Skoða efni
7. Nov 2022

Ódýrari útgáfa af Hamborg

Panoramic view of famous Binnenalster (Inner Alster Lake) in golden evening light at sunset, Hamburg, Germany

Hamborg er ekki einn af vinsælustu ferðamannastöðum heims þrátt fyrir að vera borgin sem jólamatur flestra Íslendinga er kenndur við. En næststærsta borg Þýskalands hefur margt að bjóða ferðalöngum, allt frá ríkulegri og oft dramatískri sögu, til framúrstefnulegs arkitektúrs og spennandi næturlífs.

En það besta við Hamborg er hvað hún getur verið ódýr, sérstaklega fyrir þá sem eru naskir að finna sér afslætti og ódýrari afþreyingu.

Meðfylgjandi eru nokkur góð ráð fyrir þá sem vilja komast í skemmtilegt borgarfrí án þess að eyða aleigunni.

Röltu um Altstadt

Altstadt, eða gamli bærinn, er söguleg miðborg Hamborgar þar sem byggð myndaðist fyrst um 8. öld fyrir Krist. Mikið af borginni eyðilagðist hins vegar í miklum eldsvoða árið 1842 og í sprengjuárásum í seinni heimsstyrjöldinni og því er núverandi borgarmynd blanda af gömlu og nýju.

Við byrjum þennan sýndargöngutúr við Rathaus eða Ráðhúsið, fallega byggingu í nýendurreisnarstíl frá árið 1897 sem hýsir í dag borgaryfirvöld Hamborgar. Ráðhúsið stendur við Altstadtmarkt, elsta torg borgarinnar, en þar má regluelga finna skemmtilegan markað.

Þaðan er gaman að rölta í gegnum þröngar göturnar og virða fyrir sér fallegar og gamlar byggingar áður en komið er að Kirkju heilags Nikulásar. Kirkjan gnæfir yfir borgina en eitt sinn var hún einmitt hæsta bygging heims. Hún skemmdist illa í seinni heimsstyrjöldinni og aðeins turninn stóð eftir en rústir kirkjunnar hafa verið látnar óhreifðar síðan sem minnisvarði um þá sem féllu í seinni heimsstyrjöldinni.

Ekki missa af Deichstrasse, götu sem státar af sumum elstu byggingum borgarinnar en margar þeirra hýsa í dag glæsilega veitingastaðir, smart kaffihús og spennandi bari.

Það er að sjálfsögðu ókeypis að rölta um Altstadt en þetta er líka frábær leið til að kynnast sögu borgarinnar með eigin augum og fá tilfinningu fyrir Hamborg.

Altstadt Old Town Hamburg
The Warehouse District (Speicherstadt) in Hamburg, Germany, at dusk

Gakktu meðfram skipaskurðunum

Hamborg er ein af þeim borgum sem er oft kölluð „Feneyjar norðursins“ (Stokkhólmur er önnur) og þótt nokkrar borgir bítist um þennan titil leikur engin vafi á því hvaða borg státar af flestum brúm í heimi. Hamborg er heimsmeistarinn í brúm því hér er að finna um 2.500 slíkar sem krossa skipaskurði og síki, þvers og kruss um borgina. Göngutúr meðfram þessum skurðum er frábær leið til að sjá gullfallegan og einstakan arkitektúr Hamborgar og reyna að átta sig á borgarskipulaginu, brúnum og ævintýralegu vatnaleiðunum.

Ekki missa af sögufræga vöruhúsahverfinu Speicherstadt. Þetta hverfi var eitt sinn stærsta vöruhúsasvæði heims en er í dag á heimsminjaskrá UNESCO og þeir sem leggja leið sína þangað sjá og skilja af hverju.

Það er líka frábær skemmtun að taka almenningsferjuna frá höfninni til að sjá þessa borgarhluta frá öðru sjónarhorni.

 

Tónlistarsenan í Hamborg

Hamborg á sér langa sögu sem tónlistarborg, sérstaklega í byrjun rokkbyltingarinnar enda uppvaxtarstöðvar ekki minni hljómsveit en Bítlanna. Áður en Bítlarnir urðu frægasta hljómsveit í heimi spiluðu þeir í Reeperbahn, rauða hverfi Hamborgar, á klúbbnum Star Club sem hefur nú lagt upp laupana. Það voru ekki bara Bítlarnir sem vermdu sviðið á Star Club heldur spiluðu þar meðal annars Jimi Hendrix, Jerry Lee Lewis, Ray Charles og Black Sabbath.

Í dag er Reeperbahn lifandi og mjög litríkt hverfi og þótt við leggjum til að fólk hlífi börnunum sínum við því er þetta skemmtilegur viðkomustaður fyrir fullorðna fólkið.

Ekki síðri tónlistaráfangastaður er Elbphilharmonie tónleikahöllin en sjálf byggingin trekkir að álíka marga gesti eins og klassísku tónleikarnir sem eru haldnir í henni. Elbphilharmonie er víðfræg fyrir einstaka hönnun svissnesku Herzog & de Meuron sem minnir á segl á skipi og sjón er sögu ríkari hér.

Í Hamborg eru svo haldnar margar tónlistarhátíðir allt árið um kring og þær eru oft ókeypis eða bjóða ókeypis viðburði svo það borgar sig að fylgjast vel með dagskránni og missa ekki af almennilegum tónleikum.

 

A man is buying flammkuchen or tarte flambee in a food truck

Bragðaðu á því besta í borginni

Hamborg er þekkt fyrir sjávarréttina og það er nánast skylda að smakka hinn hefðbundna rétt Labskaus. Þessa seðjandi réttur inniheldur saltkjöt, kartöflumús, rauðrófur og síld og hún fyllir á alla tankana og endist yfirleitt lengi.

Ef þú vilt frekar narta í eitthvað í léttari kantinum er Fischbrötchen samlokan frábær kostur en hún er yfirleitt gerð með ferskum fiski úr höfninni.

Í kaffinu er best að velja sér eitt af mörgum huggulegum kaffihúsum borgarinnar og fá sér Franzbrötchen. Þetta bakkelsi er innblásið af Frökkum (enda heitir það bókstaflega „franskbrauð“) og minnir helst á croissant með kanilykri.

Að lokum er skyldumæting í matvagn seinnipartinn til að fá sér Currywurst, grillaðar pylsur í karrítómatsósu. Þær eru hvarvetna, á flestum götuhornum í nánast öllum betri borgum Þýskalands og einn vinsælasti og ódýrasti götumatur Þjóðverja.

 

Græna Hamborg

Hamborg er ekki bara umkringd vatni heldur er hún full af grænum svæðum en rúmlega 8% borgarlandsins eru almenningsgarðar og útvistarsvæði. Mörg þeirra eru við vatn og því er hægt að fylla á jörð og vatn, grænt og blátt í miðri borg og fá sér ferskt loft í leiðinni.

Við mælum sérstaklega með Planten un Blomen, 47 hektara almenningsgarði í miðri borg þar sem er tilvalið að fara í göngutúr eða jafnvel lautarferð (með currywurst). Á sumrin eru oft ókeypis tónleikar og jafnvel leikrit í garðinum.

Þeir sem þurfa að kyrra hugann og taka sér pásu frá mannlífi borgarinnar ættu að skoða Japanska garðinn. Hann er sá stærsti sinnar tegundar í Evrópu og frábær staður tli að slaka á og kjarna sig í dálítilli núvitund. 

Ef blóðið þarf að komast á meiri hreyfingu er tilvalið að skokka í kringum Alster Lake í miðri borg (við hliðina á Rathaus) og njóta útsýnisins og ferska loftsins. 

Og þeir sem þurfa jafnvel örlítið adrenalín ættu að prófa brettasvif í sjónum en það er stutt að komast á ströndina úr borginni, leggjast aðeins í sólbað og bora tánum í sandinn.

 

A view of the Japanese Garden in Hamburg with the autumn color of the leaves of the pond and the reflections in the water

Götulist og hátíðir

Hamborg elskar að djamma og það er alltaf eitthvað að gerast í þessari borg. Á sumrin er nóg af útihátíðum í boði og flestar með lifandi tónlist. En það er líka nóg við að vera í svalari mánuðum, s.s. jólamarkaðir, kvikmyndahátíðir og Hamburger DOM funfair

Borgin er líka full af götulist en hér má hvarvetna sjá veggmyndir og götuskreytingar. Ekki missa af vegg- og loftmyndunum á FC St. Pauli fótboltavellinum sem eru málaðar af ólíkum listamönnum árlega. Það er líka góð skemmtun að skoða götulistina í Schanzenviertel-hverfinu sem státar af fjölmörgum litríkum og metnaðarfullum veggjum. Hafðu augun opin og þú finnur áreiðanlega einhverja listræna fjársjóði á götum úti í Hamborg.

 

Að lokum…

Hvort sem hugmyndin er að eyða sem minnstu á áfangastað eða ekki er alltaf góð hugmynd að spara á fluginu því áfangastaðurinn er sá sami hvað svo sem flugmiðinn kostaði og þá er PLAY frábær valkostur. Við bjóðum nú ódýrt flug til Hamborgar og því er ekkert því til fyrirstöðu að skoða úrvalið í bókunarvélinni okkar, spara stórfé á flugmiðanum og njóta lífsins þeim mun betur á áfangastað.

 

Spennandi?

Skoða flug til Hamborgar

Finna flug
Út á lífið í Barcelona
NÆST Á DAGSKRÁ

Út á lífið í Barcelona


Afþreying í Hamborg