Fyrstu kynni af Mallorca
Ertu að leita að áfangastað sem býður upp á fullkomna blöndu af fallegu umhverfi, ljúfri afslöppun, skemmtilegri hreyfingu og ómissandi gullmolum sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara? Þá er Mallorca svarið. Mallorca er stundum kölluð „stjarna Miðjarðarhafsins“. Þessi nafnbót er virkilega verðskulduð því Mallorca er full af fjölbreyttu landslagi, gómsætum mat og afslöppuðum stundum í anda eyjaskeggja. Hér er margt að sjá og gera, þ.m.t. sögulegir staðir, æðislegir golfvellir, frábærar hjólaleiðir og hressandi vatnaíþróttir. Þá er ótalið helsta aðdráttarafl Mallorca sem er án efa sólin, strendurnar, hitinn og afslöppunin. Mallorca er stærst Baleareyja í Miðjarðarhafinu og sú þekktasta en fyrir þá sem þekkja hana ekki fylgir hér stutt kynning með því allra helsta.
18. May 2022