Skoða efni

Að ferðast með gifs

Vinsamlegast athugið að farþegar mega aðeins ferðast með gifs sem er að minnsta kosti 48 tíma gamalt vegna hættu á bólgum í fluginu.

Farþegar þurfa að sýna fram á læknisvottorð um að þeir séu flugfærir.

Þeir sem þurfa aðstoða á flugvellinum, s.s. hjólastólaaðstoð, skulu hafa samband við Þjónustuteymið á netfangið specialassistance@flyplay.com að minnsta kosti 48 tímum fyrir áætlaðan brottfarartíma.

Ef farþegi er með gifs á fótlegg og getur ekki beygt hnéð þarf viðkomandi að kaupa aukasæti. Vinsamlegast hafið samband við Þjónustuteymið til að bóka aukasæti því það er ekki í boði í gegnum MyPLAY aðganginn á vefsíðunni.