Skoða efni

Röskun á flugi

Ef röskun verður á fluginu þínu þá sendum við þér upplýsingar um næstu skref í tölvupósti og smáskilaboðum

Seinkanir

Við skiljum vel þau óþægindi sem hljótast við tafir á flugi og þegar ferðaáætlanir raskast óvænt.

Í þeim tilvikum munum við gera okkar besta til að koma þér á áfangastað eins fljótt og auðið er.

Samskipti

Við bókun er mikilvægt að gefa upp réttar tengiliðaupplýsingar, svo sem netfang eða símanúmer.

Það er okkar eina leið til þess að hafa samband við þig og láta þig vita ef einhverjar breytingar verða á flugáætlun okkar og seinkun eða truflun verður á fluginu þínu.

Innritun og brottfararhlið

Innritun fyrir flug lokar 1 klstt fyrir upphaflega áætlaðan brottfarartíma. Ef breyting verður á innritunartíma munum við veita þér þær upplýsingar sérstaklega. Brottfararhlið lokar alltaf 15 mínútum fyrir brottfarartíma.

Seinkun yfir nótt

Ef flugi þínu seinkar yfir nótt á öðrum áfangastað en í heimalandi þínu þá gætir þú átt rétt á hótelgistingu á kostnað flugfélagsins. Við munum gera okkar besta við að útvega gistingu.

Ef við getum ekki útvegað gistingu vegna óviðráðanlegra aðstæðna, þá getur þú lagt fram kröfu á hendur flugfélaginu sem endurgreiðir svo kostnaðinn.

Í slíkum tilfellum ber að halda kostnaði í lágmarki og bóka ætíð ódýrustu gistingu sem völ er á.

Matur og ferðakostnaður

Matur og ferðakostnaður er svo metinn í samræmi við lengd seinkunar og munum við aðeins endurgreiða ferðakostnað í samræmi við hana.

Einnig ber að halda matar- og ferðakostnaði í lágmarki og að nota almenningssamgöngur þegar mögulegt er. Afrit af kvittunum ætti að fylgja kröfu þinni.