Skoða efni
Glasgow
26. Apr 2023

Bestu dagsferðirnar frá Glasgow

Glasgow er ein skemmtilegasta borg Bretlands. Hér er að finna áhugaverða list, sögu, afþreyingu og einhverja vinalegustu borgarbúa í heimi. Hlekkur opnast í nýjum flipaGlasgow er auk þess stærsta borg Skotlands og sú fimmta stærsta í Bretland.

Fyrir vikið er nóg að sjá og skoða í Glasgow. 

 Að því sögðu er Skotland ekki mjög stórt land og hér eru almenningssamgöngur til fyrirmyndar og því er Glasgow líka tilvalinn staður fyrir þá sem vilja bæta dagsferðum við borgarferðina og sjá meira af Skotlandi, s.s. Edinborg, Arran, Loch Lomond og Aberdeen. Frá Glasgow er aldrei langt að fara til að sjá sögufræga staði, náttúrundur og gamla kastala. 

 Við höfum tekið saman lítinn lista um góðar dagsferðir frá Glasgow í Skotlandi:

1. Gakktu um Loch Lomond & Trossachs þjóðgarðinn

Ein vinsælasta dagsferðin frá Glasgow er Loch Lomond og Trossachs National Park. Það tekur aðeins 47 mínútur að keyra frá Glasgow í þjóðgarðinn þar sem er að finna ótrúlegt útsýni yfir vötnin, fjöllin og skóglendið á svæðinu. Loch Lomond er stærsta stöðuvatn Skotlands og á svæðinu er frábært úrval af gullfallegum göngu- og hjólaleiðum.

 Við mælum sérstaklega með hjólatúr við vatnið og enginn skyldi láta gullfallegu þorpin Luss og Balmaha fram hjá sér fara. Þá er frábær afþreying að ganga upp Conic Hill og njóta magnaðs útsýnisins yfir sveitina í kring. Í garðinum er síðan mikið af dýralífi sem er gaman að sjá, s.s. gullernir, krónhirtir og gjóðar. Hvað eru gjóðar? Þeir kallast „osprey“ á ensku og eru stórir ránfuglar sem líkjast örnum.

 Ferðatími frá Glasgow: 47 mínútur í bíl 

Cameron House at the Loch Lomond lake one of the beautiful lake of Scotland Highlands. Luxury rooms and suits
Edinburgh city centre view from the Princess street at sunset

2. Kynntu þér sögu Edinborgar

Edinborg er ein vinsælasta borg Evrópu og höfuðborg Skotlands. Þessi fjármálamiðja og heimsborg er líka sneisafull af einhverjum áhugaverðasta arkitektúr Bretlands. Lestarferðin frá Glasgow til Edinborgar er stutt og þægileg og vel þess virði því Edinborg er sannarlega sinn eigin karakter.

Ein vinsælasta afþreyingin í Edinborg er að ganga upp á Arthur‘s Seat eða „Sæti Arthurs“ sem er hæð þaðan sem má sjá óviðjafnanlegt útsýni yfir borgina. Aðdáendur Trainspotting-myndanna hafa t.d. séð Renton og Spud reyna við hæðina í sérstöku lífsstílsátaki í T2. Á sama lista yfir áhugaverða afþreyingu mætti setja Þjóðminjasafn Skotlands (National Museum of Scotland), draugaleiðsögn (því það er enginn skortur á draugum í Skotlandi) og dýflissur Edinborgar (Edinburg Dungeon). Aðalatriðið í Edinborg er þó að drekka í sig sjarmann og stemninguna sem þessi borg er svo þekkt fyrir.

 Ferðatími frá Glasgow: 1 klst. og 5 mín. í bíl

3. Heimsæktu Stirling-kastala og Wallace-minnismerkið

Þeir sem leggja leið sína til Skotlands mega búa sig undir að sjá og falla fyrir köstulum í öllum stærðum og gerðum. Kastalaáhugafólk ætti að byrja á Stirling-kastala sem er bæði sögufrægur og mikilvægur hluti af skosku þjóðarsálinni en þangað er aðeins 37-mínútna akstur frá Glasgow.

Í göngufjarlægð frá Stirling-kastala er síðan að finna Wallace-minnismerkið sem er reist til heiðurs skosku hetjunni William Wallace og í leiðinni má fræðast um líf hans og atburðarrásina sem endaði með frægum bardaga hans við Stirling-brú.

 Fjarlægð frá Glasgow: 36 mínútur í bíl

Stirling Castle entrance, famous Scottish Castle,
The Calmac ferry "Caledonian Isles" approaching the pier of Brodick harbour on the Isle of Arran

4. Skoðaðu Arran-eyju

Fyrir þá sem eru veikir fyrir sögufrægum stöðum og sögu þjóða er Isle of Arran frábær áfangastaður. Eyjan er oft nefnd „Litla-Skotland“ því hér má sjá nánast öll dæmi um skoskt landslag á einum stað. Ferðalagið er stutt ferjusigling frá meginlandinu en þegar þangað er komið er tilvalið að skoða sig um á hjóli, fótgangandi eða jafnvel á kajak.

Þorpin Lamlash og Brodick eru sérstaklega sjarmerandi en svo má mæla með göngu upp á Goatfell eða heimsókn á söguminjasafn Arran (Arran Heritage Museum). Það er síðan ómissandi hluti af heimsókninni að bragða á því besta sem Arran-eyja hefur upp á að bjóða eins og viskí, bjór og gæðaost af bestu gerð.

Fjarlægð frá Glasgow: 2 klst. og 19 mínútur í bíl og ferju 

Spennandi?

Skoða flug til Glasgow

Finna flug

5. Upplifðu Loch Ness og skoska hálendið

Loch Ness er líklega frægasta kennileiti Skotlands. Frægð þessa stöðuvatns má rekja til Loch Ness-skrímslisins, eða Nessy eins og hún er oft kölluð, sem margir vilja sjá en fáum hlotnast sá heiður. Er Nessy til í alvöru? Það veit enginn en það breytir því ekki að Loch Ness er gullfallegur staður til að svipast um eftir einu stöðuvatnsskrímsli.

Þeir sem leggja leið sína til Loch Ness ættu að íhuga að lengja ferðalagið og skoða leiðina North Coast 500 sem er rúmlega 500 mílna ökuleið eftir norðurströndinni. Við mælum síðan sérstaklega með gullfallega bænum Inverness og Cairngorms þjóðgarðinum. Ekki gleyma sjónaukanum!

Fjarlægð frá Glasgow: 3 klst. og 23 mínútur í bíl 

Loch Ness
The turnberry lighthouse overlooking the west coast of scotland from the Ayrshire coast

6. Keyrðu eftir Ayrshire-strandlengjunni

Þeir sem dvelja í Glasgow og fíla fallega bíltúra ættu að skoða Ayrshire-strandlengjuna. Þetta er æðisleg leið með mögnuðu útsýni yfir strandlengju Skotlands, fallegar strendur og sjarmerandi þorp og bæi s.s. Ayr, Prestwick og Troon.

 Við mælum sérstaklega með því að koma við í safninu Robert Burns Birthplace Museum í Alloway, að skoða Culzean-kastala og Country Park og að ganga eftir gönguleiðinni Ayrshire Coastal Path. Á strandlengjunni má svo að sjálfsögðu finna klassískt skoskt góðgæti eins og haggis, tatties og neeps.

 Fjarlægð frá Glasgow: 50 mínútur í bíl

7. Skoðaðu Mull-eyju

Mull-eyja eða „Isle of Mull“ er frábær dagsferð fyrir þá sem vilja komast aðeins út úr borgarumhverfinu í Glasgow. Þetta er næststærsta eyja Herbridges og hér er að finna marga af merkustu menningarminjum Skota. Gullfalleg strandlengjan með óviðjafnanlegu útsýni og náttúrulífi er þó líklega sterkasta aðdráttarafl Mull.

Sögufrægi kastalinn Duart er vinsæll áfangastaður á eyjunni en í rúm 400 ár bjó Maclean-ættin á þessum virðulega stað. Kastalinn er opinn gestum og gangandi og það er sannkölluð upplifun að skoða þessi húsakynni, fallega garðana og drungalega dýflissuna.

 Fjarlægð frá Glasgow: 3 klst. og 55 mínútur í bíl og ferju 

Tobermory harbour in Winter with fishing boat, anchor and the famous colourful houses in the background. Wintery scene
Castlegate square and Aberdeen’s Mercat Cross in Aberdeen.

8. Heimsæktu Aberdeen

Aberdeen eða „Granítborgin“ eins og hún er oft kölluð er önnur frábær dagsferð frá Glasgow. Aberdeen er í norðurausturhluta Skotlands og er vinsæll ferðamannastaður því hér er mannlífið litríkt, arkitektúrinn magnaðar og urmull sögufrægra staða.

 Frá Aberdeen er síðan tilvalið að fara að skoða einhverjar fallegustu strendur og strandlengjur Skotlands s.s. ströndina Footdee sem lætur engan ósnortinn. Sjóminjasafn Aberdeen er síðan vinsæll viðkomustaður þeirra sem dvelja í borginni en við mælum sérstaklega með Tolbooth-safninu sem fer rækilega yfir glæpasögu borgarinnar.

 Fjarlægð frá Glasgow: 2 klst. og 40 mínútur í bíl

Glasgow: Frábært aðgengi að Skotlandi

Glasgow er frábær borg fyrir þá sem vilja skoða allt sem Skotland hefur upp á að bjóða. Borgin liggur nálægt strandlengjunni, hálöndunum, bestu borgum Skotlands og fjölmörgum fallegum köstulum. Auk þess er nóg að sjá og skoða í borginni sjálfri sem þykir hagkvæmari valkostur fyrir borgarferð en margar aðrar borgir Bretlands. 

 Fljúgðu til Glasgow, notaðu ferðina og kynntu þér allt það besta sem Skotland hefur upp á að bjóða.

 

Spennandi?

Skoða flug til Glasgow

Finna flug
NÆST Á DAGSKRÁ

Viltu kynnast Madríd betur?


Afþreying í Glasgow