Kynntu þér nýjustu áfangastaði PLAY
Líttu út fyrir landsteinana og prófaðu eitthvað nýtt. PLAY býður flug til fjölda nýrra spennandi áfangastaða á frábæru verði. Gerðu góð kaup, sjáðu eitthvað nýtt, sleiktu sólina, spókaðu þig í fallegri borg og njóttu augnabliksins, hvar sem þú lendir.
Faro í Portúgal
Faro er áfangastaður sem lofar ógleymanlegri menningarupplifun, náttúrufegurð og afslöppuðum dögum á ströndinni – allt á ótrúlega viðráðanlegu verði. Njóttu ekta portúgalskrar stemningar í Faro eða slakaðu á í sólinni í Albufeira, sem er í stuttri fjarlægð. Hvort sem ferðalagið snýst um borgarlíf, strandlíf eða bæði, þá hefur Algarve eitthvað fyrir alla. Bókaðu flugið til Faro í dag og uppgötvaðu hvers vegna Portúgal er að verða einn vinsælasti áfangastaður hagsýnni heimsborgara.
Grafa dýpra?
Antalya í Tyrklandi þykir sannkölluð paradís fyrir kylfinga því hér er gríðarlegt úrval af glæsilegum golfvöllum í fallegu landslagi og loftslagið fullkomið fyrir alls kyns útivist. Þeir sem eru að íhuga ógleymanlega golfferð til útlanda án þess að eyða um efni fram ættu að lesa lengra því hér förum við yfir nokkra útvalda golfvelli og gefum góð ráð um hvernig má spila meira golf fyrir minna.
Faro er sjarmerandi og sólrík höfuðborg Algarve-héraðs í Portúgal. Borgin er þekkt fyrir sjarmerandi gamla bæinn, fallegar strendur, unaðslegt veðurfar og afslappað andrúmsloft. Í stuttum dagsferðum frá Faro má finna einstakar náttúruperlur, heimsfræga golfvelli, lúxuslíf innan um snekkjurnar og meira að segja sjálfan hjara veraldar. Hér förum við yfir nokkrar fyrirtaksdagsferðir frá Faro.