

Sjálfbærni

Öryggi, einfaldleiki og sjálfbærni

Með sjálfbærnistefnu, markmiðum og aðgerðum okkar erum við staðráðin í að nýta starfsemi okkar til að hafa jákvæð áhrif á heiminn. Skýr sjálfbærnisstefna, markmið og aðgerðir gera okkur kleift að lágmarka áhættu tengda sjálfbærni og leita að hugsanlegum tækifærum – til að þjóna viðskiptavinum okkar betur, forðast óþarfa kostnað og viðhalda góðum rekstrargrundvelli.

Við leitum leiða til að gera sjálfbærni að ófrávíkjanlegum hluta PLAY:

  • Með áherslu á loftslagsaðgerðir, hringrás sem og velferð starfsmanna okkar og viðskiptavina.
  • Að vera fyrirtæki með trausta framtíðarsýn og ábyrga viðskiptahætti mun gera okkur kleift að reka verðugt og sjálfbært fyrirtæki.
  • PLAY gerir fólki kleift að ferðast og uppgötva heiminn á ábyrgan hátt svo við megum öll halda áfram að upplifa það sem heimurinn hefur upp á að bjóða um ókomna tíð.
  • Við vekjum athygli á sjálfbærni og erum staðráðin í að nýta starfsemi okkar til að hafa jákvæð áhrif á hagsmunaaðila okkar.




Sjálfbærnistefnan okkar

PLAY gerir fólki kleift að ferðast og skoða heiminn á ábyrgan hátt svo við getum öll haldið áfram að njóta þess sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Við gerum sjálfbærni hátt undir höfði og erum staðráðin í að nýta starfsemi okkar til að hafa jákvæð áhrif á okkar haghafa.

 

Leikgleði, einfaldleiki og agi eru lykillinn að því að viðhalda sjálfbærnistefnu PLAY í allri okkar starfsemi.




Loftslagsmál

Sparneytnari flug

Áherslur okkar til að lágmarka loftslagsáhrif

  • Sparneytinn flugvélafloti
  • Vegferð að kolefnishlutlausri starfsemi
  • Markmið um að draga enn frekar úr eldsneytisnotkun

Velferð

Heilsa og öryggi

Við hugum að velferð allra okkar haghafa

  • Stuðningsríkt og skemmtilegt vinnuumhverfi
  • Þægilegir einkennisbúningar og viðeigandi skófatnaður
  • Virðing fyrir og viðbúnaður við áhrifunum sem heimsfaraldur hefur á andlega og líkamlega heilsu

Framtíðarsýn

Mannauðurinn okkar

Við leitumst við að:

  • Veita starfsfólki okkar frábært starfsumhverfi og eftirsóknarverða vinnustaðamenningu til að laða að og halda í hæfasta fólkið
  • Veita jöfn tækifæri og fagna fjölbreytileikanum ásamt því að þiggja hugmyndir, þekkingu og sjónarmið allra sem starfa hjá PLAY
  • Undirbúa starfsfólk okkar til að aðlagast og bregðast við breytingum í flugiðnaði

Hringrásarhugsun

Minnkum sóun, endurnýtum og endurvinnum

  • Við notum sérstök úrræði til að draga úr heildarúrgangi
  • Við hagræðum innkaupum til að draga úr óþarfa umbúðum
  • Við forðumst einnota plast eftir því sem reglugerðir leyfa
  • Við erum í samstarfi við viðeigandi samstarfsaðila við að þróa hringrásarkerfi sem uppfyllir strangar reglur í flugiðnaði

Ábyrg viðskipti

Okkar áhrif

Til að ná árangri sem ábyrgt fyrirtæki:

  • Byggjum við upp rekstrasambönd við fyrirtæki og félagasamtök sem deila okkar gildum
  • Nýtum við hvert tækifæri til að vekja athygli á sjálfbærnisjónarmiðum meðal viðskiptavina okkar sem og annarra
  • Miðlum við aðgerðum okkar og viðleitni til okkar haghafa


Sjálfbærniskýrsla

Á hverju ári munum við greina frá áherslum okkar í sjálfbærnimálum og aðgerðum í ársskýrslunni okkar. Árið 2022 fengum við viðurkenningu fyrir Sjálfbærniskýrslu ársinsHlekkur opnast í nýjum flipa og erum við afar stolt af fyrstu sjálfbærniskýrslunni okkar fyrir árið 2021. Viðurkenningin er veitt af Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð, Viðskiptaráði Íslands og Stjórnvísi.

Kíktu á sjálfbærniskýrslurnar okkar til að lesa meira um áherslur okkar í sjálfbærnimálum: