Stingdu tánum í sandinn
Það jafnast fátt á við góða strandferð í glampandi sól og hita.
Strandáfangastaðirnir okkar eru jafnfjölbreyttir og þeir eru margir og hver með sinn einstaka sjarma. Sumir vilja komast í sjóinn, læra á brimbretti, kynna sér köfun eða snorkla yfir kóralrifi. Aðrir vilja geggjaða matarmenningu, hámenningarlega stórborg og dúnmjúkar lúxusstrendur allt í einum pakka. Einhverjir þurfa úrval af skemmtistöðum, framúrskarandi hanastél og litríkt næturlíf á meðan sumir ferðast með ömmu, unglingum og leikskólabörnum og þurfa eitthvað fyrir alla. Hverjar svo sem hugmyndir þínar um ströndina eru, ættir þú að geta fundið draumaáfangastaðinn í okkar frábæra úrvali af áfangastöðum.
Alicante
Þessi sérstaka borg á suðausturströnd Spánar er verðugur áfangastaður fyrir alla ferðalanga. Alicante er best þekkt fyrir sólríkar strendur og hressandi næturlíf en höfum það á hreinu að borgin er mun fjölbreyttari en flesta grunar.
Aþena
Aþena er heimsfræg fyrir menningarsöguna og magnaðar minjar þess efnis. En Aþena er ekki bara menningarrisi á heimsmælikvarða heldur liggur borgin einnig skammt frá einhverjum bestu ströndum Miðjarðarhafsins.
Barcelona
Ef hugmyndin er að finna fjölbreyttan áfangastað komast fáar borgir með tærnar þar sem Barcelona hefur hælana. Þessi sólríka stórborg á austurströnd Spánar er evrópsk nútímaborg með sögulegum djásnum og dásamlegum baðströndum.
Fuerteventura
Fuerteventura, ein af spænsku Kanaríeyjunum, er tilvalinn áfangastaður til að stranda á. Þessi töfrandi Kanaríeyja státar af gullfallegri strandlengju og tærum sjó en hér þykja aðstæður til útivistar fyrsta flokks.
Gran Canaria
„Kanarí“ eins og Íslendingar kalla hana oftast er ekki stór eyja en hér er að finna óviðjafnanlega náttúrufegurð og fjölbreytta áfangastaði, þ.m.t. Las Palmas, höfuðborg Kanaríeyja en meira að segja borginni fylgir stórfengleg strandlengja.
Malaga
Malaga er ekki bara sólríkasti borg Spánar heldur einnig ein af elstu borgum Evrópu en hér er veðráttan dýrðleg, útsýnið magnað og kjöraðstæður til að lifa í vellystingum.
Mallorca
Umhverfi Mallorca, náttúran og hafið er eins og úr öðrum heimi með skærbláan sjó, gylltar strendur, litríkan gróður og sjarmerandi þorp. Þetta er fyrst og fremst hlý og hugguleg eyja.
Tenerife
Má bjóða þér frí í sólinni á eyju rétt utan við strendur Afríku þar sem sólin skín nánast alla daga á strendur og sumardvalarstaði með fallegum klettum og fjalllendi í bakgrunni?