Skoða efni

Má ég taka barnavagn/kerru með um borð?

Er barn í bókuninni? Þú getur innritað tvo hluti (t.d. barnavagn og bílstól).

 

Barnavagnar/kerrur/bílstólar

Hægt er að bóka farangursheimild fyrir barnavagna/kerrur/bílstóla handa ungbörnum og börnum endurgjaldslaust. Þú getur bætt hlutnum við bókunina í bókunarferlinu, inni á MyPLAY aðgangi þínum og við netinnritun.

Þú getur keyrt vagninn alla leið upp að hliði þar sem hann er brotinn saman og færður niður í farangursgeymslu. Athugið að kerra og barnavagn verða meðhöndluð sem innritaður farangur við komu og farþegar þurfa að sækja muninn af færibandi ásamt öðrum innrituðum farangri.