Skoða efni

Kynntu þér helstu útgönguleiðir!

Leyfðu þér borgarferð í haust, Black Friday verslunarferð til Bandaríkjanna í vetur, strendurnar á Spáni í næstu viku og allt þar á milli.

Borgarferðir í Evrópu frá 7.900 kr.

Berlín

Berlín er svo stappfull af sögu og menningu að hún er eins og risastór skemmtigarður fyrir lengra komna. Þessi stórborg hefur margar ólíkar hliðar, hver annarri skemmtilegri sem er dásamlegt að uppgötva á rölti um lifandi stræti Berlínarborgar.

Dublin

Dyflinn, eins og vel máli farnir Íslendingar kalla hana, er talin ein fallegasta borg heims, ekki síst fyrir gullfallegar göngugötur við árbakka, steini lögð stræti og sögufrægar byggingar.

Liverpool

Liverpool er 500.000 manna hafnarborg sem vegna ótrúlegra atburða fyrir u.þ.b. 60 árum og vinsælda ákveðinnar íþróttar er ekki lengur þekkt fyrst og fremst fyrir skipasiglingar og verslun.

London

London er ekki bara evrópsk menningar- og fjármálaborg heldur hin upprunalega stórborg, þungamiðja mannlífs og menningar sem hefur þjónað mörgum hlutverkum á ólíkum tímum. 

París

Þetta er líklega heimsins vinsælasti áfangastaður en frí í París er líkt og að vera ferðamaður í yndislegum draumi. Það er þessi draumkennda stemning sem situr eftir löngu eftir að heim er komið.

Kaupmannahöfn

Höfuðborg Danmerkur er sneisafull af óviðjafnanlegum ævintýrasjarma og gott frí í Kaupmannahöfn ætti að vera bæði afslappað og hressandi í þessari fallegu dúkkuhúsaborg.

Bandaríkin frá 17.999 kr.

Boston

Boston er gamaldags sjarmör sem kann að meta fágaða nálgun á lífið en ef þig langar bara í kaldan bjór og geggjaða pítsu í afslöppuðum félagsskap lifir sá draumur líka góðu lífi í Boston.

New York

Íbúar New York eru um 9 milljónir og árið 2019 voru gestir nærri 70 milljónir enda er þetta líklega ein líflegasta borg í heimi og Mekka allra heimsborgara með sjálfsvirðingu. 

Baltimore

Í Baltimore búa 600.000 manns í fallegri hafnarborg sem heimamenn kalla Sjarmaborgina en Baltimore hefur sannarlega sinn eigin einstaka karakter og magnaða sjarma. 

Sól á Spáni frá 10.500 kr.

Alicante

Þessi sérstaka borg á suðausturströnd Spánar er verðugur áfangastaður fyrir alla ferðalanga. Alicante er best þekkt fyrir sólríkar strendur og hressandi næturlíf en höfum það á hreinu að borgin er mun fjölbreyttari en flesta grunar.

Barcelona

Ef hugmyndin er að finna fjölbreyttan áfangastað komast fáar borgir með tærnar þar sem Barcelona hefur hælana. Þessi sólríka stórborg á austurströnd Spánar er evrópsk nútímaborg með sögulegum djásnum og dásamlegum baðströndum. 

Madríd

Höfuðborg og stærsta borg Spánar með nærri 3,5 milljón íbúa er sannkölluð paradís af sólskini, menningu, arkitektúr, listum og meiri matardýrð en meðaljón getur ímyndað sér.

Tenerife

Má bjóða þér frí í sólinni á eyju rétt utan við strendur Afríku þar sem sólin skín nánast alla daga á strendur og sumardvalarstaði með fallegum klettum og fjalllendi í bakgrunni?

Skilmálar

Auglýst verð gildir á flugi Alicante, Barcelona, Berlínar, Dublin, Kaupmannahafnar, Liverpool, London, Madríd, Parísar og Tenerife frá Keflavík þegar bókað er á flyPLAY.com.Hlekkur opnast í nýjum flipa

 

Bóka þarf fyrir miðnætti 14. október 2022.

 

Athugið að takmarkaður sætafjöldi er í boði. Auglýst verð miðast við aðra leið með sköttum fyrir einn farþega þegar bókað er flug fram og til baka á www.flyplay.comHlekkur opnast í nýjum flipa. Töskugjald er ekki innifalið.

Fyrstir koma - fyrstir fá!

 

Áfangastaðir: Alicante, Barcelona, Berlín, Dublin, Kaupmannahöfn, Liverpool, London, Madríd, París og Tenerife frá Keflavík þegar bókað er á flyPLAY.com.Hlekkur opnast í nýjum flipa

Ferðatímabil: Október - mars, 2023.

Bókunartímabil: 30. september - 14. október, 2022.

Bóka flug núna!