Skoða efni
7. Mar 2023

PLAY flýgur til Glasgow

Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Glasgow í Skotlandi. Fyrsta flugið verður föstudaginn 26. maí en félagið mun fljúga fjórum sinnum í viku til Glasgow, á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum. Glasgow mun tengjast að fullu við Norður Ameríku leiðakerfi PLAY.

Flugtíminn á milli Glasgow og Íslands er einstaklega hentugur fyrir Íslendinga, en það tekur aðeins tvo klukkutíma og 25 mínútur að komast þangað með áætlunarflugi PLAY. 

Glasgow hefur í fjölda ára notið mikilla vinsælda meðal Íslendinga og er borgin í miklu uppáhaldi sem kann að meta góða veitingastaði og versla á góðum kjörum. Með tilkomu PLAY til Glasgow verður hægt að fá flug á betri kjörum til þessarar töfrandi borgar.

„Leiðakerfið okkar fyrir sumarið er stórglæsilegt og mun Glasgow styrkja það enn frekar. Við munum fljúga til hátt í fjörutíu áfangastaða sem gerir það að verkum að Íslendingar hafa úr miklu að velja til að komast á hagkvæman hátt erlendis. Glasgow styrkir þar að auki Norður Ameríku leiðakerfið okkar enn frekar sem hefur fengið frábærar viðtökur,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY.