Skoða efni
22. Mar 2023

Hvað leynist í skurðum Amsterdam?

Panoramic autumn view of Amsterdam city. Famous Dutch channels and great cityscape. Colorful morning scene of Netherlands, Europe

Amsterdam er borg fágaðra lista og hámenningar í bland við spennandi og framsækna jaðarmenningu. Eitt helsta einkenni borgarinnar er þó víðfeðmt kerfi síkja eða skurða sem kallast grachten. Síkjahringurinn Grachtengordel hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO frá árinu 2010 og ekki að ástæðulausu enda eru skurðirnir gríðarlegt verkfræðiafrek og umhverfið gullfallegt á að líta.

Síðan hvenær eru skurðirnir?

Amsterdam var að mestu votlendi áður en skurðirnir komu til sögunnar. Landið var framræst með því að grafa allt í kringum svæðið og veita vatninu þannig í nýja skurðina. Úr varð þurrt landsvæði umkringt þessum nýju skurðum, ekki ósvipað hefðbundnum túnum á Íslandi.

Öldum saman voru þessi síki notuð til að flytja vörur en þau nýttust líka vel til að verja borgina og sem hluti af vatnsveitukerfi. Í dag eru skurðirnir að mestu notaðir undir almenningssamgöngur og til að flytja fólk sem er komið til að sjá þá sjálfa og einstakt umhverfi þeirra.

Flestir skurðirnir eru frá 16. og 17. öld. Elsti skurðurinn, Oudezijds Voorburgwal, er þó frá 14. öld. Þessi skurður liggur í gegnum Rauða hverfi Amsterdam og með fram honum má finna mörg gullfalleg dæmi um sögufræga hollenska byggingarlist.

Amsterdam Netherlands dancing houses over river Amstel landmark in old european city spring landscape.

Hver gerði skurðina?

Skurðirnir voru gerðir undir stjórn svokallaðra heren regeeders eða landstjóra Amsterdam á 16. og 17. öld. Þess hópur auðugra stjórnenda sem voru oftast farsælir kaupmenn, stjórnaði borginni og Herengracht, mikilvægasti og fágaðasti skurðurinn, er nefndur í höfuðið á þeim.

Hvað eru skurðirnir margir?

Amsterdam er oft kölluð „Feneyjar norðursins“ enda setja þessi síki mjög einkennandi svip á þessa fallegu borg. Skurðir Feneyja telja um 150 en skurðir Amsterdam eru alls 165 og samanlögð lengd þeirra er um 100 kílómetrar.

Spennandi?

Skoða flug til Amsterdam

Finna flug

Er enn þörf á skurðunum?

Það er heldur betur þörf á skurðunum því þeir sinna enn framræsingu landsins og án þeirra væri engin Amsterdam. Holland er ekki stórt land en 26% landsvæðisins er undir sjávarmáli. Þá er helmingur alls landsvæðis Hollands undir einum metra yfir sjávarmáli. Verkfræðingar landsins vinna stöðugt að lausnum á þessu eilífa vatnavandamáli og hér skipta dælur, ræsi, síki og skurðakerfin gríðarlega miklu máli. Vatni eru stöðugt dælt frá lægstu punktum í hæstu skurðina sem flytja vatnið að nærliggjandi ám og þaðan flæðir það aftur út í haf. Skurðirnir spila lykilhlutverk í þessu mikilvæga kerfi.

Passenger boat pier for tourists onboarding the ferry for canal trip sightseeing
historic buildings at the flower market in the old town of Amsterdam

Kanalhringur Amsterdam

Aðalskurðirnir liggja í hringi og mynda þannig Kanalhringinn eða Grachtengordel en lögun þeirra er engin tilviljun. Um 1640 byrjaði borgin að þenjast út frá miðju. Þar sem skurðirnir eru mannvirki endurspeglar lögun þeirra miðborgina eins og hún stækkaði út á við með borgarskipulaginu. Kanalhringurinn ber einstakt yfirbragð glæsilegrar byggingarlistar Amsterdam á gróskumiklum tímum borgarinnar en svæðið hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO síðan 2010.

Herengracht-skurðurinn

Herengracht-skurðurinn er líklega frægasti skurður Amsterdam en þekktasti og mögulega fallegasti hluti hans kallast Gullna beygjan eða Gouden Bocht. Margir auðugustu og mikilvægustu borgarar Amsterdam bjuggu þar og hér er enn að finna eitthvert dýrasta fermetraverð Hollands. Umhverfið er með því fallegasta sem finnst í Amsterdam og þá er mikið sagt því Amsterdam er fræg fyrir fegurðina. Mörg þessara gullfallegu og sögufrægu húsa við bakkann voru byggð á 16. og 17. öld en oft má sjá nákvæmt ártal á húsunum sjálfum.

Gönguferð á þessu svæði er frábær afþreying og ekki sakar að kíkja á söfnin sem leynast hér, þ.m.t. Willet-Holthuysen, Huis Bartolotti, og Kattenkabinet. Við mælum sérstaklega með Het Grachtenhuis sem fjallar einmitt um sögu skurðanna.

Hvað leynist í skurðunum?

Svona gömul mannvirki geyma oft merkilegar upplýsingar um fortíðina og skurðir Amsterdam eru þar engin undantekning. Á botni þeirra leynist mikill fjársjóður af fornum munum. Á árunum 2003 til 2012 fór fram uppgröftur í Damrak og Rokin hlutum árinnar Amstel.  Í kjölfarið kom út bókin Stuff og heimildarmynd sem fjalla um uppgröftinn og það sem hann leiddi í ljós en hvort tveggja er hrífandi efni um leynilegt líf skurðanna.

Íbúar Amsterdam notuðu skurðina áður fyrr sem ruslakistur en þetta rusl er í dag dýrmætur fjársjóður fyrir fornleifafræðinga og sagnfræðina nútímans sem læra mikið af þessum munum um líf og störf fyrri tíma. Brotin barnaleikföng, gamlir skór, perlur úr slitnum hálsmenum og margt fleira virka eins og stillimyndir úr mörg hundruð ára gömlum hversdagsleika. Verðmætari munir hafa einnig fundist, s.s. myntir og skartgripir, mögulega úr gömlu skipbroti eða einhver missti munina einfaldlega í vatnið.

Þeir sem eiga leið um Amsterdam geta skoðað sýningu um fundna fjársjóði skurðanna á Rokin-lestarstöðinni en einnig má fletta í gegnum munina á vefsíðunni „Below the Surface: the Archaeological Finds of the North/Southline“. Á þessari áhugaverðu vefsíðu má skoða allt sem þarna hefur fundist, þ.m.t. nýrri muni eins og farsíma, kreditkort og skilríki í bland við fornar myntir og fjársjóði.

En stóri fjársjóðurinn og ríkidæmi þessara mannvirkja er að sjálfsögðu litríkt mannlífið og sjarmerandi stemningin sem lifir allt í kringum þá. Gönguferð eftir bökkum skurðanna í Amsterdam ætti að vera efst á lista yfir frábæra afþreyingu og góða skemmtun í ferðalaginu.

Spennandi?

Skoða flug til Amsterdam

Finna flug
NÆST Á DAGSKRÁ

Það allra helsta í Porto


Afþreying í Amsterdam