Skoða efni

Breytingar og afbókanir

Nánari upplýsingar um breytingar eða afbókanir má finna hér.

Almennar upplýsingar um afbókanir

PLAY endurgreiðir ekki flugmiða nema forfallavernd hafi verið keypt þegar flugið var bókað og að því tilskildu að nauðsynleg gögn séu lögð fram. Forfallaverndina er aðeins hægt að kaupa við bókun, þ.e.a.s., það er ekki hægt að bæta henni við eftir á.

Skilmála forfallaverndarinnar má finna hér.

Ef forfallavernd var ekki keypt er hægt að fá flugvallarskattana endurgreidda.

Þú finnur frekari upplýsingar um endurgreiðslur hér.

Ferðast til og frá Bandaríkjanna?

Þú getur fengið endurgreitt innan við 24 tíma frá kaupum að því tilskildu að bókunin sé gerð a.m.k. 7 dögum fyrir ferð og greidd í USD gjaldmiðli.

Almennar upplýsingar um breytingar

Þú getur breytt dagsetningu á fluginu þínu þangað til 1 klst. fyrir brottför og hægt er að breyta brottfararstað og áfangastað þar til 24 klst eru í brottför. Greiða þarf breytingargjald fyrir hvern farþega á hvern fluglegg, auk fargjaldamismunar ef hann er til staðar. Þú finnur nánari upplýsingar hér.

 Athugið að einungis er hægt að breyta flugvelli í annan flugvöll innan sömu heimsálfu og ekki er hægt að breyta beinu flugi í tengiflug eða öfugt.

Ef þú vilt breyta dagsetningunni á fluginu þínu skráir þú þig inn á MyPLAY aðganginn þinn á heimasíðunni okkar og gerir breytingarnar þar.

Til að gera breytingar á brottfarar- eða áfangastað þarf að fylla út þjónustubeiðni.

Breyta um farþega í bókun

Hægt er að breyta um farþega í bókun í gegnum Þjónustuteymið. Við rukkum nafnabreytingargjald ásamt þjónustugjaldi fyrir að breyta um farþega í bókun. Ekki er hægt að breyta um fargjald, þ.e.a.s. barn getur ekki ferðast í staðinn fyrir fullorðinn farþega og öfugt. Frekari upplýsingar má nálgast hér.