Skoða efni

Farangurinn minn skemmdist eða honum seinkaði, hvað geri ég nú?

Mikið er það leiðinlegt - við gerum okkar besta til að aðstoða þig

Seinkaður farangur

Ef innritaður farangur skilar sér ekki biðjum við þig um að fylla út skýrslu um seinkaðan farangur strax við komu á þinn PLAY áfangastað. Í skýrslunni þarf að koma fram nafn, töskunúmer, tengiliðir og lýsing á farangri.

Við biðjum þig að fylla skýrsluna út áður en þú ferð af flugvellinum. Hægt er að fylla hana út allt að sex klst. eftir komu þína á áfangastað. Við munum svo upplýsa þig um framgang mála í gegnum tölvupóst.

Hægt er að senda fyrirspurnir um seinkaðan farangur á töskudeild viðkomandi flugvallar fyrstu fimm daga eftir komu:

BCN flugvöllur

bcnll@iberia.es

00 34 900 1113 42

++++++++++++++++++++++++++++++++

ALC flugvöllur

alckl4@iberia.es

0034 966 919 113

++++++++++++++++++++++++++++++++

CDG flugvöllur

0033 0970 01 91 95

++++++++++++++++++++++++++++++++

CPH flugvöllur

Lostbags.cph@aviator.eu

0045 32 47 47 30 (open 08-1600)

++++++++++++++++++++++++++++++++

BER flugvöllur

lostandfound.ber.wgs.servicecenter@wisag.de

++++++++++++++++++++++++++++++++

STN flugvöllur

stn.customerservices2@stobarataviation.com

++++++++++++++++++++++++++++++++

TFS flugvöllur

tfsll1@iberia.es

0034 922 759 391

++++++++++++++++++++++++++++++++

KEF flugvöllur

baggage@airportassociates.com

++++++++++++++++++++++++++++++++

Ef taskan hefur ekki komið í leitirnar fyrstu fimm daga eftir komu skal hafa samband við baggage@flyplay.com fyrir rakningu.

Hér neðst á síðunni má finna upplýsingar um farangurskröfur vegna seinkaðs farangurs.

Skemmdur farangur

Ef farangur skemmist um borð biðjum við þig um að fylla út skýrslu um skemmdan farangur strax við komu á þinn PLAY áfangastað. Í skýrslunni þarf að koma fram nafn, töskunúmer, tengiliðir og mynd af skemmdinni. Fulltrúi töskudeildar mun svo skoða skemmdina og meta hana.

Við mælum með að farþegar skili skýrslunni um leið og þeir hafa komið auga á skemmdina. Það einfaldar málsmeðferð þegar kemur að kröfuferli. Samkvæmt Montreal-samningnum er frestur til að tilkynna um skemmdan farangur sjö dagar.

Farangurskröfur

Við framfylgjum skilmálum Montreal Convention 1999 þegar kemur að skemmdum eða seinkuðum farangri.

Við biðjum þig vinsamlegast um að fylla út kröfu hérHlekkur opnast í nýjum flipa og við munum hafa samband við þig.