Skoða efni
17. Aug 2022

Á skíðum í New York

Skíðaferð til New York? Já, það er hárrétt, New York fylki er rómað fyrir frábær skíðasvæði enda eru þau fleiri þar en í nokkru öðru fylki Bandaríkjanna.

 Fjallendi fylkisins er bæði mikið og fjölbreytt og því geta allir fundið sér brekkur við hæfi.

 PLAY flýgur til Stewart International Airport í Hudson Valley sem hefur marga frábæra kosti en einn af þeim er nálægðin við frábær skíðasvæði New York fylkis. 

Hér er yfirlit yfir nokkur af helstu skíðasvæðunum í New York. Fyrir þá sem vilja blanda spennandi borgarferð við frábæra verslunarferð, magnaða skíðaferð og jafnvel ógleymanlega ferð í Legoland, er New York augljós áfangastaður.

Gore Mountain

Einn af bestu stöðunum í New York fyrir alls kyns skíðaíþróttir er án efa Gore Mountain. Þetta er stærsta skíðasvæði New York fylkis en það nær yfir fjóra tinda og hér er að finna 100 brautir.

 Brekkuhæðin er rúmir 760 metrar og þetta er því eitt hæsta skíðasvæði svæðisins en í Gore Mountain er að finna gríðarlegt úrval af brekkum sem hæfa öllum getustigum, frá byrjendum sem eru að stíga sín fyrstu skref til þaulvana skíðafólksins sem þráir áskorun.

Frá Gore Mountain er magnað útsýni yfir Adirondack-fjallgarðinn sem er gullfallegur, sérstaklega í vetrarbúningnum. Héðan má líka sjá tinda Kanada og Vermont á heiðskírum dögum.

Gore Mountain er fjarri helstu stórborgum fylkisins og fyrir vikið er þetta fremur friðsælt skíðasvæði og sjaldan mikil mannmergð í fjallinu. Það sakar ekki að það er líka í ódýrari kantinum og því er þetta frábær valkostur fyrir alla sem vilja krefjandi og skemmtilegt skíðasvæði á góðu verði.

Gore Mountain
Hunter Mountain

Hunter Mountain

Hunter Mountain er eitt vinsælasta skíðasvæði New York fylkis. Akstursfjarlægð frá New York borg er um þrír tímar og það er vel þess virði að leggja leið sína þangað.

Lyftukerfið á skíðasvæðinu hefur nýlega verið endurnýjað og fyrir vikið er þetta einstaklega þægilegt svæði að fara um.

Hér er aprés ski senan í hávegum höfð og því laðar svæðið að sér hressari útgáfuna af skíða- og brettafólki sem kann jafnvel að meta gott partí með útivistinni sinni. Hér er ekkert hefðbundið skíðaþorp en úrvalið af veitingastöðum er gott og hér er einnig hægt að finna gistingu í brekkunum.

Svæðinu er skipt upp í fjóra hluta og byrjendabrekkurnar er á eigin afmarkaða svæði.

Brekkunum er að mestu skipt jafnt á milli byrjenda, miðlungsgetu og lengra kominna en restin, eða um 15%, er fyrir þaulvana með ævintýraþrá.

13 lyftur þjóna 67 brautum og fyrir þá sem vilja breiðari afþreyingu en að renna sér á skíðum er meðal annars hægt að fara í snjódekkjabunu og fá leiðsögn í ísklifri.

Fjölbreytt úrval gististaða er í boði á svæðinu og t.d. hægt að finna íbúðir í brekkunum og hótel eða gistiheimili nálægt Tannersville eða Windham. Fyrir þá sem vilja frábært skíðasvæði og góða aprés-stemningu er Hunter Mountain vinsæll valkostur.

Whiteface Mountain

Vetrarólympíuleikarnir hafa í tvígang verið haldnir í Whiteface Mountain í New York. Hér er líka frábær æfingaaðstaða og skíðasvæðið er almennt talið eitt það allra besta í norðausturhluta Bandaríkjanna.

 Þetta er 5. hæsta fjall fylkisins og það er snævi þakið yfir allt hefðbundið skíðatímabil þökk sé hæðinni og afstöðunni en brekkurnar vísa í norður.

 Fyrir vikið getur skíða- og brettafólk notið fyrirtaks skilyrða allan veturinn á þessum slóðum. Fjarlægðin frá New York borg til Whiteface Mountain er meiri en til margra annarra skíðasvæði í þessu bloggi en við mælum engu að síður með því enda nóg að finna hér fyrir alla.

 Skíðasvæðið laðar til sín skíðafólk sem vill bæði erfiðar brekkur og miðlungsgetu en hér er líka sérstakt svæði fyrir byrjendur.

 Hér er sérstaklega gott og eftirsóknarvert úrval af brekkum í miðlungsgetu en í heildina er að finna 87 leiðir í fjallinu og níu stólalyftur.

 Þeir sem vilja kanna fjallabæjastemninguna ættu að skoða sig um í borginni Lake Placid en þar er að finna frábært úrval af afþreyingu og veitingastöðum.

 Whiteface Mountain er einstakur staður og úrvalið er frábært fyrir alla, byrjendur jafnt og afreksíþróttafólk í íþróttinni. Ef þú ert að leita að góðum stað til að skíða í New York fylki er Whiteface Mountain frábær valkostur.

Windham Mountain

Í Windham Mountain mætast ótrúlegt útsýni og ógleymanleg skíðaupplifun. Hér er andrúmsloftið afslappað og nóg úrval af afþreyingu fyrir skíða- og brettafólk.

 Þetta er líka frábær staður fyrir barnafólk því aðstaðan er mjög þægileg og nóg við að vera fyrir börnin. Svo sakar ekki að Windham Mountain er í þægilegri akstursfjarlægð frá New York borg.

 Fjallið býður upp á 36 brautir, 11 lyftur og brekkurnar telja 580 metra hæð. Svæðið nær síðan yfir tvö fjöll með 54 brautum sem telja samanlagt rúma 300 hektara svo gestir eru líklegri til að klára orkuna á undan úrvalinu.

 Þetta er frábær áfangastaður fyrir fjölskyldufólk því byrjendabrekkurnar eru til fyrirmyndar.

 Hér er líka að finna eitt besta skíðasvæði fylkisins fyrir miðlungsgetu og frábært úrval afþreyingar í Ævintýragarðinum, þ.m.t. snjósleðaferðir fyrir krakka, skautasvell og dekkjaæðibunur.

 Windham Mountain er líka vinsælt svæði meðal snjóbrettafólks en hér er að finna sex brettagarða með öllum mögulegum gerðum af stökkpöllum og þrautum fyrir þá sem vilja æfa sig í kúnstunum.

 Þeir sem mæta með metnaðinn geta meira að segja spreytt sig á hálfpípunni. Á svæðinu er að finna 11 lyftur sem flytja nærri 23.000 manns upp brekkurnar á hverjum klukkutíma.

Helstu skíðasvæðin í New York: Samantekt

Þeir sem eru að leita að frábærum vetraráfangastað ættu að kynna sér úrvalið af afþreyingu í New York fylki. Fjöldi skíðasvæði í fylkinu er gríðarlegur og hér er hægt að finna fullkominn stað fyrir alla, burtséð frá aldri, getustigi og fyrri störfum.

 Sumir vilja þægilegt fjölskyldufrí og aðrir vilja sjarmerandi fjallaþorp, metnaðarfullar brekkur eða gott partí en í New York er sannarlega eitthvað fyrir alla.

 PLAY býður ódýrt flug til New York Stewart International flugvallar í Hudson Valley sem er skammt frá mörgum úrvalsskíðasvæðum og annarri afþreyingu í náttúrufegurð New York.

 

Spennandi?

Skoða flug til New York

Finna flug
NÆST Á DAGSKRÁ

Það allra besta af Boston


Afþreying í New York