Skoða efni

Eru ungbörn með farangursheimild?

Auðvitað - en þú gætir þurft að aðstoða barnið við að halda á farangrinum!

Töskur fyrir ungbörn

Innifalið í ungbarnamiða er ein lítil taska í handfarangri að hámarki 42x32x25 cm og 10 kg. Vagna, kerrur og bílstóla er svo einnig hægt að bóka fyrir ungbörn endurgjaldslaust, hámark tveir hlutir á hvert ungbarn.​ Þú getur bætt þessu við í bókunarferlinu, í gegnum MyPLAY og í netinnritun.

Það er ekki hægt að kaupa aukalega farangursheimild fyrir ungbörn.