Skoða efni

Brottför

Loksins er komið að brottför!

Innritun og brottfararhlið

Netinnritun og sjáfsafgreiðsla í töskuafhendingu lokar 1 klst. fyrir áætlaðan brottfarartíma.

Þegar þú hefur innritað þig á netinu munt þú fá brottfararspjaldið sent á netfangið þitt. Þú getur svo notað símann þinn til að skanna brottfararspjaldið við hliðið. Þetta er þinn farmiði inn í flugvélina. Hann sýnir þér áætlaðan brottfarartíma, hvenær brottfararhlið opnar, upplýsingar um númer hliðs ef það er staðfest þegar þú klárar innritun, nafnið þitt og aðrar ferðaupplýsingar sem þú þarft að hafa til reiðu.

Athugið að netinnritun er ekki í boði fyrir brottfarir frá Bologna BLQ, Genf GVA og Salzburg SZG. Innritunarborð opna 3 tímum fyrir brottför og loka 1 klukkustund fyrir brottför.

Brottfararhlið lokar alltaf 15 mínútum fyrir brottfarartíma flugsins. Þeir farþegar sem ekki hafa innritað sig eða skilað farangri í töskuafhendingu áður en innritun lýkur geta ekki innritað sig í flugið.

Ef þú ferðast með farangur sem þarf að innrita notar þú sjálfsafgreiðsluna okkar til að prenta út töskumiðana þína og brottfararspjald, ef þörf er á því. Til að fá töskumiðana þarftu að skanna brottfararspjaldið þitt eða vegabréf. Þegar þú hefur fengið töskumiðana þína og fest þá við töskuna þarf að skila henni í töskuafhendinguna.

Innifalið í miðanum þínum er ein taska í handfarangri sem má vera 42x32x25 cm að stærð og 10kg með handfangi og hjólum. Athugaðu að taskan þarf að passa undir sætið fyrir framan þig. Þá máttu einnig koma með poka úr fríhöfninni í handfarangri og eins þau lyf eða lækningatæki sem þú þarft á að halda í fluginu. Vinsamlega athugaðu að þú þarft að hafa læknisvottorð meðferðis sem segir að lyfin/tækin séu nauðsynleg. Fyrir frekari upplýsingar varðandi tollfrjálsan farangur, smelltu hérHlekkur opnast í nýjum flipa.

Ef þú þarft örlítið meira með þér í vélina getur þú borgað fyrir eina aukatösku í handfarangri. Hámarks stærð hennar má vera 56x45x25 cm og 12 kg með handfangi og hjólum.

Hafið í huga að farangursheimild alltaf óendurgreiðanleg. Athugið þó að sérstök úrræði PLAY sem bjóða upp á aukinn sveigjanleika vegna COVID-19 gilda um allar bókanir sem gerðar eru til 30. september 2021. Fyrir frekari upplýsingar varðandi töskuheimild, smelltu hér.