Skoða efni
27. Nov 2023

Drykkur í Dublin

Hún er full af sögu en frá Dublin kemur líka írskt viskí og þar er framleiddur heimsfrægi bjórinn Guinness. Skemmtanalífið er litríkt eftir því en að auki lifir góðu lífi í borginni skemmtileg vín- og bjórmenning þar sem hægt er að fá leiðsögn um sögulega hlið drykkjanna í Dublin. Kynntu þér drykkjumenningu Dublin í þessari stuttu yfirferð.

Djammið í Dublin

Djammsena Dublin er af mörgum talin ein sú besta í heimi. Hér má finna breitt úrval af áfangastöðum fyrir kvöldið, hvort sem hópurinn hefur áhuga á hefðbundinni írskri krá, handverksbruggi, glæsilegum hanastélum eða að dansa fram á morgun á frábærum skemmtistað.

Lögum samkvæmt má afgreiða áfengi til 23:30 sunnudag til fimmtudags og til 00:30 á föstudögum og laugardögum. Þótt áfengi sé ekki afgreitt eftir það eru margir barir opnir til 02:30 og oft er hægt að lengja í nóttinni eftir að barirnir loka.

Aldurstakmarkið

Til að drekka á Írlandi þarf fólk að hafa náð 18 ára aldri. Ungt fólk er því beðið um að sýna skilríki þegar það verslar áfengi í verslunum, á börum eða bókar leiðsögn um eimingar- og brugghús.

Börn undir 18 ára aldri mega vera inni á stöðum með vínveitingaleyfi til um það bil 21:00 en mega hvorki panta né neyta áfengis.

Ferðir með leiðsögn um eimingar- og brugghús

Við mælum sérstaklega með leiðsögn um eitthvert af sögufrægu eimingar- og brugghúsum Dublin. Þetta eru vinsælir áfangastaðir ferðamanna sem og heimamanna, dagarnir seljast oft hratt upp og því borgar sig að bóka með góðum fyrirvara. Hér eru nokkrar góðar hugmyndir um góða vín- og bjórmenningaráfangastaði í Dublin:

1. Jameson eimingarhúsið við Bow Street

The Bow Street experienceHlekkur opnast í nýjum flipa er flaggskipið í upplifun af eimingarhúsi Jameson og hefur verið titlað „Heimsins helsta leiðsögn um eimingarhús“ af World Travel Awards. Þetta er sannarlega verðug upplifun fyrir skynfærin þar sem hægt er að fræðast um tilurð Jameson viskísins með fræðandi leiðsögn og innifalið er samanburðarsmökkun á viskíi.

Þeir sem vilja fræðast nánar um handverkið og kunnáttuna sem liggur að baki því að eima viskí ættu að skoða Black Barrel Blending ClassHlekkur opnast í nýjum flipa.  Þetta er 90 mínútna námskeið hjá einum af meisturum Jameson-verksmiðjunnar þar sem bragðað er á fyrsta flokks viskíi ásamt því að gestum gefst færi á að blanda sína eigin einstöku viskíblöndu og taka með sér heim.

Þá er kokkteilnámskeiðið Whiskey Cocktail Making ClassHlekkur opnast í nýjum flipa frábær skemmtun en þar kennir kokkteilmeistari á vegum Jameson gestum að hrista þrjá Jameson-kokkteila sem eru að sjálfsögðu ekkert slor. Fyrir þá sem kunna að meta að vel gerða drykki og að hafa hæfileikana til að ganga í augum á vinum sínum í næsta partíi þá er tímanum í Dublin mjög vel varið hér.

Spennandi?

Kíktu til Dublin

Finna flug

2. Pearse Lyons eimingarhúsið

Eimingarhús Pearse (Pearse Lyons Distillery) er vægast sagt sér á báti því þar er eimað innan í gamalli kirkju. Úrval leiðsagna og upplifanna er breitt og hægt að finna eitthvað við hæfi flestra. Hægt er að velja á milli þess að fá einkaleiðsögn eða fylgja hóp af öðrum gestum. Þetta er lítið eimingarhús og því eru hópunum haldið litlum svo hægt sé að bjóða upp á þessa einkennandi persónulegu upplifun.
Í Distillery TourHlekkur opnast í nýjum flipa er farið um kirkjugarðinn og fræðst um sögu St. James kirkju. Þá fá allir að smakka þrjár tegundir af Pearse viskíi.
Við mælum líka með Cocktail ExperienceHlekkur opnast í nýjum flipa þar sem gestir læra að hrista nýjustu kokkteilana ásamt Food Pairing ExperienceHlekkur opnast í nýjum flipa þar sem fjórar tegundir af Pearse viskíi eru paraðar saman við mat sem er að sjálfsögðu fullkomin samsetning fyrir bragðlaukana.

3. Skoðunarferð um eimingarhús Dublin

Má bjóða þér lúxusupplifun í leiðsögn um þessa fallegu borg með viðkomu á nokkrum eimingarhúsum? Þá er Dublin’s Distillery Trail TourHlekkur opnast í nýjum flipa mögulega svarið. Þessi ferð hefst við viskí- og vindlabúðina James Fox og inniheldur leiðsögn um eimingarhúsin Pearse Lyons Distillery, Teeling Whiskey Distillery, og Dublin Liberties Distillery.

4. Leiðsögn um Guinness verksmiðjuna

Fyrir þá sem kunna betur að meta bjór en viskí mælum við að sjálfsögðu með leiðsögn um Guinness-verksmiðjuna. Guinness Brewery TourHlekkur opnast í nýjum flipa er skoðunarferð með leiðsögn þar sem hægt er að skoða hvar byggið í Guinness er ristað, ásamt því að skoða 200 ára gömul tankhúsin þar sem bjórinn þroskast áður en hann fer í sölu. Þá er einnig í boði að smakka á nýjum afbrigðum af Guinness-bjór sem eru ekki kominn í sölu og fá matar- og bjórleiðsögn með smakki. Að lokum fá allir pakka svo það fer enginn tómhentur úr þessari verksmiðju.

Láttu drauminn um góða menningarferð til Dublin rætast og kynntu þér vín- og bjórmenningu þessarar vingjarnlegu og fallegu borgar!

Spennandi?

Leyfðu þér dálitla Dublin

Finna flug
NÆST Á DAGSKRÁ

Viltu kynnast Madríd betur?

Matarferðir í Dublin