Skoða efni
25. May 2023

Viðburðadagatal Toronto: 8 ómissandi viðburðir

Toronto í Kanada er ótrúlega fjölbreytt menningarstórborg. Þetta er ekki bara ein fjölþjóðlegasta borg í heimi heldur einn besti ferðamannastaður í Norður-Ameríku. Toronto er stærsta borg Kanada og sú fjórða stærsta í Norður-Ameríku en í borginni búa rúmlega 6,3 milljónir.

Fyrir vikið er nóg að gera í viðburðum og menningarlífi allan ársins hring í Toronto. Hér má finna allt frá íþróttaviðburðum til matar- og menningarhátíða ásamt fjölda tónlistar- og listviðburða. Það er eiginlega allt í boði í Toronto!

   

Við höfum tekið saman nokkra eftirlætis árlega viðburði borgarinnar:

1. Kanadíska landsýningin

Kanadíska landsýninginHlekkur opnast í nýjum flipa eða „The Canadian National Exhibition“ fer fram þriðja föstudag í ágúst og stendur fram yfir Verkalýðsdag Kanada (fyrsta mánudag í september) og þetta er án efa einn besti viðburður borgarinnar. Sýningin er sú stærsta í Kanada og sú sjötta stærsta í Norður-Ameríku og fer fram í Exhibition PlaceHlekkur opnast í nýjum flipa. Landsýningin var fyrst haldin 1879 og er orðin að risastórum árlegum viðburði fyrir alla fjölskylduna.

 

Á meðan borgir Kanada hafa stækkað ört stendur landsýningin vaktina og kynnir landbúnað og tækni fyrir gestum og gangandi. Að auki er farið yfir nýjustu þróun og tækni á sviði landbúnaðar, verkfræði og vísinda.

 

Vefsíða: https://www.theex.com/Hlekkur opnast í nýjum flipa

2. Pride-hátíð Toronto

Hinsegin dagar TorontoHlekkur opnast í nýjum flipa eða „Pride Toronto“ er risastór árlegur viðburður í borginni og ein af stærstu Pride-hátíðum í heimi. Hér koma fram plötusnúðar, tónlistarfólk og alls kyns listamenn á fjölmörgum stöðum um borgina og skrúðgangan er að sjálfsögðu ekkert slor. Pride Toronto samtökin hafa verið starfrækt síðan 1981 og vita svo sannarlega hvað þau syngja.

 

Eins og hjá flestum hátíðum af þessari stærðargráðu féllu hátíðarhöld niður vegna heimsfaraldurs COVID-19 á árunum 2020 til 2021. Hátíðin er þó komin í fullt fjör aftur og talið er að um hálf til milljón manns sæki hana heim árlega en hún fer yfirleitt fram seinni hlutann í júní. 

 

 

Vefsíða: https://www.pridetoronto.com/Hlekkur opnast í nýjum flipa

3. Karabíska hátíðin í Toronto

Í Toronto er gríðarlega stór hópur innflytjenda frá Karabíska hafinu. Það kemur því engum á óvart að í borginni er að finna stærstu Karabísku hátíðHlekkur opnast í nýjum flipa Norður-Ameríku. Þessi mjög svo litríka og skemmtilega hátíð er haldin árlega fyrstu vikuna í ágúst og talið er að um milljón gesta sæki viðburði hennar heim.

Fjölskyldur hvaðanæva að frá Norður-Ameríku flykkjast til Toronto til að fagna upprunanum og litagleðinni og það er enginn skortur á partíium í heimahúsum með karabísku þema þessa viku. Hátíðin hefur verið haldin frá árinu 1967 og hefur farið vaxandi að stærð og umfangi með hverju árinu. Þetta er  hátíð gleði og lita og það er eiginlega ekki hægt að skemmta sér ekki konunglega á þessum viðburði.

 

Vefsíða: https://www.caribanatoronto.com/

4. Konunglega vetrarlandbúnaðarhátíðin

Konunglega vetrarlandbúnaðarhátíðin eða „The Royal Agricultural Winter Fair“ fer fram á hverju ári í Toronto og laðar til sín gríðarlegan mannfjölda af heimafólki sem og ferðamönnum. Hvort sem þú ert þátttakandi eða gestur, amma eða leikskólabarn, finna allir eitthvað við sitt hæfi í þessum hátíðarhöldum. Þá er þessi hátíð stærsta sameinaða landbúnaðarhátíð og alþjóðlegur hestaíþróttaviðburður í heimi sem fer fram innandyra. Það er nú aldeilis eitthvað!

Hér má bragða á gríðarlega fjölbreyttur mat frá öllum heimshornum, kynnast landbúnaðarafurðum Kanada og dást að hestum og knöpum sem koma víðsvegar að til að taka þátt í þessum viðburði. Matarmenningin hæfir öllum, hvort sem fólk er á höttunum eftir dýrasta og fínasta veitingastaðnum eða ódýrasta gæðabitanum í mathöllinni.

Vefsíða: https://www.royalfair.org/

5. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Toronto

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Toronto er ein af helstu kvikmyndahátíðum heims. Um það bil 480.000 manns sækja þessa hátíð heim á hverju ári en fyrsta hátíðin var haldið 1976. Markmiðið var að umbreyta upplifun fólks af kvikmyndaáhorfi og það má sannarlega segja að það hafi tekist.

 

Mörg þúsund kvikmyndir sækja um þátttöku á hátíðinni á hverju ári en aðeins þær bestu eru valdar til sýninga á viðburðinum. Kvikmyndahátíðin fer fram í byrjun september á hverju ári og er haldin í TIFF Bell Lightbox í miðbæ Toronto. 

 

Vefsíða: https://www.tiff.net/

6. Luminato-hátíðin

Luminato-hátíðinHlekkur opnast í nýjum flipa er ein af stóru listahátíðum Norður-Ameríku. Á fyrsta áratug sínum sýndu 11.000 listamenn frá 40 þjóðum um 3.000 verk en í þokkabót hefur hátíðin sjálf pantað rúmlega 80 listaverk sem eru þá gerð sérstaklega fyrir þessa einstöku hátíð.

 

Við mælum sérstaklega með tónleikum og gjörningum á hátíðinni en innsetningar og leikhús slá líka alltaf í gegn hjá flestum. Luminato-hátíðin fer fram að sumri til en nánar má lesa um dagskrá og staðsetningar á heimasíðu hátíðarinnar.

Vefsíða: https://luminatofestival.com/

7. Ljósahátíð

LjósahátíðinHlekkur opnast í nýjum flipa eða „The Cavalcade of Lights“ er árleg hátíð í Toronto sem er haldin á aðventunni og fagnar hátíðunum með t.d. flugeldum, skautum og listum. Helsta markmið hátíðarhaldanna er að umbreyta Nathan Phillips Square torgi í vetrarparadís og það má svo sannarlega segja að það takist á hverju ári. Ljósasýningar, lifandi tónlist ásamt dásamlegum mat og drykk setja svo svip sinn á þessi hátíðarhöld.

 

Rúmlega hálf milljón LED-ljósa eru notuð á hátíðinni en inni í þeirri tölu er reyndar 18 metra hátt jólatréð. Síðastliðin 20 ár hefur verið boðið upp á ókeypis skautapartí á laugardagskvöldum sem hluta af hátíðarhöldunum sem er frábær skemmtun, sérstaklega fyrir þá sem ætla að spara við sig í ferðalaginu.

 

Vefsíða: https://www.toronto.ca/explore-enjoy/festivals-events/cavalcade-of-lights/

Nathan Phillips Square after the Cavalcade of Lights  in Toronto, Canada. Cavalcade of Lights is an event that marks the official start of the holiday season.

8. Matarhátíð Toronto

Matarhátíðin í TorontoHlekkur opnast í nýjum flipa er fullkominn viðburður fyrir alla matgæðinga sem kunna líka að meta góða áfenga drykki. Á þessari hátíð má njóta framúrskarandi matargerðar og fyrirtaks drykkja í þrjá heila daga í bland við ótæmandi úrval af verslun og skemmtiatriðum.

Viðburðurinn fer yfirleitt fram í Metro Toronto Convention CentreHlekkur opnast í nýjum flipa í lok mars og stendur fram í byrjun apríl. Hér er boðið upp á fjölbreytta dagskrá af matar- og drykkjarsýningum, kokkaviðburðum, kokkteilsýningum, matvögnum og tónlistarviðburðum. Það er raunverulega eitthvað fyrir alla í boði á þessari hátíð.

Vefsíða: https://tofoodanddrinkfest.com/

Toronto: Borg skemmtunar og tækifæra

Toronto er frábær áfangastaður í Kanada fyrir þá sem vilja fjölbreytt fjör, menningu og skemmtun. Það má finna frábæra árlega viðburði í Toronto sem keppast um að lokka til sín sem flesta og það þarf sannarlegum engum að leiðast í þessari litríku stórborg.

Nákvæmar dagsetningar og staðsetningar geta breyst á milli ára, svo kynntu þér það sem þú hefur áhuga á og fáðu sem mest út úr dvölinni því Toronto ætti alltaf að geta höfðað til þín, sama hver þú ert og hvaðan þú ert að koma!

 

Afþreying í Toronto