Agadir
Ódýrt flug til Agadir
Ef þú ert að leita að stuttri flugferð til paradísar sem býður þér bæði golfvelli á heimsmælikvarða og tíu kílómetra langa strandlínu, þá er Agadir í Marokkó nánast of gott til að vera satt... en sem betur fer er þetta ekki draumur heldur bara beint flug frá Keflavík.
Sólarborg Marokkó bíður þín
Agadir er sólrík strandborg á suðvesturströnd Marokkó þar sem gylltar strendur, milt hitastig og afslappað andrúmsloft skapa hinn fullkomna ramma fyrir ódýrt sólarfrí.
Borgin liggur við Atlantshafið og er þekkt fyrir 300 sólardaga á ári, strandlíf, ferskan mat, golfvelli og einfalda lífsgleði. Ef þig langar til að slaka á í heitum sandi, borða tagine á ströndinni og drekka myntute á kaffihúsi með útsýni, þá er Agadir, þá er Agadir málið.
Golf og gylltur sandur í Agadir
Agadir í Marokkó er draumaáfangastaður fyrir kylfinga, sólþyrsta og þau sem vilja meira fyrir minna. Við tókum saman nokkra útvalda golfvelli og gylltar strendur sem þú vilt ekki missa af! Renndu yfir bloggið sem segir þér allt sem þú þarft að vita um Agadir áður en þú bókar.
Af hverju Agadir?
Ólíkt mörgum öðrum borgum í Marokkó er Agadir nútímaleg, vinaleg og róleg. Borgin er endurbyggð eftir jarðskjálfta árið 1960 og með skýran fókus á afslappað ferðalíf. Hér eru breiðar götur, falleg strandlína og grænir almenningsgarðar, allt með útsýni yfir hafið.
Heit sól og langar strendur
Já þú last rétt, yfir 300 sólardagar á ári og ein besta strandlengja Norður Afríku. Hér teygir sandurinn sig meðfram strandlengjunni, þar sem sóldýrkendur, vatnsíþróttafólk og röltarar deila svæðinu í sátt og samlyndi. Ströndin er líka full af lífi með litríkum mörkuðum og veitingastöðum sem bjóða upp á klassískt tagine og ferskan fisk með útsýni yfir hafið. Fullkomið hvort sem þú vilt liggja í rólegheitum eða prófa brimbretti í fyrsta sinn.
Þægileg borg fyrir þægilegt frí
Agadir er borg fyrir fólk sem vill hafa hlutina einfalda og aðgengilega. Hér er lífið ekki flókið og það þarf fríið þitt ekki að vera heldur. Borgin er snyrtileg og opin, með breiðum götum, grænum görðum og rólegri stemningu. Þú getur gengið meðfram hafnarsvæðinu, kíkt á souk-markaði eða fundið þér fallega staði til að horfa á sólsetrið, án þess að þurfa kort eða plön. Það er þetta líf og þessi andi sem gerir Agadir að draumastað fyrir fríið.
Golf, spa og te í sólinni
Þau sem vilja aðeins meira en að liggja í sólbaði geta glöð tekið golftöskuna með. Agadir er ein vinsælasta golfborg Marokkó með glæsilega velli í nágrenninu og hið rómaða golfsvæði í Taghazout rétt utan við borgina. Eftir hringinn er auðvelt að hoppa í hammam eða hefðbundið marokkóskt bað, þar sem þú færð alvöru slökun með gufu og nuddi. Hvort sem þú ert að leita að útiveru, vellíðan eða góðum kvöldverði í sólsetrinu, þá er Agadir með þetta allt.
Dagsferðir sem henta öllum
Í nágrenni Agadir má finna allt frá víðáttumiklu dalalandslagi yfir í heillandi strandbæi. Paradise Valley er vinsæll kostur fyrir þá sem vilja skreppa úr borginni, dalur með pálmatrjám, klettum og stöðuvatni sem býður upp á gönguferðir, sund og góðar nestispásur. Eða prófa dagsferð til listabæjarins Essaouira, þar sem sjávarréttir, listagallerí og götulist taka á móti þér. Þeir sem vilja kynnast dýralífi og náttúru ættu að skoða Souss Massa þjóðgarðinn, þar sem flamingóar og rómantísk kyrrð ríkja.
Hvenær er best að heimsækja Agadir?
Í Agadir lætur sumarið ekki bíða eftir sér. Meðalhitinn fer sjaldan undir 20°C á daginn, jafnvel á veturna, og sólin skín yfir 300 daga á ári. Það gerir Agadir að fullkomnum áfangastað fyrir Íslendinga sem langar að flýja veturinn fyrir almennilegan D-vítamínskammt. Haust og vor eru sérstaklega góðir tímar til að heimsækja borgina fyrir þau sem vilja ekki stikna, en samt njóta sólskinsins.
Fullkomið frí
Agadir er mjög aðgengileg borg, hér er auðvelt að ferðast um fótgangandi og enn auðveldara að hoppa í leigubíl ef þörf er á. Borgin er skipulögð, róleg og ólík mörgum öðrum borgum í Marokkó að því leyti hversu þægileg hún er fyrir ferðamenn. Hún er einnig fjölskylduvæn og hentar jafnt stórfjölskyldum sem sólþyrstum vinum og pörum. Ef þig langar að kanna nærliggjandi svæði er einnig einfalt að leigja bíl eða bóka dagsferð með leiðsögn. Þetta er staðurinn þar sem þú þarft ekki að stressa þig og er það ekki nákvæmlega það sem við viljum?
Meira golf eða meiri sól?
Áfangastaðirnir okkar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Sól og hiti, grænir golfvellir eða eitthvað allt annað? Hafðu vit fyrir þér og gómaðu rétta áfangastaðinn fyrir draumafríið á betra verði.
Kíktu á okkar uppáhaldsgolfáfangastaði og byrjaðu að láta þig dreyma um ógleymanlegt ferðalag, ævinýralega golfvelli, betra veður og bætta forgjöf.
Hverjar svo sem hugmyndir þínar um ströndina eru, ættir þú að geta fundið draumaáfangastaðinn í okkar frábæra úrvali af áfangastöðum.