Skoða efni

Gjafabréf PLAY

Gefðu leikglaða gjöf sem gleður verðandi heimsborgara!

Hvernig kaupi ég gjafabréf?

Þú smellir bara hérHlekkur opnast í nýjum flipa, tilgreinir þá upphæð sem þú vilt gefa og hvort þú viljir fá gjafabréfið rafrænt eða útprentað.

Þú getur einnig keypt gjafabréf í gegnum NetgíróHlekkur opnast í nýjum flipa eða Síminn Pay appið sem má sækja bæði í Google Play Store Hlekkur opnast í nýjum flipaog App StoreHlekkur opnast í nýjum flipa.

Svo má alltaf hafa samband við þjónustuteymið hér.

Hvaða reglur gilda um gjafabréf hjá PLAY?

  • Gjafabréf gilda í fjögur ár frá útgáfudegi
  • Það þarf að bóka flug innan gildistímans
  • Það má að sjálfsögðu gefa gjafabréfið, á því er ekkert nafn, aðeins kóði

Vinsamlegast athugið að týnist gjafabréfið er inneign þess glötuð.

Hvernig nota ég gjafabréfið mitt?

Þegar komið er að greiðslusíðunni í bókunarferlinu er ýtt á „Nota gjafabréf", númer gjafabréfs (kóði) slegið inn og því næst ýtt á „Virkja“.

Heildarverðið á bókuninni á þá að lækka um þá upphæð sem er á gjafabréfinu.

Athugið að ef upphæð gjafabréfs er hærri en heildarverð bókunar þá gildir afgangurinn af upphæðinni áfram á sama gjafabréfsnúmeri og því sama gildistíma. Það þarf alltaf að setja inn kreditkortaupplýsingar til að staðfesta bókun, þó að það sé engin greiðsla.