Skoða efni

Að breyta flugi

Þarftu að gera einhverjar breytingar á bókuninni?

Að breyta dagsetningu

Hægt er að breyta dagsetningu á flugi allt að einni klukkustund fyrir áætlaðan brottfarartíma flugsins svo lengi sem þú hefur ekki innritað þig.

 Ef þú ákveður að breyta dagsetningu þá þarftu að greiða fast breytingagjald á hvern farþega og fluglegg. Þá þarftu einnig að greiða fargjaldamismuninn ef hann er til staðar. Ef flugið sem þú breytir í er ódýrara þá endurgreiðum við ekki mismun á verði.

Sætin munu færast með þér yfir á nýja flugið svo lengi sem sömu sæti eru laus og þú heldur upprunalegu bókunarnúmeri. Við munum hins vegar senda þér nýja bókunarstaðfestingu á netfangið þitt með uppfærðum upplýsingum.

Athugaðu að ekki er hægt að breyta dagsetningu á seinni legg í bókun í dagsetningu sem fer á undan fyrri legg í bókun.

Ef þú vilt breyta dagsetningu á fluginu þínu skráir þú þig inn á MyPLAY aðganginn þinn á heimasíðunni okkar og gerir breytingarnar þar.

Þú ferð í Mínar bókanir, smellir á Breyta bókun, og að lokum á Breyta flugi og þar getur þú gert breytingarnar. Athugið að breytingarnar eru ekki staðfestar fyrr en greiðsla hefur borist.

Hér má sjá ýtarlegri leiðbeiningar um hvernig á að breyta dagsetningu.

Áfangastaðabreytingar

Hægt er að breyta brottfararstað og áfangastað þar til 24 klst. eru í brottför. Athugið að einungis er hægt að breyta flugvelli í annan flugvöll innan sömu heimsálfu og ekki er hægt að breyta beinu flugi í tengiflug eða öfugt. Greiða þarf breytingagjald fyrir hvern farþega á hvern fluglegg, fargjaldamismun ef hann er til staðar og þjónustugjald.

Til að gera breytingar á brottfarar- eða áfangastað þarf að fylla út þjónustubeiðni. Athugið að einungis er hægt að breyta flugvelli í annan flugvöll innan sömu heimsálfu.

Nafnabreytingar og nafnaleiðréttingar

Ef þú eða ferðafélagi þinn getið ekki nýtt flugmiðann er hægt að gera nafnabreytingu. Við rukkum nafnabreytingargjald á hvern fluglegg og þjónustugjald fyrir að breyta um farþega í bókun. Athugið að ef þú hefur bókað flug fram og til baka og aðeins flogið fyrri legginn eða ekki notað fyrri legginn er ekki hægt að breyta um farþega á seinni flugleggnum.

 

Ekki er hægt að nafnabreyta aðeins einum fluglegg. Nafnabreyting þarf að vera gerð fyrir alla flugáætlun farþegans.

Athugið að það er ekki hægt að gera þessa breytingu í gegnum MyPLAY svo farþegum er bent á að hafa samband við þjónustuteymiðHlekkur opnast í nýjum flipa.

Ef þú þarft að lagfæra nafn í þinni bókun skaltu hafa samband við þjónustuteymið okkar og við munum aðstoða þig. Nafnaleiðrétting er ókeypis fyrir allt að þrjá stafi, ef þú þarft að lagfæra meira en það þá rukkum við þjónustugjald.

 

Hér má sjá lista yfir þjónustugjöldin okkar.