Skoða efni

Ég er með bólusetningu eða mælist með mótefni. Þarf ég líka að fara í sóttkví?

Athugið að allir þurfa að fara í skimun á landamærunum og sitja sóttkví þar til neikvæð niðurstaða fæst úr henni.

Undanskildir seinni sóttkví eru þeir ferðalangar sem:

  • Hafa staðfest með PCR-prófi eða mótefnamælingu að hafa áður fengið COVID-19.
  • Hafa gilt vottorð um fulla bólusetningu með viðurkenndu bóluefni gegn COVID-19.