Skoða efni
hvít hús sem þekja gyllta strandlengju Agadir í Marokkí
Golf og gylltur Sandur í Agadir

Kynntu þér nýjustu áfangastaði PLAY

Líttu út fyrir landsteinana og prófaðu eitthvað nýtt. PLAY býður flug til fjölda nýrra spennandi áfangastaða á frábæru verði. Gerðu góð kaup, sjáðu eitthvað nýtt, sleiktu sólina, spókaðu þig í fallegri borg og njóttu augnabliksins, hvar sem þú lendir.

Agadir í Marokkó

Ef þú ert að leita að stuttri flugferð til paradísar sem býður þér bæði golfvelli á heimsmælikvarða og tíu kílómetra langa strandlínu, þá er Agadir í Marokkó nánast of gott til að vera satt... en sem betur fer er þetta ekki draumur heldur bara beint flug frá Keflavík.

gamalt hús og arkitekdúr í Agadir í marokkó

Faro í Portúgal

Faro er áfangastaður sem lofar ógleymanlegri menningarupplifun, náttúrufegurð og afslöppuðum dögum á ströndinni – allt á ótrúlega viðráðanlegu verði. Njóttu ekta portúgalskrar stemningar í Faro eða slakaðu á í sólinni í Albufeira, sem er í stuttri fjarlægð. Hvort sem ferðalagið snýst um borgarlíf, strandlíf eða bæði, þá hefur Algarve eitthvað fyrir alla. Bókaðu flugið til Faro í dag og uppgötvaðu hvers vegna Portúgal er að verða einn vinsælasti áfangastaður hagsýnni heimsborgara.

blue ocean and cliffs in Albufeira Portugal

Antalya í Tyrklandi

Antalya býður gestum upp á fullkomna blöndu af afslöppun og ævintýrum, sögu, menningu, sól og strönd. Hér er maturinn óviðjafnanlegur, sólin óstöðvandi og verðið hagstætt.

Gerðu meira fyrir minna og njóttu betur í fríinu í Antalya í Tyrklandi.

A dreamy golden beach in Antalya Turkey

Grafa dýpra?

Antalya í Tyrklandi þykir sannkölluð paradís fyrir kylfinga því hér er gríðarlegt úrval af glæsilegum golfvöllum í fallegu landslagi og loftslagið fullkomið fyrir alls kyns útivist. Þeir sem eru að íhuga ógleymanlega golfferð til útlanda án þess að eyða um efni fram ættu að lesa lengra því hér förum við yfir nokkra útvalda golfvelli og gefum góð ráð um hvernig má spila meira golf fyrir minna.

Faro er sjarmerandi og sólrík höfuðborg Algarve-héraðs í Portúgal. Borgin er þekkt fyrir sjarmerandi gamla bæinn, fallegar strendur, unaðslegt veðurfar og afslappað andrúmsloft. Í stuttum dagsferðum frá Faro má finna einstakar náttúruperlur, heimsfræga golfvelli, lúxuslíf innan um snekkjurnar og meira að segja sjálfan hjara veraldar. Hér förum við yfir nokkrar fyrirtaksdagsferðir frá Faro.

Hvað er að frétta?

Vertu áskrifandi að fréttabréfinu okkar og þú missir aldrei af bestu tilboðunum, nýjustu áfangastöðunum og fleiri skemmtilegum fréttum. Þú hefur engu að tapa!