Má ég ferðast með veiðibúnað líkt og veiðistangir og byssur?
Já, svo lengi sem þú fylgir pökkunarleiðbeiningum okkar
Pökkunarleiðbeiningar
Veiðistöngum og veiðibúnaði á að pakka í harðspjalda, öruggar umbúðir og veiðistangir skal brjóta saman. Ekki er tekið við lifandi beitu í flug. Samkvæmt fyrirbyggjandi aðgerðum gegn útbreiðslu smitsjúkdóma hér á landi er bannað samkvæmt lögum að nota veiðibúnað (þar með talið vöðlur og stígvél) sem hefur verið notaður erlendis nema búnaðurinn hafi verið sótthreinsaður á fullnægjandi hátt. Vinsamlega hafið í huga reglur og reglugerðir á áfangastað. Engu öðru má pakka með í töskuna.
Skotvopn og skotfæri má ferðast með til einkanota. Vinsamlegast athugið að ferðast þarf með byssuleyfi farþega og öll önnur opinber skjöl sem gæti þurft að sýna á áfangastað.
Ef að leyfið eða skjölin eru ófullnægjandi við komu á áfangastað ber farþegi sjálfur ábyrgð á öllum þeim sektum og útgjöldum sem hann kann að verða fyrir.
Hvernig á að pakka búnaðnum:
- Vopn og skotfæri má aðeins flytja í farangursrými vélarinnar og ætti að bóka sem sérfarangur.
- Byssuna á að taka í sundur.
- Skotfærum á að pakka sér.
Hér fyrir neðan má finna nákvæmari upplýsingar um það hvernig á að pakka vopnum og skotfærum.
Vopn og skotfæri
Vopn (rifflar, haglabyssur, loftrifflar og skammbyssur) til veiða og íþróttaiðkunar eru samþykkt í flug, en einungis í farangursrými vélarinnar.
- Vopnum og skotfærum á að pakka sérstaklega frá öðrum innrituðum farangri og geyma á stað þar sem óviðkomandi aðilar geta ekki nálgast þau.
- Farþegi sem innritar vopn eða skotfæri þarf að sýna fram á viðeigandi gögn, þar með talin leyfi sem segja til um notkun skotvopnsins á áfangastað, en einnig útflutningsleyfi frá viðkomandi ríki. Starfsfólk í innritun gengur í skugga um að skotvopnið sé ekki hlaðið, en skírteinishafi þarf einnig að staðfesta að skotvopnið sé óhlaðið.
- Vopnum skal pakkað í öruggar, harðspjalda pakkningar og merkja „skotvopn“ sem og nafni eiganda.
- Skotfærum eða skothylkjum að frátöldum þeim sem innihalda sprengiefni eða sprengiskotfæri (skv. 1.4S: UN0012 og UN0014I) ber að pakka tryggilega, helst í sterkar, lokaðar pakkningar úr tré, málmi eða trefjaplötu. Skotfærunum á að pakka tryggilega til að koma í veg fyrir hreyfingu eða að það komi högg á þau í meðhöndlun og/eða meðan á ferðalagi stendur.
- Magn skotfæra má ekki fara yfir leyfilegt magn. Leyfilegt magn er að hámarki 5 kg og skotfærin verða að vera ætluð til einkanota farþegans.
- Farangur sem inniheldur vopn og skotfæri á að innrita við afgreiðslu fyrir sérfarangur/yfirvigt þar sem hann er gegnumlýstur og samþykktur fyrir flug. Farangurinn er skoðaður sérstaklega af starfsmönnum flugvallarins ef þörf er talin á.
Vinsamlegast fylltu út 2 eintök af þessu formi Hlekkur opnast í nýjum flipaog komdu með á flugvöllinn.
Láttu okkur vita
Þú getur bætt þessu við bókunina þína með því að hafa samband við þjónustuteymið okkar.
Athugaðu að þessu þarf að bæta við bókunina þína í síðasta lagi 48 tímum fyrir flugið þitt.