Skoða efni

Get ég breytt um farþega í bókun?

Get ég breytt um farþega í bókun?

Já – ef þú eða ferðafélagi þinn getið ekki nýtt flugmiðann er hægt að gera nafnabreytingu. Athugið að það er ekki hægt að gera þessi breytingu í gegnum MyPLAY-aðganginn svo farþegum er bent á að hafa samband við þjónustuteymið.

Við rukkum nafnabreytingargjald ásamt þjónustugjaldi fyrir að breyta um farþega í bókun. Það er ekki hægt að breyta um fargjald, þ.e.a.s. barn getur ekki ferðast í staðinn fyrir fullorðinn farþega og öfugt.

Þú getur séð þjónustugjöldin okkar hér.

Athugið að það er ekki hægt að færa bókun frá öðrum MyPLAY-aðgangi yfir á annan. Ef þú hefur bætt bókun við þinn MyPLAY-aðgang þá getur sá sem mun ferðast í þinn stað ekki bætt bókuninni við sinn aðgang.

Athugið að ef þú hefur bókað flug fram og til baka og aðeins flogið fyrri legginn eða ekki notað fyrri legginn er ekki hægt að breyta um farþega á seinni flugleggnum.