Skoða efni
5. Jan 2023

Það allra helsta í Álaborg

Wide panorama: Aalborg summer cityscape with most of the landmarks, Denmark

Álaborg er líklega ekki fyrsti áfangastaðurinn sem fólk hugsar um þegar það skipuleggur ferðalag til Danmerkur. Álaborg er hins vegar ein dásamlegasta gamla borg Evrópu og hér er að finna einhver bestu dæmi um nútímaarkitektúr sem fyrirfinnast í Danmörku, og þá er mikið sagt. Við erum ekki ein um að þykja mikið til Álaborgar koma. Árið 2019 var Álaborg á lista New York Times yfir 10 bestu áfangastaði heims

 

Og Álaborg er líka lifandi og litrík menningarborg. Hér er að finna kastala frá 16. öld, frábærar listasýningar, rúmlega 1.000 ár af sögu, víðfræga sundlaug í höfninni og fallega endurheimta strandlengju.

 

Hér eru nokkrar góðar ástæður fyrir því að leggja leið sína til Álaborgar:

1. Skoðaðu hið magnaða Musikkens Hus

Strandlengja Álaborgar er full af framúrskarandi nútímaarkitektúr en ein frægasta bygging borgarinnar er án efa Musikkens Hus. Hér er að finna fjölbreytta tónleikasali, fimm svið, veitingastaði og tónlistarháskólann Det Jyske Musikkonservatorium. Við mælum að sjálfsögðu sérstaklega með tónleikum sinfóníuhljómsveitar Álaborgar. 

 

Í einu horni Musikkens Hus er að finna veitingastaðinn Musikkens Spisehus sem býður gestum ekki bara upp á gómsætan mat heldur frábært útsýni úr þessari töfrandi byggingu. Á völdum dögum um helgar er síðan hægt að fá leiðsögn um bygginguna.

 

Vefsíða: https://www.visitdenmark.com/denmark/explore/musikkens-hus-gdk858209

Heimilisfang: Musikkens Pl. 1, 9000 Álaborg, Danmörk

The house of music (Musikkens Hus) panoramic view, Aalborg
The Utzon Center, a cultural center located in Aalborg waterfront

2. Smakkaðu geggjaðan mat í gömlu húsgagnaverksmiðjunni

Það heimsækir enginn Álaborg án þess að leyfa sér að heillast af geggjuðum götumatnum í gömlu húsgagnaverksmiðjunni (Køkkenfabrikken). Þetta er fyrsta mathöll Álaborgar og hér er að finna einhvern gómsætasta mat borgarinnar. Götumathöllin er full af bæði norrænum og alþjóðlegum réttum og stemningin er bæði hugguleg og í ódýrari kantinum.

 

Heimilisfang: Skudehavnsvej 35-37, 9000 Álaborg, Danmörk

3. Lærðu eitthvað nýtt í Utzon Center

Án efa hefur hvert mannsbarn heyrt um Óperuhúsið í Sydney sem er ein frægasta bygging heims en hún var hönnuð af Dananum Jørn Utzon. Utzon Center er framúrskarandi skemmtileg og fræðandi miðstöð norrænnar hönnunar og arkitektúrs en hún er tileinkuð ævi og ferli þessa einstaka arkitekts. Sýningar á verkum hans einkenna safnið en hér má einnig finna áhugaverða viðburði, fyrirlestra og fleiri afþreyingar fyrir alla sem hrífast af framúrskarandi hönnun. Við mælum svo sérstaklega með veitingastaðnum JØRN sem býður bæði upp á magnaðan mat og frábært útsýni yfir Limfjord. 

 

Vefsíða: https://utzoncenter.dk/en

Heimilisfang: Utzon Center, Slotspladsen 4, 9000 Álaborg, Danmörk

4. Skoðaðu útsýnið úr Álaborgarturninum

Talandi um útsýni, það gerist líklega ekki betra í borginni en úr 54,9 metra háum Álaborgarturninum. Úr toppi hans má sjá langt yfir borgina og njóta útsýnisins, matar og drykkjar á veitingastaðnum.

 

Turninn var reistur af borgaryfirvöldum árið 1933 í tengslum við sýninguna Nordjysk Exhibition. Á góðum degi má sjá alla leið að Hals Barre vitanum og útsýnið nær allan hringinn.  

 

Vefsíða: https://www.aalborgtaarnet.dk

Heimilisfang: Søndre Skovvej 30, 9000 Álaborg, Danmörk

Panoramic aerial summer cityscape of Aalborg (North Jutland, Denmark), with Aalborg Tower (Aalborgtårnet) in the foreground

5. Syntu í Vestre Fjordpark

Þeir sem eru staddir í Álaborg yfir heitustu sumarmánuðina ættu að nýta tækifærið og dýfa tánni í vatnagarðinn Vestre Fjordpark í Limfjord. Þetta skemmtilega vatnasvæði opnaði fyrst árið 2017 og hér er tilvalið að synda, fara á kajak, seglbretti eða bara liggja í sólbaði við vatnið. Þótt vatnagarðurinn og aðstaðan sé ný hefur staðurinn verið vinsæll áfangastaður heimamanna í 70 ár og þetta er tilvalin afþreying á blíðviðrisdögum.

 

Þá er líka hægt að slaka á í Stranden, nálægri strönd með stóru baðsvæði ásamt stökkbretti og klifurvegg. Það sakar ekki að aðgangur að Vestre Fjordpark er ókeypis. 

 

Vefsíða: https://www.archdaily.com/881095/vestre-fjord-park-adept

Heimilisfang: Skydebanevej, 14, 9000 Álaborg, Danmörk

Spennandi?

Skoða flug til Álaborgar

Finna flug

6. Skoðaðu nútímalistina á Kunsten Museum of Modern Art

Nútímalistasafið Kunsten Museum of Modern Art var hannað af finnska stjörnuarkitektinum Alvar Aalto og þetta er frábær staður til að njóta dagsins. Safnið opnaði 1972 en hefur nýlega verið gert upp og virkar splunkunýtt með glænýju kaffihúsi, verslun, galleríi, kennslustofu og stórum palli. 

 

Safninu er ætlað að greiða leið fyrir „undur, innlifun og upplifun“ og það tekst einkar vel með ýmsum viðburðum, sýningum og svo er auðvitað tilvalið að kíkja á veitingastaðinn fyrir svanga ferðalanga.

 

Vefsíða: https://kunsten.dk/en

Heimilisfang: Kong Christians Alle 50, 9000 Álaborg, Danmörk

7. Skoðaðu dýralífið í Dýragarði Álaborgar

Vinsælasta afþreying Álaborgar er líklega dýragarðurinn. Hann er opinn 363 daga árisns en hér er að finna fleiri en 100 framandi dýr og fræðandi upplifanir. Í dýragarðinum er meðal annars að finna sebrahesta, ísbirni, ljón og rauða pandabirni.

 

Dýragarðurinn í Álaborg er sá fyrsti til að öðlast ISO-vottun. Fyrir vikið er sjálfbærni stórt þema í garðinum en hér er allt endurunnið og flokkað og vandað til alls efnisvals þar sem umhverfið fær að njóta vafans.

 

Vefsíða: https://aalborgzoo.dk/

Heimilisfang: Mølleparkvej 63, 9000 Álaborg, Danmörk

Giraffes walking and running in Aalborg Zoo.
 Colorful scene at the Aalborg old town center near Jens Bangs Stonehouse

8. Röltu um gamla bæ Álaborgar

Þótt Álaborg státi af stórfenglegum nútímabyggingum er fátt sem jafnast á við gamla bæ borgarinnar. Hér blandast saman gamlir tímar og nýir og að ganga um svæðið er ævintýraleg upplifun full af steini lögðum strætum og sjarmerandi skökkum húsum frá 17. öld. 

 

Vinsælustu áfangastaðirnir í gamla bænum eru líklega Steinhús Jens Bangs, gatan Hjelmerstald, og Klaustur Álaborgar. Flestar byggingar í gamla bænum eru í barokkstíl og hér er bókstaflega hægt að taka stórfenglegar myndir á hverju götuhorni.

Álaborg er fullkominn áfangastaður fyrir lengra komna

Álaborg er ekki frægasta borg Evrópu en hún er frábær áfangastaður fyrir fólk á öllum aldri sem kýs eitthvað aðeins öðruvísi, eitthvað alveg nýtt en samt eitthvað gamalt og sjarmerandi. Á milli áþreifanlegrar sögunnar í gamla bænum og magnaðs arkitektúrs í fjölmörgum húsum í nútímastíl er ekki annað hægt en að falla fyrir Álaborg.

Spennandi?

Skoða flug til Álaborgar

Finna flug
Panoramic view of famous Binnenalster (Inner Alster Lake) in golden evening light at sunset, Hamburg, Germany
NÆST Á DAGSKRÁ

Ódýrari útgáfa af Hamborg


Afþreying í Álaborg