Skoða efni

Flug afbókað

Afbóka

Ef eitthvað óvænt kemur upp á og þú getur ekki notað flugið þitt getur þú afbókað flugið með því að fylla út þjónustubeiðni.

Ef að þú keyptir forfallavernd hjá okkur og vilt nýta hana til að afbóka flugið þitt þá endurgreiðum við allt nema forfallaverndina sjálfa svo lengi sem þú sendir okkur tilskilin skjöl innan 7 daga frá áætluðum brottfarardegi.

Þú getur lesið nánar um forfallaverndina hér.

Ef að þú keyptir ekki forfallarvernd þá endurgreiðum við samt sem áður alltaf flugvallarskattana.

Bókaðir þú flug í bandaríkjadölum?

Þú getur afbókað flug og fengið það endurgreitt innan við 24 tíma frá kaupum að því tilskildu að bókunin sé gerð a.m.k. 7 dögum fyrir áætlaðan brottfarartíma á fluginu sem var bókað. Bókunin þarf að hafa verið greidd í bandaríkjadölum (USD) með brottfararstað eða áfangastað í Bandaríkjunum.

Hvernig afbóka ég flug til/frá USA í gegnum MyPLAY?

Þú getur afbókað flug sem bókað var í bandaríkjadölum innan við 24 tíma frá bókun í gegnum MyPLAY aðganginn þinn. Smelltu á Breyta bókun.

Þar næst ættu skilaboðin afbókun og endurgreiðsla er í boði í 24 tíma að birtast. Smelltu þá á Hætta við og endurgreiða bókun.

Athugið að það er einungis hægt að afbóka fyrir alla farþega á bókuninni. Smelltu á Hætta við og endurgreiða bókun.

Eftir að þú hefur smellt á Hætta við og endurgreiða bókun, færðu skilaboðin Ertu viss um að þú viljir afbóka? Smelltu á Já. Cancel my booking.

 

Að því loknu hefur þú afbókað bókunina þína. Athugaðu að endurgreiðslan gæti tekið 1-2 virka daga að birtast á kortayfirlitinu þínu. Endurgreitt er inn á sama kort og var notað til að greiða fyrir bókunina.