Skoða efni

Hversu mikinn farangur má ég innrita?

Stundum er erfitt að pakka létt en það eru takmörk fyrir því hvað þú getur tekið mikið með þér!

Innritaður farangur

Enginn innritaður farangur er innifalinn í venjulegum flugmiða en hver farþegi getur keypt að hámarki þrjár innritaðar töskur sem fara í farangursrými vélarinnar. Innritaður farangur fæst í þremur stærðum, 20 kg, 23 kg og 32 kg og greitt er aukalega fyrir hvert kg sem fer yfir leyfilega þyngd. Athugið að engin ein taska má vera þyngri en 32 kg.

Almennar upplýsingar um innritaðan farangur

Við mælum með því að farþegar merki farangurinn sinn með tengiliðaupplýsingum eiganda (fullt nafn, netfang og símanúmer). Einnig er ráðlagt að geyma afrit af bókunarstaðfestingunni og tengiliðaupplýsingum í töskunni.

Við mælum með því að farþegar pakki ekki viðkvæmum, verðmætum eða rotgjörnum hlutum í innritaðan farangur. Þetta getur t.d. átt við um reiðufé, skartgripi, lykla, raftæki, verðmæt skjöl og/eða nauðsynleg lyf.