Skoða efni

Ferðast til Kanada

eTA

Farþegar sem ferðast til Kanada undir sérstakri vegabréfsáritun verða að ferðast með svokallaða eTA heimild, eða Electronic System for Travel Authorization.

Þessi heimild þarf að vera klár í síðasta lagi 72 tímum fyrir flug.

Hægt er að sækja um þessa heimild hérHlekkur opnast í nýjum flipa.

APIS

Farþegar sem ferðast til Kanada þurfa að senda sérstakar farþegaupplýsingar í síðasta lagi 72 tímum fyrir flugið. APIS stendur fyrir Advanced Passenger Information System.

Þessar upplýsingar er hægt að setja inn í bókunina inni á MyPLAY-aðganginum.

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:

  • Vegabréfsnúmer
  • Gildistími

 

COVID-19 ferðatakmarkanir

Farþegar eru hvattir til að vera vel upplýstir áður en ferðalagið hefst.

Skoðaðu COVID-kortið okkar til að sjá hvaða reglur gilda á hverjum áfangastað vegna COVID-19. Athugið að upplýsingarnar sem kortið byggir á eru uppfærðar reglulega og því er fólki ráðlagt að skoða einnig opinberar upplýsingasíður yfirvalda á áfangastað.

 

Athugið að frá og með 5. janúar 2023 þurfa allir farþegar, 2ja ára og eldri, sem ferðast frá Kína (PRC), Hong Kong eða Macau að framvísa neikvæðu COVID-19 prófi (PCR eða hraðprófi) áður en ferðast er til Kanada. Prófið má ekki vera eldra en 48 klukkustundir. Nánari upplýsingar má nálgast hérHlekkur opnast í nýjum flipa.