Skoða efni

Gleðilegar jólaferðir

Aðventan er ævintýralegur tími þar sem ljósin kvikna og mannlífið blómstrar í litríkum verslunargötum um allan heim. Þetta er tími til að njóta í nýju umhverfi og láta streitu og hversdagsleikann líða úr sér fyrir langþráð jól. Sumir kjósa jafnvel að verja sjálfum hátíðunum erlendis í afslöppun. Hvort sem þú velur að rölta um fallega jólamarkaði, versla einstakar jólafjafir í Marokkó eða slaka á á ströndinni, skaltu gefa þér fleiri gæðastundir og gleyma þér í ævintýralegu umhverfi erlendis á aðventunni.

Ævintýralegar aðventuferðir

Njóttu þess að taka þér frí frá jólastressinu og láta haustið líða úr þér fyrir jólafríið. Það er fátt sem jafnast á við að rölta um fallega skreytta heimsborg í hátíðarbúningnum, hlýja sér á gómsætum veitingum og versla eitthvað fallegt og einstakt handverk á jólamarkaðnum. Hvort sem þú skellir þér í helgarferð til Kaupmannahafnar, í viku til Fuerteventura eða kíkir aðeins á jólaþorpin í Madríd er ekkert mál að fylla á jólatankinn í útlöndum.

Hátíðlegar jólaferðir

Flestir halda í hefðirnar yfir jólin og eiga sinn uppáhaldsjólamat, sitt uppáhaldsjólaskraut og sitt uppáhaldsjólaboð. En hvernig væra að breyta aðeins til, skipta um umhverfi og njóta fyrst og fremst samverunnar í afslöppun yfir jól, áramót eða bæði? Notaðu tækifærið og hristu hópinn saman í sól, slökun, samveru og nýju umhverfi í fríinu.

Madrid Christmas market

Jólaflug til Evrópu

PLAY flýgur til fjölda áfangastaða í Evrópu fyrir jól og yfir hátíðirnar ásamt Marokkó í Afríku. Það eru frábærar fréttir fyrir íslensk jólabörn því á þessum lista ættu allir að finna eitthvað við sitt jólahæfi. Hvort sem draumurinn er að rölta um sjarmerandi jólamarkað að skoða gersemar í jólapakkana með heitt kakó og ristaðar möndlur í farteskinu eða flatmaga á ströndinni í 25 stiga hita með stórfjölskyldunni yfir hátíðirnar er úrvalið ævintýralegt.

Hvað er að frétta?

Vertu áskrifandi að fréttabréfinu okkar og þú missir aldrei af bestu tilboðunum, nýjustu áfangastöðunum og fleiri skemmtilegum fréttum. Þú hefur engu að tapa!