Skoða efni

Innritun

Allt að gerast, það er komið að innritun!

Loksins er komið að því að innrita sig!

Þegar innritun opnar skráir þú þig inn á MyPLAY aðganginn þinn og innritar þig þar. Innritunarferlið sjálft er mjög einfalt og ætti ekki að taka meira en nokkrar mínútur.

Netinnritun opnar 24 klst. fyrir áætlaðan brottfarartíma og lokar 1 klst. fyrir áætlaðan brottfarartíma.

Athugið að netinnritun er ekki í boði fyrir brottfarir frá Bologna BLQ, Genf GVA og Salzburg SZG. Innritunarborð opna 3 tímum fyrir brottför og loka 1 klukkustund fyrir brottför.

Athugaðu að eftir að þú hefur innritað þig á netinu getur þú ekki lengur:

  • Breytt dagsetningu á fluginu þínu
  • Lagfært nöfn
  • Valið þér sæti

Þú getur bætt við farangri þegar þú innritar þig á netinu og þar til netinnritun lokar. Þú getur valið um að greiða með því korti sem þú vistaðir á þínum aðgangi eða bætt við nýju korti.

Ef þú ferðast einungis með handfarangur og hefur fengið brottfararspjaldið þitt þá mátt þú fara beint í öryggisleit þegar þú mætir á flugvöllinn.

Ef þú klárar netinnritun og gleymir að bæta við farangri er einfalt að fara í gegnum ferlið aftur og bæta við þeim farangri sem þú þarft. Passaðu samt að senda þér nýtt brottfararspjald að því loknu. Athugaðu að þetta er einungis hægt á meðan netinnritun er opin eða þar til ​1​ ​klst. ​er í áætlaða brottför.

Athugið að farangursheimild er ávallt dýrari við brottfararhlið en við netinnritun. Það borgar sig að kaupa þá farangursheimild sem þörf er á fyrr en síðar. Farþegar sem mæta með meiri handfarangur en handfarangursheimild þeirra segir til um verða rukkaðir við brottfararhliðið.

Farþegum er raðað handahófskennt í þau sæti sem eru laus. Ef þú vilt getur þú valið að kaupa þér það sæti sem þú vilt.

Þegar þú hefur innritað þig á netinu munt þú fá brottfararspjaldið sent á netfangið þitt. Þú getur svo notað símann þinn til að skanna brottfararspjaldið við hliðið. Þetta er þinn farmiði inn í flugvélina. Hann sýnir þér áætlaðan brottfarartíma, hvenær brottfararhlið opnar, upplýsingar um númer hliðs ef það er staðfest þegar þú klárar innritun, nafnið þitt og aðrar ferðaupplýsingar sem þú þarft að hafa.

Ef þú ferðast með farangur sem þarf að innrita notar þú sjálfsafgreiðsluna okkar til að prenta út töskumiðana þína og brottfararspjald, ef þörf er á því. Til að fá töskumiðana þarftu að skanna brottfararspjaldið þitt eða vegabréf. Þegar þú hefur fengið töskumiðana þína og fest þá við töskuna þarf að skila henni í töskuafhendinguna.

Þeir farþegar sem ekki hafa innritað sig eða skilað farangri í töskuafhendingu áður en innritun lýkur geta ekki innritað sig í flugið.

Athugið að miðar eru hvorki endurgreiddir né fæst þeim breytt ef farþegi missir af flugi.