Skoða efni

Sérþjónusta

Hægt er að bæta við sérþjónustu á flugvelli og farangursheimild fyrir hjálpartæki bæði í bókunarferlinu á heimasíðunni og í gegnum MyPLAY aðganginn á heimasíðunni eftir að bókun hefur verið gerð.

Við biðjum farþega um að ganga frá slíkri bókun ekki seinna en 48 tímum fyrir flug.

Farþegum er frjálst að fljúga með allt að tvö ferlihjálpartæki eða hjólastóla til einkanota.

Athugið að hjálpartæki sem þörf er á um borð í fluginu teljast ekki til farangursheimildar og því er hægt að fljúga með þau farþegum að kostnaðarlausu.

Ef að þú þarft aðstoð á flugvellinum getur þú bókað hvers konar aðstoð þú þarft í bókunarferlinu eða í gegnum MyPLAY aðganginn þinn á heimasíðunni okkar.

Frekari upplýsingar um hvers konar aðstoð hentar þér best má finna hér.

Að ferðast með þjónustuhund

Við flytjum því miður engin dýr en undantekning á þeirri reglu er gerð fyrir skráða þjónustuhunda. Hundurinn þarf að vera formlega skráður þjónustuhundur (RAD) af einum af eftirfarandi samtökum:

·      Assistance Dog International - http://www.assistancedogsinternational.org

·      The International Guide Dog Federation - http://www.igdf.org.uk/closest-dog-guide-providers

Skráða þjónustuhunda þarf að bóka í flug með því að hafa samband við þjónustuteymið okkar í tölvupósti á specialassistance@flyplay að minnsta kosti 48 tímum fyrir brottför.

Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að einfalda farþegum okkar ferðalagið en bendum jafnframt á að það er alltaf ákveðið flækjustig að ferðast með dýr yfir landamæri. Á Íslandi fara t.d. allir hundar í 14 daga sóttkví við komu til landsins og nýlega hafa reglur verið hertar um flutning á þjónustuhundum til Bandaríkjanna.

Vinsamlegast athugið að það er ávallt á ábyrgð farþega að útvega öll gögn og að kynna sér lög og reglur áfangastaðarins sem gilda um að flytja dýr til landsins.

Frekari upplýsingar um dýr á ferð og flugi má nálgast hér.

Að ferðast með aðstoðarmanneskju

Farþegi má ferðast einn svo lengi sem hann/hún getur gert eftirfarandi án aðstoðar:

  • Losað sætisbelti
  • Sett á sig björgunarvesti
  • Komist að neyðarútgangi
  • Sett á sig súrefnisgrímu
  • Skilið öryggisleiðbeiningar frá áhöfn (myndrænt eða munnlega)
  • Sinnt daglegum athöfnum (borðað, drukkið, farið á klósett, o.s.frv.)

Hvorki áhöfn um borð né fylgdarþjónusta á flugvelli veita aðstoð við daglegar athafnir.

Aðstoð er veitt í flugstöðvarbyggingu og að sæti í flugvélinni ef þörf er á en ekki á salerni eða við aðrar daglegar athafnir.

Farþegi sem er ekki fær um þessar athafnir einn og óstuddur þarf að ferðast með aðstoðarmanneskju.

Áhöfn:

  • Getur ekki lyft farþega eða aðstoðað hann á salerni eða við lyfjagjöf.
  • Getur aðstoðað farþega við að undirbúa matmálstíma en getur ekki matað farþega.

Kröfur varðandi aðstoðarmanneskju:

  • Aðstoðarmanneskjan þarf að hafa náð 16 ára aldri og verður að geta veitt ofangreinda aðstoð í fluginu.
  • Hver aðstoðarmanneskja má ekki aðstoða fleiri en einn farþega í hverju flugi.

Frekari upplýsingar um sérþjónustu má nálgast hér.