Skoða efni
31. May 2022

Helstu áfangastaðir í Washington, DC

Höfuðborg Bandaríkjanna er fræg fyrir ótalmörg og víðfræg minnismerkin. Í Washington DC er gömul og ný saga Bandaríkjanna vissulega áþreifanleg en borgin er ekki eintómar styttur og frægar byggingar. Hér er líka að finna lifandi listasenu, spennandi arkitektúr, magnaða veitingastaði og frábært næturlíf.

Helstu áfangastaðir í Washington DC

Washington DC er borg sem kallar á endurteknar heimsóknir því hér er einfaldlega of margt að sjá og gera fyrir eina borgarferð. Við höfum tekið saman helstu kennileiti, söfn og viðkomustaði í borginni sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara en ef þú kemst ekki yfir þetta allt í einni heimsókn þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur. Þú munt að öllum líkindum koma aftur.

1. Hvíta húsið

Hvíta húsið er líklega efst á lista flestra ferðalanga sem leggja leið sína til Washington DC. Húsið er eins frægasta bygging í heimi og hér hafa óteljandi sögufrægir atburðir átt sér stað. Vissir þú að í Hvíta húsinu er að finna fleiri en 147 skotheldar rúður? Á þakinu er líka heilt teymi af sérveitarmönnum öllum stundum og starfsmenn í byggingunni telja um 1.300 manns.

Skoðunarferðir um Hvíta húsið eru ókeypis en þær fara aðeins fram á fyrirfram ákveðnum tímum. Í Hvíta húsinu er að finna 132 herbergi og vissulega nóg að sjá og skoða í aðsetri og á vinnustað forseta Bandaríkjanna.

Washington DC White House
Washington DC Memorial

2. Washington-minnisvarðinn

Washington-minnisvarðinn er þjóðartákn Bandaríkjamanna. Bygging þessarar víðfrægu broddsúlu hófst árið 1848. Súlan er tæpir 170 metrar og þetta stórbrotna minnismerki laðar að sér um 800.000 ferðamenn árlega.

Hver er ekki til í eina lyftuferð upp í Washington-minnisvarðann? Frá toppi hans er stórbrotið útsýni í allar áttir yfir höfuðborgina. Broddsúlan var byggð til heiðurs George Washington, yfirhershöfðingja í Frelsisstríði Bandaríkjanna og einum af landsfeðrum sjálfstæðra Bandaríkja. Áhugamenn um þessa merkilegu sögu og uppruna þjóðarinnar ættu ekki að láta Washington-minnisvarðann fram hjá sér fara.

3. Capitol-þinghúsið

Fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríkjanna hafa fundað í Capitol-húsinu í tvær aldir. Það er því óhætt að fullyrða að fjölmargar afdrifaríkar ákvarðanir hafi verið teknar innan veggja þessarar byggingar. Fyrir utan sögulegt gildi sitt og tákn fyrir þjóðina er byggingin sjálf áhrifamikill og merkilegur arkitektúr.

En Capitol-húsið er ekkert venjulegt hús. Byggingin telur litla 16.274 fermetra eða rúmlega 1,6 hektara. Capitol-húsið er nærri 230 metra langt frá norðurhlið til suðurhliðar og það er því vel hægt að týnast innan veggja þess. Húsið var opnað 17. nóvember árið 1800 en í dag þjónar það bæði tilgangi sínum sem þinghús og safn enda leitun að sögufrægari stöðum í Bandaríkjunum.

Washington DC Capitol Fall
Washington DC Space Museum Art

4. Loft- og geimferðasafnið

Við mælum að sjálfsögðu sérstaklega með Loft- og geimferðasafni Bandaríkjanna því hér er farið vandlega yfir sögu flugsins og það er okkar sérgrein. Hér má kynna sér vegferðina frá fyrsta flugi Wright-bræðra til JF-17 Thunder-orrustuvélarinnar. Safnið fylgir gestum sínum í gegnum magnaða söguna og útskýrir á skemmtilegan hátt flókna þróunarsöguna og tæknilegar breytingar.

Hér má líka kynna sér geimferðasöguna og endurupplifa fyrstu geimferðina til tunglsins. Safnið býður upp á fjölmargar gagnvirkar sýningar og skemmtilega fræðslu fyrir börn svo þetta er kjörinn áfangastaður fyrir alla fjölskylduna.

Spennandi?

Skoða flug til Washington D.C.

Finna flug

5. Listasafnið (National Gallery of Art)

Listunnendur í Washington DC ættu að halda beint á listasafnið National Gallery of Art en þeir sem hafa engan sérstakan áhuga á listum ættu engu að síður að líta hér inn. Safnið var stofnað árið 1937 og heldur úti söfnun og fræðslu á bandarískum listaverkum en hér er líka að finna mörg verk úr ýmsum heimshornum.

Það tekur að lágmarki tvo tíma að renna yfir fleiri en 75.000 verk í safninu en við leggjum til að fólk taki gæði umfram magn í þessu tilfelli og njóti þess að skoða færri verk í lengri tíma. Meðal frægustu verka í safneigninni eru t.d. Kona með vog eftir Vermeer (ca. 1664) og Skautarinn eftir Gilbert Stuart (1782).

6. Lincoln-minnisvarðinn

Líklega er enginn í meiri hávegum hafður í Washington DC en Abraham Lincoln og þessi aðdáun er hvergi jafnaugljós eins og við risastóra styttuna af honum í borginni. Lincoln-minnisvarðinn var formlega vígður árið 1922 til að heiðra þennan 16. forseta Bandaríkjanna og í dag er gríðarlega vinsælt að smella af sér mynd við fótskör 30 metra útgáfunnar af Abraham Lincoln.

Hér er líka tilvalið að rifja upp gildi Lincolns og hugsjónir varðandi frelsi, mannréttindi og virðingu. Marmarastyttan, lágmyndir og tjarnir mynda síðan gullfallegt umhverfi og einstakt andrúmsloft til að hugleiða það sem skiptir máli á göngu um borgina.

7. Náttúruminjasafnið (Smithsonian Museum of Natural History)

Náttúruminjasafn Smithsonian í Washington DC er eitt af hápunktum borgarinnar. Safnið á rætur sínar að rekja til ársins 1910 og safneignin er eins sú stærsta í heimi. Hér er að finna minjasöfn og náttúruminjar, allt frá risaeðlubeinum til verkfæra frummanna en í heildina telur safneignin fleiri en 155 milljónir muna. Hér duga engir klukkutímar og það borgar sig að velja úr það sem vekur mestan áhuga og koma svo bara aftur ef dagurinn dugar ekki til. Smithsonian-safnið veitir innsýn inn í sögu manns og náttúru og það fara allir einhvers fróðari aftur út. Skemmtileg framsetning og gagnvirkar sýningar gerir þetta að frábærum áfangastað fyrir alla fjölskylduna.

8. Helfararsafn Bandaríkjanna

Helförin er einn svartasti kafli í sögu mannkynsins en Helfararsafnið er mikilvæg áminning um hættuna sem felst í hatursorðræðu og jaðarsetningu. Gestum er gefin innsýn inn í þetta hrikalega tímabil þjóðarmorða þar sem milljónir manna létu lífið í skugga seinni heimsstyrjaldar.

Kvikmyndir, viðtöl og ljósmyndir varpa ljósi á þessa erfiðu sögu og skilja engan eftir ósnortinn. Hingað er nánast skyldumæting fyrir alla sem brenna fyrir mannkyninu og þótt efnistökin séu átakanleg er safnið vel heppnað fræðslusetur og minnisvarði um atburði sem mega aldrei gleymast.

Washington DC: Áfangastaður sem kemur stöðugt á óvart

Þótt Washington DC sé frábær áfangastaður fyrir alla sem þyrstir í stórborgarferð mælum við hiklaust með að fólk dvelji hér í a.m.k. viku því það er einfaldlega svo ótrúlega margt að sjá, skoða og upplifa í höfuðborg Bandaríkjanna. Hér var farið yfir það allra vinsælasta í borginni en þá er ótalið fjölmargir og fjölbreyttir viðburðir sem haldnir eru allt árið, gríðarlegt úrval af stórkostlegum veitingastöðum, almenningsgörðum og allt þar á milli.  

Við bjóðum ódýrt flug til Washington DC þar sem sannarlega engum þarf að láta sér leiðast.

Spennandi?

Skoða flug til Washington D.C.

Finna Flug
Toronto City Skyline
NÆST Á DAGSKRÁ

Ódýra leiðin til Toronto


Afþreying í Washington D.C.