Skoða efni
15. Nov 2022

PLAY til Stokkhólms og Hamborgar

Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu á flugi til Stokkhólms í Svíþjóð og Hamborgar í Þýskalandi. 

Fyrsta flug PLAY til Stokkhólms verður þann 31. mars 2023 en flogið verður fjórum sinnum í viku til Arlanda flugvallar á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum. Fyrsta flugið Hamborgar verður þann 16. maí 2023 en flogið verður þrisvar í viku, þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. 

Báðar Flugleiðir munu falla vel að leiðakerfi PLAY og munu farþegar eiga kost á því að komast á milli Bandaríkjanna og Stokkhólms eða Hamborgar.  

Stokkhólmur er einstaklega fjölskylduvæn borg þar sem allir munu finna eitthvað við sitt hæfi. Í Stokkhólmi eru fjöldi gæða veitingastaða, skemmtigarðar, ABBA-safn og sjálf konungsfjölskyldan.  

Fyrir flýgur PLAY til Berlínar í Þýskalandi en í Hamborg er hægt að gera vel við sig í mat og drykk samhliða því að kynnast magnaðri sögu þessarar öflugu hafnarborgar.  

„Með Stokkhólmi og Hamborg styrkjum við leiðakerfi PLAY enn frekar og þessar leiðir smellpassar inn í tengiflugið okkar á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Ég hef fulla trú á að viðtökurnar við þessum nýju áfangastöðum verði feykigóðar,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY.