Skoða efni
1. Feb 2022

Verslunarleiðangurinn mikli í New York

Ertu á leið til New York og gætir hugsað þér að versla dálítið í leiðinni? Ef þú flýgur til New York Stewart flugvallar, er tilvalið að koma við í Woodbury Common sem er í næsta nágrenni. Þessi verslunarmiðstöð fyrir lengra komna er ein sú vinsælasta sinnar tegundar í Bandaríkjunum en hér er að finna fínustu merkjavöru á útsöluverði.

En þetta er enginn flóamarkaður eða útsölulager. Hér er að finna verslanir af fínustu gerð sem flytja umframlager og óseldan varning úr öðrum verslunum hingað og selja á góðum afslætti. Fyrir vikið heimsækja milljónir manna Woodbury Common á hverju ári til að skoða dýrðina og leita að lúxus á 20%-65% afslætti.

Hvar er Woodbury Common?

Verslunarkjarninn er í Central Valley í New York fylki. Þetta er um klukkustundarakstur norður af New York borg og er sannkölluð verslunarparadís svæðisins og aðeins 25 mínútna akstur frá Stewart flugvelli. Umhverfis Woodbury Common eru grænar og grónar hlíðarnar sem einkenna þetta fallega svæði fylkisins.

Hvernig kemst ég þangað?

Woodbury Common er vinsæl dagsferð frá Manhattan og margir valkostir í ferðamáta til og frá staðnum. Uber og fleiri leigubílaþjónustur fyrir einstaklinga og hópa keyra þarna á milli í einkaakstri en ef fjárráðin leyfa er frábært að leigja sér skutluþjónustu upp að dyrum fram og til baka eða jafnvel þyrlu! Rútuferðir eru síðan hagkvæmasti valkosturinn og mjög einfaldur. En þeir sem fljúga um Stewart flugvöll ættu að íhuga að kíkja í Woodbury Common á ferðadeginum því það tekur aðeins 25 mínútur að komast frá verslununum á flugvöllinn með troðfullar töskur af nýfundnum fjársjóðum.

Woodbury Common

Hvað er að finna þarna?

Ekki vanmeta stærðina, þetta er gríðarlega stórt svæði svo það er best að mæta í góðum gönguskóm eða kaupa þá við fyrsta tækifæri. Það er gott að gera ráð fyrir a.m.k. þremur tímum til að komast yfir það mesta. Verslunarkjarninn opnaði árið 1985 og telur í dag 220 verslanir. Svæðið er stöðugt að stækka og nýjar búðir bætast reglulega í hópinn en góðir afslættir og frábær tilboð eru alltaf í boði.

Ef búðaráp er þinn tebolli er Woodbury Common eins og sérsniðinn skemmtigarður. Hafðu bara augun á tímanum, bankareikningnum og plássinu í ferðatöskunni og skemmtu þér konunglega.

Meðal þeirra vörumerkjaHlekkur opnast í nýjum flipa sem hægt er að finna í Woodbury Common eru:

 • Gucci
 • Lacoste
 • Dolce and Gabbana
 • Dior
 • Versace
 • Polo Ralph Lauren
 • Banana Republic
 • Prada
 • Armani
 • Dolce & Gabbana
 • Nike Factory Store
 • Yves St. Laurent
 • Burberry
 • Fendi
 • Chloe Coach
 • Last Call by Neiman
 • Valentino
 • Adidas
 • Balenciaga

Verslunarkjarninn má eiga það að hann er þægilega hannaður eins og afslappað þorp. Arkitektúrinn er huggulegur, blóm og runnar fegra umhverfið og verslunum er raðað eftir hverfum: Niagara, Saratoga og Hudson Valley.

Auk þess snúa búðirnar inn á við og á milli þeirra liggja göngustígar undir berum himni. Mismunandi hlutar svæðisins og bílastæðis eru litamerktir svo það er erfitt að villast þótt svæðið sé stórt og það er nóg af salernum, bekkjum og veitingastöðum milli þess sem fólk gerir kjarakaup.

Woodbury Common Shops Entrance
Woodbury Common Sale Window

Besti tíminn til að fara

Þessi vinsæli áfangastaður getur orðið fjölsóttur á háannatíma og það er vissulega meira að gera um helgar og seinnipartinn á virkum dögum. Ef þú hefur nægan tíma til að versla mælum við með því að mæta snemma á virkum dögum og njóta þess að hafa sem mest pláss til að rápa.

Flestar verslanirnar opna klukkan 10 alla virka daga og á laugardögum en um hádegi á sunnudögum.

Þótt hér ráði afslættir ríkjum alla daga ársins eru algengir útsöludagar líka haldnir hátíðlegir hér og svo gæti borgað sig að ná í smáforrit Woodbury Common og fá sérstök tilboð beint í símann.

Að lokum…

Það hljómar ekki illa nýta ferðadaginn til eða frá New York í metnaðarfullan verslunarleiðangur og ef þú flýgur um Stewart flugvöll er synd að nýta ekki tækifærið og koma við í Woodbury Common.

Að versla merkjavöru í fínustu verslunum Manhattan er dýrt sport og því getur verið ótrúlega skemmtilegt að finna fjársjóði á viðráðanlegu verði í Woodbury Common. Ef taskan fyllist má alltaf grípa eina Gucci á geggjuðum afslætti og hækka farangursheimildina!

Spennandi?

Skoða flug til New York

Finna flug
NÆST Á DAGSKRÁ

Viðburðadagatal Toronto: 8 ómissandi viðburðir


Afþreying í New York