Fréttir
Hvað er að frétta?
Hér finnur þú fréttir, fréttatilkynningar, markaðsefni og tengiliðaupplýsingar.
Ekki missa af neinu
Hvað er að gerast hjá PLAY? Hér má finna nýjustu fréttir og fréttatilkynningar
Aldrei fleiri flogið með PLAY í einum mánuði og 85% sætanýting í maí
7. júní 2023
Farþegar PLAY voru 128.894 talsins í maímánuði, sem er metfjöldi því aldrei hafa fleiri flogið með félaginu í einum mánuði. Farþegum fjölgaði um 26% á milli mánaða, en í apríl voru þeir 102.499 talsins. Sætanýtingin í maí nam 85% og 87,3% af flugferðum félagsins í maí voru á áætlun. Þessi tölfræði telst mjög jákvæð, sérstaklega í ljósi þess að maí felur iðulega í sér nokkra áskorun fyrir flugfélög.
PLAY með daglegar ferðir til eins af mikilvægustu flugvöllum Evrópu
6. júní 2023
Flugfélagið PLAY hefur sett daglegar flugferðir til Amsterdam næsta vetur í sölu. PLAY fór í sitt fyrsta áætlunarflug til Amsterdam í gær og verður með áætlunarferðir fimm sinnum í viku til borgarinnar í sumar. 29. október tekur við áætlun með daglegum ferðum sem munu falla vel að tengiflugi félagsins til áfangastaða í Norður Ameríku.
Fyrsta flug PLAY til Aþenu og áætlunin framlengd vegna mikillar eftirspurnar
2. júní 2023
Flugfélagið PLAY fór sitt fyrsta flug til Aþenu, höfuðborgar Grikklands,í morgun. Þar með er í fyrsta skipti hafið beint áætlunarflug á milli Íslands og Aþenu. Til stóð að áætlunin myndi ná frá júní og út október en vegna mikillar eftirspurnar eftir ferðum með PLAY til Aþenu var ákveðið að framlengja hana til janúar 2024.
Farþegafjöldi í apríl þrefaldaðist á milli ára og sætanýting var 80,8%
8. maí 2023
Farþegum PLAY fjölgaði mikið í apríl og voru 102.499 talsins, samanborið við 86.661 farþega í mars. Sætanýtingin nam 80,8 prósentum. Hér er um að ræða verulegan vöxt frá sama tíma í fyrra, þegar farþegar voru 36.669 og sætanýtingin 72,4%. Farþegafjöldinn sem næst þrefaldaðist á milli ára.
Áldósir loksins flokkaðar um borð hjá PLAY
5. maí 2023
Flugfélagið PLAY hefur hafið flokkun á áldósum um borð í flugvélum sínum. Breytingar á verkferlum um borð tóku gildi í lok apríl en með tilkomu nýrra regla frá Umhverfisstofnun og Matvælastofnun var flugfélögum loks gert kleift að flokka um borð. PLAY hafði hvatt yfirvöld til að breyta regluverkinu frá upphafi rekstrar þannig að flugfélög gætu flokkað sorp sem fellur til í flugi.
PLAY flýgur til tveggja draumastaða næsta vetur
4. maí 2023
Flugfélagið PLAY hefur hafið sölu á áætlunarferðum til Verona á Ítalíu og Fuerteventura á Kanaríeyjum.
Fyrsta flugið til Verona verður 20. janúar árið 2024 en flogið verður einu sinni í viku á laugardögum til 24. febrúar.
Fyrsta flugið til Fuerteventura verður 20. desember næstkomandi en áætlunin mun ná fram yfir páska 2024, eða til 3. apríl.
Öflugur tekjuvöxtur, heilbrigð lausafjárstaða og sterk bókunarstaða
27. apríl 2023
- PLAY flutti 212 þúsund farþega á fyrsta ársfjórðungi 2023 og sætanýting var 78,4%.
- Flugreksturinn gekk mjög vel á fyrsta ársfjórðungi og stundvísi mældist 85,5%, talsvert betri en tíðkast hjá samkeppnisaðilum.
- Tekjur á fyrsta ársfjórðungi námu 32,7 milljónum bandaríkjadala, samanborið við 9,6 milljónir bandaríkjadala á sama tímabili í fyrra.
80,6% sætanýting, 86.661 farþegar, metsala og öflugur tekjuvöxtur
11. apríl 2023
PLAY flutti 86.661 farþega í marsmánuði og sætanýting félagsins nam 80,6%. Sætanýting var 67% og félagið flaug með 23.700 farþega. Farþegafjöldinn hefur því þrefaldast á milli ára sem er skýrt merki um góðan vöxt í rekstri félagsins.
Arnar Már aftur í framkvæmdastjórn PLAY
30. mars 2023
Arnar Már Magnússon, flugstjóri og einn af stofnendum PLAY, mun senn taka aftur við sem framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs félagsins. Arnar var framkvæmdastjóri sviðsins þar til fyrir rúmu ári þegar hann ákvað að setjast aftur í flugstjórasætið í fullu starfi.
PLAY snýr aftur á einn mikilvægasta flugvöll Evrópu
22. mars 2023
Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Schiphol-flugvallar í sumar. Fyrsta flug PLAY til Amsterdam verður 5. júní en flogið verður allt að fimm sinnum í viku út október. Áætlunarferðir PLAY verða á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum.
PLAY flýgur til Glasgow
07. mars 2023
Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Glasgow í Skotlandi. Fyrsta flugið verður föstudaginn 26. maí en félagið mun fljúga fjórum sinnum í viku til Glasgow, á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum. Glasgow mun tengjast að fullu við Norður Ameríku leiðakerfi PLAY.
Annar metsölumánuður, 76,9% sætanýting og umtalsverð tekjuaukning
07. mars 2023
PLAY flutti 63.949 farþega í febrúar 2023. Sætanýting félagsins var 76,9%. 31% af farþegum PLAY í febrúar ferðuðust frá Íslandi, 37% til Íslands og 32% voru tengifarþegar. Stundvísi PLAY í febrúar var 84.3%.
Adrian Keating bætist við lykilstjórnendahóp PLAY
02. mars 2023
Adrian Keating hefur verið ráðinn yfirmaður sölu- og markaðsmála (Executive Director Sales- and Marketing) hjá PLAY og bætist við lykilstjórendahóp félagsins. Hann hóf störf þann 1. mars. Adrian er með yfir 20 ára reynslu úr alþjóðlega fluggeiranum og hefur starfað fyrir þekktustu vörumerkin í geiranum við góðan orðstír.
Ár mikilvægra fjárfestinga: PLAY velti 20 milljörðum í fyrra, afkoma var neikvæð en tekjuvöxtur öflugur
15. febrúar 2023
Sætanýtingin efldist til muna og góður tekjuvöxtur einkenndi árið 2022 hjá PLAY. Sætanýtingin nam 79,7% á árinu í heild og 80,3% á síðasta ársfjórðungnum. Á árinu 2022 flutti PLAY 789 þúsund farþega. PLAY spáir því að farþegar verði á bilinu 1,5 – 1,7 milljónir á árinu 2023 og að rekstrarhagnaður (EBIT) verði á árinu.
Feneyjar
9. janúar 2023
Flugfélagið PLAY mun fljúga til Feneyja á Ítalíu í sumar. Fyrsta flugið verður 29. júní og mun áætlunin standa út september. Flogið verður tvisvar í viku á fimmtudögum og sunnudögum. PLAY flaug einnig til Bologna síðasta sumar og var borgin á meðal vinsælustu áfangastaða PLAY í fyrra. Þessar miklar vinsældir urðu til þess að PLAY mun að sjálfsögðu bjóða upp á Bologna í leiðakerfi sínu í sumar og bætir þar að auki við sig einni vinsælustu borg Ítalíu, Fenyjum.
62 þúsund farþegar, 77% sætanýting og sölumet slegið í janúar
7. janúar 2023
PLAY flutti 61.798 farþega í desember sem er fimmfalt á við farþegafjölda á sama tíma á síðasta ári. Sætanýting var 76,8%. Þessar tölur eru mjög ásættanlegar fyrir janúarmánuð í fluggeiranum og ótvíræður vitnisburður um skilvirkt leiðakerfi og góðan árangur í sölu- og markaðsmálum.
PLAY í fyrsta sæti í ánægju flugfarþega
13. janúar 2023
Flugfélagið PLAY vann Íslensku ánægjuvogina í sínum flokki í dag. Félagið átti mjúka lendingu beint í fyrsta sæti á íslenskum flugmarkaði og orð fá vart lýst hve þakklát við erum viðskiptavinum okkar. Ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og framkvæmdin er í höndum Prósent. Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækjum í té mælingar á ánægju viðskiptavina.
PLAY stækkar markaðssvæði sitt í Norður-Ameríku og tekur á loft til Kanada
10. janúar 2023
Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu á flugsætum til Toronto í Kanada en áætlunarflug þangað hefst þann 22. júní. Flogið verður alla daga vikunnar á Hamilton International flugvöll. Boðið veður upp á frábærar tengingar við 15 áfangastaði PLAY í Evrópu.
Fjórði hver farþegi frá Íslandi árið 2022 flaug út með PLAY og félagið skaraði fram úr í sætanýtingu í desember
9. janúar 2023
Flugfélagið PLAY flutti 74.620 farþega í desember 2022 sem eru fjórum sinnum fleiri farþegar en í desember 2021. Sætanýting félagsins í desember var 82,8% miðað við 79,1% í nóvember. London, París og Kanaríeyjar nutu sérstaklega mikilla vinsælda í mánuðinum og var sætanýting á þeim áfangastöðum um 90%.
PLAY breiðir verulega úr sér í Danmörku og tryggir lykilborg í Þýskalandi
5. janúar 2023
PLAY færir áfram út kvíarnar og hefur nú bætt við fjórum áfangastöðum. Þar er um að ræða dönsku borgirnar Álaborg, Árósa og Billund. Í Þýskalandi bætist við hin mikla viðskiptamiðstöð Düsseldorf. Nýju áfangastaðirnir falla allir vel að tengiflugsleiðakerfi PLAY til áfangastaða í Norður-Ameríku sem eru New York, Boston, Washington og Baltimore.
PLAY innleiðir lausn frá MOST
12. desember 2022
Flugfélagið PLAY hefur samið við bandaríska fyrirtækið MOST um að skaffa flugfélaginu smásölu- og greiðslulausn um borð í vélum PLAY. Þar á meðal er hugbúnaður, vélbúnaður og greiðslugátt. Með lausninni frá MOST munu flugliðar geta tekið við greiðslum frá farþegum á fljótlegan og auðveldan hátt á meðan á fluginu stendur.
79 % sætanýting í nóvember og PLAY aldrei verið stundvísara
07. desember 2022
PLAY flutti 75.396 farþega í nóvember 2022 sem er meira en fjórum sinnum hærri tala en í nóvember í fyrra. Sætanýting í nóvember var 79,1% en hún var 81,9% í október. Flugferðir til London, Paris og Tenerife nutu mikilla vinsælda með um 90% sætanýtingu.
PLAY til Varsjár
2. desember 2022
Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu á áætlunarflugi til Varsjár, höfuðborgar Póllands.
Fyrsta flugið verður 3. apríl 2023 en flogið verður tvisvar í viku fram til loka októbers 2023.
PLAY valið besta nýja flugfélagið
2. desember 2022
PLAY hefur verið valið besta nýja flugfélagið (start-up of the year) af CAPA (Center for Aviation) sem eru alþjóðleg samtök um flugmál. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Gíbraltar í kvöld en Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, er á staðnum og veitti þeim viðtöku.
92 þúsund farþegar og 81,9% stundvísi í október
7. nóvember 2022
PLAY flutti 91.940 farþegar í október og sætanýting var 81,9% samborið við 81,5% í september. Um 35 % voru farþegar á leið frá Íslandi, 28,5% voru farþegar á leið til Ílsnad og 36,3% voru tengifarþegar (VIA).
PLAY til Stokkhólms og Hamborgar
7. nóvember 2022
Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu á flugi til Stokkhólms í Svíþjóð og Hamborgar í Þýskalandi.
Fyrsta flug PLAY til Stokkhólms verður þann 31. mars 2023 en flogið verður fjórum sinnum í viku til Arlanda flugvallar á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum.
Fly Play hf.: Undirritun áskriftarsamninga
3. nóvember 2022
Stjórn Fly Play hefur safnað bindandi áskriftarloforðum að nýju hlutafé í félaginu með samningum við fjárfesta.
Áskriftirnar eru fyrir 157.534.247 hlutum að nafnverði og er útgáfugengið á hvern hlut kr. 14,6.
Rekstrarhagnaður af rekstri PLAY í fyrsta sinn
3. nóvember 2022
Rekstrarhagnaður PLAY af starfsemi á þriðja ársfjórðungi ársins 2022 nam 1,3 milljónum bandaríkjadala og sætanýtingin var um 85%. Farþegar félagsins voru um 311 þúsund talsins. Reiknað er með um 800 þúsund farþegum árið 2022 og 1,5 til 1,7 milljón farþegum árið 2023. PLAY spáir veltu upp á 310 til 330 milljónir bandaríkjadala árið 2023.
PLAY til Aþenu
19. október 2022
Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Aþenu (Athens International Airport), höfuðborgar Grikklands. Fyrsta ferðin verður farin 2. júní 2023 en flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, út október 2023. Þetta verður í fyrsta sinn sem flugfélag er með beint áætlunarflug á milli Íslands og Aþenu.
Ólafur Þór ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs PLAY
11. október 2022
Ólafur Þór Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs PLAY. Hann tekur við starfinu af Þóru Eggertsdóttur og hefur störf í byrjun nóvember.
Góð sætanýting og 92 þúsund farþegar í september
7. október 2022
PLAY flutti 92.181 farþega í september en það eru færri farþegar en í ágúst þegar PLAY flutti 109,956 farþega. Sætanýting í september var 81,5% miðað við 86,9% í ágúst og 87,9% í júlí.
PLAY til Porto
6. október 2022
Flugfélagið PLAY hefur hafið sölu á áætlunarferðum til borgarinnar Porto í Portúgal. Fyrsta flugið verður fimmtudaginn 6. apríl (skírdag) 2023. Flogið verður tvisvar í viku fram í lok október 2023.
Um 109 þúsund farþegar og 86,9% sætanýting
7. Sep 2022
PLAY flutti 108.622 farþega í ágúst. Það er sambærilegur fjöldi farþega og í júlí þegar 109.937 farþegar flugu með PLAY. Sætanýting í ágúst nam 86,9 prósentum samanborið við 87,9 prósent í júlí og 79,2 prósent í júní.
PLAY auglýsir eftir 150 flugliðum og 55 flugmönnum
1. september 2022
PLAY leitar nú að um 150 flugliðum fyrir næsta vor, bæði í framtíðar- og sumarstörf. Þá leitar félagið einnig að 55 flugmönnum, bæði með og án reynslu.
PLAY til Washington Dulles
23. ágúst 2022
PLAY hefur hafið miðasölu á flugi til flugvallarins Dulles Washington (Dulles International Airport) í Bandaríkjunum.
PLAY spáir 800 þúsund farþegum í ár og 20 milljörðum króna í veltu
22. ágúst 2022
PLAY gerir ráð fyrir að farþegar félagsins verði um 800 þúsund árið 2022. Þá gera áætlanir PLAY ráð fyrir um 20 milljörðum íslenskra króna í veltu í ár, á fyrsta heila starfsári félagsins.
Metmánuður hjá PLAY sem flutti 110.000 farþega með 87,9 % sætanýtingu
8. ágúst 2022
PLAY flutti 109.937 farþega í júlí, sem er 25 prósenta aukning frá mánuðinum áður þegar 87.932 farþegar flugu með PLAY.
Eldgos er hafið - Engin röskun á flugi
3. ágúst 2022
Eldgos hófst í dag, 3. ágúst, 2022 í Fagradalsfjalli. Engin hætta stafar af gosinu sem kemur úr hraunbreiðunni sem rann í gosinu 2021.
79,2% sætanýting, nærri níutíu þúsund farþegar og ört lækkandi einingakostnaður
7. júlí 2022
PLAY flutti 87.932 farþega í júní, sem er 55% aukning frá mánuðinum á undan, þegar 56.601 farþegar voru fluttir. Það er til marks um mikinn vöxt að þessi fjöldi jafnast nánast á við heildarfjölda farþega ársins 2021 á fyrstu sex mánuðum starfseminnar.
Breytingar á stjórnendateymi PLAY samhliða auknum umsvifum
24. júní 2022
Sonja Arnórsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs PLAY. Sonja tekur við sem framkvæmdastjóri sviðsins af Georgi Haraldssyni sem verður framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs.
PLAY fagnar ári í háloftunum
24. júní 2022
Í dag er eitt ár frá fyrstu flugferð PLAY og fleiri en 320.000 manns hafa nú flogið með félaginu. Jómfrúarferðin var til London þann 24. júní árið 2021. Í rúmt eitt og hálft ár fyrir þann dag hafði starfsfólk PLAY lagt nótt við dag við að undirbúa þennan stóra áfanga.
Fyrsta flug PLAY til New York
10. júní 2022
Flugfélagið PLAY fór sitt fyrsta flug til New York Stewart alþjóðaflugvallarins í Bandaríkjunum í gær. Framvegis býður PLAY upp á daglegt flug frá New York Stewart en félagið verður það eina sem stundar millilandaflug til og frá vellinum sem er fagnaðarefni fyrir þær milljónir íbúa sem búa á svæðinu.
PLAY hlaut viðurkenningu fyrir Sjálfbærniskýrslu ársins
7. júní 2022
PLAY hlaut í dag viðurkenningu fyrir Sjálfbærniskýrslu ársins. Viðurkenninguna veittu Festa, Stjórnvísir og Viðskiptaráð Íslands. Viðurkenning sem þessi er virkilega hvetjandi og staðfestir mikilvægi þess að félagið hafi byggt upp trausta sjálfbærnistefnu frá upphafi rekstrar.
Meira en helmingi fleiri farþegar með PLAY annan mánuðinn í röð
7. júní 2022
PLAY flutti 56.601 farþega í maí sem eru 58% aukning frá aprílmánuði þegar PLAY flutti 36.669 farþega. Farþegafjöldinn í maí var nærri jafnmikill og í janúar, febrúar og mars samanlagt eða á fyrsta ársfjórðungi 2022. Sætanýting í maí var um 70%.
Sterk bókunarstaða, hækkandi tekjur og lækkandi kostnaður
24. maí 2022
Á fyrsta ársfjórðungi var helsta áherslan á að skala starfsemina upp í aðdraganda sumaráætlunarinnar og tengiflugsleiðakerfisins og þetta fól í sér að ráða og þjálfa nýtt starfsfólk, hefja starfsemi á fimmtán nýjum flugvöllum og að bæta við flotann.
Sandra Dís flýgur frítt með PLAY í heilt ár
19. maí 2022
Sandra Dís Sigurðardóttir mun fljúga frítt á alla áfangastaði PLAY, sem eru 25 talsins, í heilt ár. Sandra Dís var dregin úr tíu þúsund manna hópi sem tók þátt í Borgarkosningum PLAY um liðna helgi.
Ferðalangar geta nú bókað tengiflug með PLAY og spænska flugfélaginu Vueling
28. apríl 2022
PLAY hefur gert samstarfssamning við spænska flugfélagið Vueling. Með samningnum verður félagið aðili að stafrænni bókunarþjónustu Vueling, Vueling Global, sem byggir á bókunarkerfi Dohop.
Fyrsta flug PLAY til Bandaríkjanna
20. apríl 2022
Þáttaskil urðu í rekstri flugfélagsins PLAY í dag þegar fyrsta fyrsta áætlunarferðin var farin vestur um haf til Bandaríkjanna. Áfangastaðurinn var Baltimore/Washington International-flugvöllurinn en framvegis verður flogið þangað daglega.
Farþegum PLAY fjölgaði um 20% í mars
7. apríl 2022
PLAY flutti 23.677 farþega í mars sem er 20% aukning frá fyrri mánuði þegar farþegafjöldinn var 19.686. Sætanýting í mars var 66.9%. Félagið hefur væntingar um að sætanýting aukist á næstu mánuðum enda fyrirséð að tengiflug yfir Atlantshaf, sem hefst í mánuðinum, muni styrkja stöðuna til muna.
Ársskýrsla PLAY fyrir árið 2021
5. apríl 2022
Ársskýrsla PLAY hf. fyrir árið 2021 hefur verið birt í tengslum við aðalfund félagsins sem verður haldinn miðvikudaginn 6. mars 2022 klukkan 16:00 í Iðnó.
PLAY flýgur til Liverpool og Genfar
5. apríl 2022
Flugfélagið PLAY hefur bætt Liverpool í Englandi og Genf í Sviss við áætlun sína fyrir veturinn 2022 til 2023.
Guðbergur til PLAY
28. mars 2022
Guðbergur Ólafsson hefur verið ráðinn sem forstöðumaður flugþjónustu hjá PLAY. Guðbergur mun bera ábyrgð á allri flugtengdri þjónustu, svo sem samskiptum við samstarfsaðila á flugvöllum sem félagið flýgur til.
Farþegar PLAY geta nú kolefnisjafnað flug sitt
31. mars 2022
Viðskiptavinir PLAY geta nú kolefnisjafnað flug sitt með lausnum sem fjarlægja kolefni úr andrúmsloftinu. Þetta er einn liður í sjálfbærni vegferð PLAY.
PLAY gerir ráð fyrir rekstrarhagnaði á seinni hluta ársins
16. mars 2022
Flugfélagið PLAY gerir ráð fyrir rekstrarhagnaði á síðari hluta ársins 2022 þrátt fyrir krefjandi rekstrarumhverfi. Bókunarstaðan hefur verið sterk að undanförnu nú þegar mikil uppsöfnuð eftirspurn er leyst úr læðingi við afnám sóttvarnatakmarkana víða um heim.
Tilkynning um aðalfund Fly Play hf.
11. mars 2022
Aðalfundur Fly Play hf. verður haldinn miðvikudaginn 6. apríl 2022 kl. 16:00 í Iðnó, menningarhúsi við Tjörnina, Vonarstræti 3, 101 Reykjavík.
Stóraukin sætanýting hjá PLAY!
4. mars 2022
PLAY flutti 19.686 farþega í febrúar og sætanýting var 67,1%, samanborið við 55,7% í janúar. Mikill fjöldi kórónuveirusmita í lok síðasta árs hafði þau áhrif að PLAY þurfti að aðlaga flugáætlun sína í janúar og febrúar. Félagið hefur væntingar um að sætanýting aukist á næstu mánuðum.
Breyting á stjórnendateymi PLAY
4. mars 2022
Guðni Ingólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs PLAY. Guðni tekur við sem framkvæmdastjóri af Arnari Má Magnússyni, einum af stofnendum PLAY. Auk þess að vera með mikla reynslu af flugrekstri er Arnar flugmaður og hefur hann ákveðið að setjast aftur í flugstjórasætið og fara að fljúga í fullu starfi. Arnar mun þó áfram sinna flugrekstrartengdum verkefnum hjá fyrirtækinu.
PLAY til Orlando
23. febrúar 2022
Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu á flugi til Orlando í Bandaríkjunum. Fyrsta flug PLAY til Orlando verður þann 30. september og verður flogið þangað þrisvar í viku. Flogið verður til Orlando International flugvallar á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.
Anna Fríða til liðs við PLAY
10. febrúar 2022
Anna Fríða Gísladóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu PLAY. Hún mun leiða markaðsstarf PLAY og fara fyrir áframhaldandi uppbyggingu á ásýnd félagsins sem hefur verið miklu flugi undanfarna mánuði.
Aukin sætanýting og miðasala til Ameríku fer vel af stað
7. febrúar 2022
PLAY flutti 13.488 farþega í janúar og sætanýting var 55,7%, samanborið við 53,2% í desember. Mikill fjöldi kórónuveirusmita á síðustu mánuðum hefur setti hik í markaðinn og félagið aðlagaði flugáætlun sína í janúar í samræmi við það.
PLAY opnar ódýrustu leiðina á milli New York og Evrópu
1. febrúar 2022
Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu á flugi til New York í Bandaríkjunum. Fyrsta flug PLAY til New York verður þann 9. júní og boðið verður upp á daglegt flug. PLAY mun fljúga til New York Stewart International flugvallar og verður eina flugfélagið með millilandaflug til og frá vellinum en það er mikið fagnaðarefni fyrir þær milljónir íbúa sem búa á svæðinu.
Yfir 100.000 flugu með PLAY á hálfu ári
7. janúar 2022
101.053 farþegar flugu með PLAY í yfir þúsund flugferðum á fyrstu sex mánuðum félagsins í rekstri. Sætanýting á tímabilinu var 53,2% sem verður að teljast góður árangur í ljósi mjög krefjandi aðstæðna vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og í samanburði við önnur nýstofnuð flugfélög í Evrópu og Norður-Ameríku.
PLAY til Boston og Washington D.C.
16. desember 2021
Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu á flugi til Boston og Washington D.C. í Bandaríkjunum. Fyrsta flug PLAY til Washington verður 20. apríl á næsta ári og 11. maí til Boston. PLAY mun fljúga til Logan flugvallar í Boston og Baltimore/Washington International flugvallar á milli Baltimore og Washington D.C.
Ný bókunarvél PLAY
15. desember 2021
PLAY hefur sett í loftið nýja bókunarvél sem er fyrsti áfangi í metnaðarfullri stafrænni vegferð félagsins. Verkefnið var unnið í samstarfi við upplýsingatæknifyrirtækið AviLabs og vefhönnunarfyrirtækið Mito Digital.
Annar besti mánuður PLAY frá upphafi rekstrar og sterk bókunarstaða til lengri tíma
7. desember 2021
PLAY flutti 16.689 farþega í nóvember og sætanýting var 58,3%, samanborið við 67,7% í október. Þróunin í nóvember var mjög jákvæð þar til ný bylgja kórónuveirunnar skall á hér á landi og í Evrópu um miðjan mánuðinn sem hafði áhrif á eftirspurn.
PLAY bætir Dyflinn, Madríd og Brussel við leiðakerfið
2. desember 2021
Flugfélagið PLAY hefur bætt þremur áfangastöðum í Evrópu við áætlun sína, Dyflinn á Írlandi, Madríd á Spáni og Brussel í Belgíu.
Ný flugvél bætist í flota PLAY beint frá Airbus
24. nóvember 2021
PLAY fékk nýjustu flugvél félagsins, TF-PPA, afhenta í gær, beint frá framleiðandanum Airbus. Vélin var afhent við hátíðlega athöfn í verksmiðju Airbus í Hamburg í Þýskalandi.
PLAY hefur undirritað samning um leigu á tveimur nýjum flugvélum
18. nóvember 2021
PLAY hefur undirritað samning við alþjóðlega flugvélaleigusalann China Aircraft Leasing Company (CALC) um leigu á tveimur A320neo flugvélum. Vélarnar verða afhentar PLAY í næstu viku og verða í kjölfarið málaðar og aðlagaðar að þörfum félagsins.
Fjórir nýir áfangastaðir í sumaráætlun PLAY
10. nóvember 2021
Flugfélagið PLAY hefur bætt fjórum áfangastöðum í Evrópu við áætlun sína, Lissabon í Portúgal, Prag í Tékklandi, Bologna á Ítalíu og Stuttgart í Þýskalandi.
Hraustlegur vöxtur í sætanýtingu og PLAY opnar útibú í Litháen
4. nóvember 2021
Á þriðja ársfjórðungi einblíndi PLAY á uppbyggingu rekstrar með öryggi og velgengni að leiðarljósi. Í júlí var sætanýting 41,7% þegar PLAY flutti 9.899 farþega sinn fyrsta heila mánuð í háloftunum.
Lilja ráðin til PLAY
1. nóvember 2021
Lilja Pálsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður fjárog áhættustýringar hjá PLAY. Lilja verður hluti af stjórnendateymi fjármálasviðs PLAY og mun bera ábyrgð á daglegum rekstri fjár- og áhættustýringar.
Rakel Eva ráðin forstöðumaður sjálfbærni- og samfélagsábyrgðar hjá PLAY
25. október 2021
Rakel Eva Sævarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður sjálfbærni- og samfélagsábyrgðar hjá PLAY. Í því starfi mun hún móta og innleiða sjálfbærnistefnu félagsins ásamt því að skilgreina sjálfbærnitengd markmið þess sem snúa að umhverfismálum, félagslegum þáttum, stjórnarháttum og öðrum rekstrarlegum þáttum. Rakel Eva tekur til starfa í byrjun nóvember.
PLAY hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA
15. október 2021
LAY hlaut fyrir helgi viðurkenningu Jafnvægisvogar Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) árið 2021. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni á vegum FKA og miðar verkefnið að því að jafna hlutföll kynjanna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja.
Þrír nýir áfangastaðir hjá PLAY
12. október 2021
Flugfélagið PLAY hefur bætt þremur áfangastöðum í Skandinavíu við sumaráætlun sína. Um er að ræða Stafangur og Þrándheim í Noregi ásamt Gautaborg í Svíþjóð.
Aukin eftirspurn og nýir áfangastaðir
7. október 2021
PLAY flutti 15.223 farþega í september. Sætanýting var 52,1% samanborið við 46% í ágúst. Betri sætanýting endurspeglar aðlögun félagsins á framboði í flugáætlun í september og aukna eftirspurn.
PLAY auglýsir eftir hundrað flugliðum
28. september 2021
PLAY leitar nú að um hundrað flugliðum til starfa fyrir næsta vor, bæði í framtíðar- og sumarstörf. Jafnframt stendur til að auglýsa eftir um fimmtíu flugmönnum í næstu viku. Um er að ræða stærstu ráðningu félagsins í einu vetfangi en með þessu tvöfaldast fjöldi starfsmanna PLAY.
Tatiana Shirokova gengur til liðs við PLAY sem forstöðumaður sölusviðs
23. september 2021
Tatiana Shirokova hefur verið ráðin forstöðumaður sölusviðs PLAY og mun hún bera ábyrgð á sölu- og dreifingarmálum félagsins. Sölusvið er hluti af sölu- og markaðssviði og tekur Tatiana til starfa þann 1. október.
PLAY bætir við Amsterdam í vetraráætlun
23. september 2021
Flugfélagið PLAY hefur bætt Amsterdam í Hollandi við vetraráætlun sína. Flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, frá og með 3. desember.
PLAY hefur undirritað samning um leigu á fjórum nýjum flugvélum
21. september 2021
PLAY hefur undirritað samning við alþjóðlega flugvélaleigusalann GECAS um leigu á þremur A320neo flugvélum og einni A321NX flugvél. Vélarnar verða afhentar frá hausti 2022 til vors 2023.
PLAY aftur stundvísasta flugfélagið
7. september 2021
PLAY var stundvísasta félagið á Keflavíkurflugvelli í ágúst, annan mánuðinn í röð, með 98% flugferða á réttum tíma.
PLAY sækir um leyfi til farþegaflutninga til Bandaríkjanna
23. ágúst 2021
PLAY hefur lagt inn umsókn til bandarískra flugmálayfirvalda um heimild til farþegaflutninga til og frá landinu. Stefnt er að því að hefja flug til Bandaríkjanna næsta vor.
Fyrsti mánuður PLAY á flugi gekk mjög vel
9. ágúst 2021
Árangur PLAY í júlí, fyrsta mánuðinum í fullum rekstri félagsins, var mjög góður miðað við stöðuna á markaði og það að félagið er rétt að hefja starfsemi sína. Stærsta markmið PLAY var að hefja flugrekstur sinn með faglegum hætti, veita örugga og góða þjónustu og tryggja ánægju viðskiptavina sinna.
Jóhann Pétur Harðarson ráðinn lögfræðingur PLAY
6. ágúst 2021
Jóhann Pétur Harðarson hefur verið ráðinn lögfræðingur PLAY. Hann mun bera ábyrgð á greiningu og úrlausn lögfræðilegra álitamála og sinna ráðgjöf og upplýsingagjöf til stjórnenda og stoðsviða. Þá verður hann regluvörður félagsins. Hann hóf störf í júlí.
Steinar Þór ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá PLAY
1. júlí 2021
Steinar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu PLAY. Steinar hefur störf í dag, 1. júlí.
Steinar Þór kemur til PLAY frá Viðskiptaráði Íslands en áður starfaði hann sem markaðsstjóri Skeljungs og stýrði stafrænni markaðssetningu hjá N1.
Neikvætt COVID-19 próf forsenda þess að farþegar á leið til Íslands fari um borð hjá PLAY
28. júlí 2021
Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun PLAY ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt COVID-19 próf við innritun.
Áttföld eftirspurn í hlutafjárútboði Fly Play hf.
25. júní 2021
Mikil eftirspurn var í hlutafjárútboði Play sem lauk klukkan 16.00 í dag, föstudaginn 25. júní 2021. Í dag kl. 16 lauk hlutafjárútboði á alls 221.906.800 nýjum hlutum í Fly Play hf sem nemur um 4,3 milljörðum króna.
PLAY kynnir einkennisfatnað flugfélagsins
8. júní 2021
Það er óhætt að segja að einkennisfatnaður PLAY boði breytta tíma í ásýnd áhafna. Hönnuðirnir eru Gunni Hilmars og Kolbrún Petrea Gunnars sem skiluðu af sér frábærri línu í anda fyrirtækisins.
Meðfylgjandi er sýnishorn af dýrðinni en áhafnarmeðlimir sýndu áður óþekkta takta með karatespörkum og jógapósum í myndatökunni enda ekkert sem hélt aftur af þeim.
Salan er hafin hjá PLAY
18. maí 2021
PLAY hóf sölu farmiða snemma í morgun og hefur aðsókn verið mikil á vefsíðu flugfélagsins. Fyrstu sjö áfangastaðir PLAY eru Alicante, Barcelona, Berlín, Kaupmannahöfn, London, París og Tenerife. Núverandi flugáætlun gildir út apríl 2022. Fyrsta flug félagsins verður til London Stansted 24. júní.
PLAY fær flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu
16. maí 2021
„Undanfarnar vikur hefur flugvirki á vegum PLAY verið í Houston til að undirbúa vélina til afhendingar fyrir okkur en í vikunni bættust í hópinn fleiri flugvirkjar, áhöfn og fulltrúar Samgöngustofu til að taka vélina út fyrir íslenska skráningu sem lauk svo seint í gærkvöldi, á íslenskum tíma, með flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu en Arnar Már Magnússon, einn stofnenda PLAY og framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs, hefur haft veg og vanda að ferlinu undanfarna mánuði,“ segir Birgir Jónsson forstjóri PLAY.
Þóra til liðs við framkvæmdastjórn PLAY
10. maí 2021
Þóra Eggertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs PLAY.
Í starfi sínu mun hún bera ábyrgð á að byggja upp fjármálasvið félagsins sem og að leiða skráningu PLAY á Nasdaq First North Iceland markaðinn. Þóra kemur frá Icelandair og tekur til starfa á næstu dögum.
Georg til liðs við framkvæmdastjórn PLAY
6. maí 2021
Georg Haraldsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sölu- og Markaðssviðs PLAY. Í starfi sínu ber hann ábyrgð á tekjumótun félagsins, þar með talið tekjustýringu, sölu, dreifingu markaðsmálum, almannatengslum og hliðartekjum, auk þjónustustefnu, þjónustumenningu, stafrænni þróun og hagnýtingu í upplýsingatækni. Georg tekur til starfa á næstu vikum.
Stíllinn okkar
Hér má m.a. nálgast vörumerki okkar, myndir af flugvélum, myndir af starfsmönnum og skipurit. Öll notkun á merkjum og efni PLAY er óheimil án leyfis frá pr@flyplay.comHlekkur opnast í nýjum flipa.
Tengiliðir
Director Communications
Nadine Guðrún Yaghi
Fyrirspurnir frá fjölmiðlum
Fjölmiðlafulltrúar okkar eru til þjónustu reiðubúnir. Sendið línu á pr@flyplay.comHlekkur opnast í nýjum flipa.
Athugið að PR svarar aðeins fjölmiðlatengdum spurningum.