Skoða efni
21. Jun 2022

Ómissandi sögufrægir staðir í Prag

Prague Lake Trees City View

Ert þú á leiðinni til Prag? Frábært! Prag er sérstaklega góður valkostur fyrir þá sem vilja ódýran áfangastað og hér eru stórbrotnir sjónásar hvert sem augað lítur. Við mælum sérstaklega með Prag á haustin þegar laufin breyta um lit og göturnar verða þaktar fallegum haustlitum.

Það er nóg af verðugu myndefni fyrir Instagram-reikninginn í þessari borg en þegar búið er að skoða flestu stærstu ferðamannastaðina eru nokkrir sögufrægir áfangastaðir í borginni sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Ef þú ert á röltinu í Prag, skaltu kíkja á þessi sögulegu kennileiti.

Fyrir bókaormana: Styttan af Franz Kafka

Prag er ein af fáum borgum í heimi sem reisir styttur og minnisvarða um skáld og rithöfunda. Á meðan margar stórborgir gera stríðshetjur og forseta ódauðleg setur Prag rithöfundana sína á stalla.

Ef þú ert bókaormur eða lestrarhestur þá hefur þú án efa heyrt um Franz Kafka. Hann skrifaði t.d. bókina Umskiptin og af honum er dregið lýsingarorðið „kafkaeskt“ sem lýsir óþarflega flóknum skrifræðisferlum.

Áhrif hans á bókmenntasöguna eru víðtæk og Tékkar eru mjög stoltir af honum. Styttur af honum má finna á tveimur stöðum í Prag en sú sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara er hreyfanlega styttan af andliti hans í miðju borgarinnar.

Það má einnig finna bókabúðir, gallerí og jafnvel hótel í Prag sem eru tileinkuð sögu Franz Kafka. Áhrif hans voru gríðarleg og Prag er algjört Mekka fyrir alla Kafka-aðdáendur.

Prague Franz Head Sculpture
Prague Terezin Extermination Camp

Fyrir sagnfræðingana: Terezin útrýmingarbúðirnar

Þeir sem eru harðir af sér og hafa djúpstæðan áhuga á sögu Helfararinnar ættu að íhuga að heimsækja þennan sögufræga stað. Terezin var viðkomustaður gyðinga áður en þeir voru sendir í aðrar útrýmingarbúðir á borð við Auschwitz.

Hér er líka að finna gyðingakirkjugarð ásamt minnisvarða um þá sem létu lífið. Hægt er að bóka leiðsögn um Terezin-búðirnar og læra meira um það hvernig nasistar földu ódæðisverkin sem áttu sér stað hér. Í búðunum hafa vistarverur gyðinga verið endurgerðar svo ferðamenn geti séð raunsæja útgáfu af lífi í útrýmingarbúðum.

Við vörum viðkvæma við þessum áfangastað og hann er alls ekki fyrir alla. Hann er þó vinsæll meðal þeirra sem vilja dýpri innsýn inn í aðkomu Prag að Helförinni. Leiðsögumennirnir hér eru líka fagmenn sem fara yfir sögu fórnarlamba Helfararinnar.

Spennandi?

Skoða flug til Prag

Finna flug

Fyrir áhugamenn um arkitektúr: Dansandi húsið

Það er ekki annað hægt en að taka andköf af aðdáun á þessari byggingarlist. „Dansandi húsið“ er ein frægasta byggingin í Prag og táknmynd fyrir samtímaarkitektúr eftir 1989. „Dansandi húsið“ var hannað af Vlado Milunić, króatískum-tékkneskum arkitektúr, og samstarfsmanni hans Frank Gehry árið 1992.

Þessi bogadregna bygging fangar augað úr mikilli fjarlægð. Hlutföllin eru flókin og byggingin sker sig úr umhverfinu sem annars einkennist af hefðbundnum evrópskum húsum. Þeir sem hafa áhuga á byggingalist og hönnun ættu að sjá „Dansandi húsið“ með eigin augum.

Prague Dancing House
Sigmund Freud Hanging Statue

Fyrir listunnendur: Hangandi styttan af Sigmund Freud

Ófáir ferðamenn hafa grunlausir gengið um stræti Prag, litið upp og fengið áfall þegar þeir sjá mann hanga af járnbita fram af húsþaki. Þetta er þó ekki maður í bráðri lífshættu heldur heimsfræg stytta af Sigmund Freud hangandi yfir götunni.

Styttuna er að finna í gamla bænum og hún hefur komið svo mörgum í uppnám að lögreglan fær reglulega símtöl frá fólki sem telur sig vera að horfa á sjálfsvígstilraun en í raun er þetta bara eitt af fjölmörgum listaverkum sem finna má um alla Prag.

Að lokum…

Það er raunverulega eitthvað fyrir alla í Prag. Hvort sem fólk fílar listir, menningu, arkitektúr eða sögulega staði er nóg af eftirminnilegum stöðum að heimsækja í Prag. Hafðu augun og hugann opin og leyfðu Prag líka að koma þér á óvart.

Spennandi?

Skoða flug to Prag

Finna flug
NÆST Á DAGSKRÁ

Öðruvísi afþreying í Brussel


Afþreying í Prag