Skip to content
Jan 13, 2021

PLAY í fyrsta sæti í ánægju flugfarþega

Flugfélagið PLAY vann Íslensku ánægjuvogina í sínum flokki í dag. Félagið átti mjúka lendingu beint í fyrsta sæti á íslenskum flugmarkaði og orð fá vart lýst hve þakklát við erum viðskiptavinum okkar.Ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og framkvæmdin er í höndum Prósent. Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækjum í té mælingar á ánægju viðskiptavina.

PLAY hefur frá upphafi lagt alla áherslu á bæði gott verð og framúrskarandi þjónustu. Það á við um alla viðskiptavini, farþega okkar í háloftunum og þá sem þurfa aðstoð þjónustuteymis okkar. Það sannar sig að byltingar í stafrænni þjónustu skipta sköpum fyrir fluggeirann; það er auðvelt að hafa samband og biðtími er stuttur.Þegar í háloftin er komið taka metnaðarfullir flugliðar við farþegum með bros á vör. Þar upplifa viðskiptavinir öryggi og þjónustugleði í anda PLAY.

„Við erum í skýjunum með alla ánægðu farþegana okkar. Það er ekki langt síðan PLAY hóf sig til flugs en við höfum þrátt fyrir það náð svo vel til fólks að íslenskir flugfarþegar eru ánægðari með okkar þjónustu en aðra. Við erum hvort tveggja stolt og hrærð yfir þessari niðurstöðu Íslensku ánægjuvogarinnar. Það er alveg ljóst að viðskiptavinir væru ekki svona ánægðir ef við hefðum ekki frábært starfsfólk sem leggur mikið upp úr úrvalsþjónustu við farþega,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY.