Skoða efni
5. Jan 2023

Ódýra útgáfan af Billund

 Legoland amusement park

Það þarf ekki alltaf að eyða aleigunni til að komast í æðislegt frí og njóta lífsins í nýju umhverfi. Borgin Billund í Danmörku er þekktust fyrir að vera heimkynni LEGO í allri sinni dýrð en það er margt fleira að sjá og skoða í Billund og nágrenni sem þarf ekki að kosta mikið. Billund er jú sögufrægur staður með framúrskarandi matarmenningu og virkilega fallegri og sjarmerandi náttúru. Og hér eru nokkrar hugmyndir að afþreyingu í ódýrari kantinum í góðu fríi í Billund.

1. Skoðaðu skúlptúrgarðinn

Skúlptúrgarðurinn er bæði mjög áhugaverður og jafnframt ókeypis áfangastaður í Billund en þetta er einn af helstu höggmyndagörðum Evrópu. Í garðinum er að finna rúmlega 20 fjölbreyttar höggmyndir sem gengið er á milli eftir göngustíg í kyrrlátu og rólegu andrúmslofti sem er fullkomin afþreying á sumrin. 

Sumir skúlptúrarnir eru fallegir, aðrir eru furðulegir en þetta er áhugaverður staður fyrir alla sem hafa áhuga á listum og hönnun. Það tekur um klukkustund að ganga í gegnum garðinn og þetta er því frábær göngutúr í góðu veðri.

 

Vefsíða: https://skulpturpark-billund.dk/

Heimilisfang: Hans Jensensvej 6, 7190 Billund, Danmörk

2. Leyfðu þér Lególand

Það er sannarlega ekki ókeypis að heimsækja Lególand en þetta er hreinlega ómissandi viðkomustaður allra sem koma nálægt Billund. Auk þess er fínt að splæsa í Lególand eftir að hafa fylgt öllum ráðunum um ódýrari afþreyingu alla hina dagana. Að því sögðu er aðgöngumiðinn alls ekki á óviðráðanlegu verði þótt þetta sé einn frægasti skemmtigarður í heimi. Í Lególandi er meðal annars að finna endurgerðir af frægum kennileitum á öðrum PLAY áfangastöðum, s.s. Akrópólis hæð í Aþenu og Frelsisstyttunni í New York. Að auki eru fjórir rússíbanar í Lególandi ásamt fullt af smærri tækjum og skemmtiatriðum fyrir börn, krakka, miðaldra og rígfullorðna.

 

Vefsíða: https://www.legoland.dk/en/plan-your-day/pre-visit/directions/

Heimilisfang: Nordmarksvej 9, 7190 Billund, Danmörk

Billund Denmark, Legoland amusement park, entrance of park

3. Skoðaðu hin hverfulu Syvårssøerne

Rétt utan við Billund er að finna eitt af náttúruundrum Danmerkur, Syvårssøerne eða Sjö-ára-vötnin. Nafnið draga þau af hverfulleika sínum en vötnin koma og fara, að einhverju leyti eftir grunnvatnsstöðu svæðisins en þau eru þó ansi ófyrirsjáanleg og halda sig aldrei við sjö ára tímaplanið sem nafnið gefur til kynna. Burtséð frá vatnshæðinni er þetta undurfagurt svæði með góðum gönguleiðum og hér er tilvalið að skella sér í góða göngu eða hjólatúr fyrir fjallahjólafólkið. Á sumrin iðar allt af lífi og hagar eru í miklum villiblóma. Splæstu í lúxusnesti því þetta er ókeypis en jafnframt ógleymanlegur dagur í góðu veðri.

 

Heimilisfang: M5GM+WC, 7183 Randbøldal, Danmörk

4. Skoðaðu dýralífið í Givskud-dýragarðinum

Ein vinsælasta afþreyingin í Billund er Givskud-dýragarðurinn sem opnaði árið 1969 en gekk þá undir nafninu Ljónagarðurinn. Það eru að sjálfsögðu enn ljón í garðinum en hér er að finna rúmlega 70 ólíkar dýrategundir og 700 dýr.

Fyrir utan ljónin má sjá tígrisdýr, górillur, nashyrninga, köngulær, otra og fleiri dýr í garðinum. Þeir sem elska risaeðlur (sem eru auðvitað allir) munu falla kylliflatir fyrir Givskud því garðurinn státar af stærstu risaeðlusýningu landsins með fleiri en 50 risaeðlulíkön, þ.m.t. 40 metra háa grameðlu. Í byrjun árs 2023 er aðgangseyririnn 250 danskar krónur fyrir 12 ára og eldri.

 

Vefsíða: https://www.givskudzoo.dk/

Heimilisfang: Løveparkvej 3, 7323 Give, Danmörk

Couple of elephants in Givskud zoo, Denmark
Main entrance to the Lalandia waterpark in Denmark.

5. Njóttu WOW PARK í Billund

Ef þú ert að skoða ódýrari afþreyingu í Billund mælum við sérstaklega með WOW PARK. Þetta er skemmtigarður í hagkvæmari kantinum en fyrir dagpassa (219 danskar krónur í ársbyrjun 2023) má auðveldlega skemmta sér konunglega allan daginn. Hér er hægt að sveifla sér í háloftunum, fara yfir svimandi háar hengibrýr, láta vaða í vatnaveröldinni, kanna hella eða búa til listaverk í listasmiðjunni. Eftir að hafa eytt deginum utandyra í garðinum er svo tilvalið að skella í eina grillveislu á staðnum.

 

Vefsíða: https://wowpark.dk/wow-park-billund

Heimilisfang: Havremarken 15, 7190 Billund, Danmörk

6. Skemmtu þér vel í stærsta vatnagarði Skandinavíu

Billund er einn besti áfangastaðurinn á Norðurlöndunum þegar kemur að fjölskyldufríinu og Lalandia er stórkostleg afþreying fyrir alla fjölskylduna. Þessi hressandi vatnaparadís er troðfull af rennibrautum, klifurtækjum og öðrum skemmtiatriðum enda er þetta stærsti vatnagarður Skandinavíu.

Hér er hægt að kaupa aðgang fyrir einn dag eða versla allt fríið og gista í Lalandia og það er nóg að hafa ofan af fyrir gestum. Fáðu hláturskast í öldulauginni, láttu vaða niður vatnsrennibrautirnar og láttu líða úr þér í hitabeltisloftslaginu.

 

Vefsíða: https://www.lalandia.dk/

Heimilisfang: Ellehammers Alle 3, 7190 Billund, Danmörk

7. Finndu fjársjóð í Bindeballe Kobmandsgaard

Í aðeins um 15 mínúta akstursfjarlægð frá Billund er að finna eina óvenjulegustu afþreyingu svæðisins. Að stíga inn í verslunina og/eða safnið Bindeballe Kobmandsgaard er eins og að ferðast aftur í tíma. Verslunin var stofnuð 1897 og hér er að finna ýmis furðuverk frá framandi löndum.

Gefðu þér tíma í að skoða sögu búðarinnar og læra um gamaldags leikföng og húsbúnað. Svo er tilvalið að gæða sér á te og með því á kaffihúsinu á staðnum. 

 

Vefsíða: http://www.bindeballekoebmandsgaard.dk/

Heimilisfang: Bindeballe Vej 100, 7183 Randbøldal, Danmörk

8. Slakaðu á í Vejle

Danmörk er ekki þekkt fyrir fjallendið en borgin Vejle og umhverfi hennar er ein af sjaldgæfum undantekningum á flatlendinu. Skógi vaxnar hlíðar umkringja borgina á tvo vegu og setja sérstakan svip á þessa dönsku og fallegu borg. Vejle er í aðeins hálftíma akstursfjarlægð frá Billund og hún er vel þess virði að heimsækja í botni Vejle-fjarðar á suðausturhluta Jótlands. Ekki missa af byggingunni Aldan við strandlengjuna. Þú munt þekkja hana þegar þú sérð hana.

bike logos for Tour de France hanging in the soft evening light over the shopping street in Vejle, Denmark

Billund: Frábær borg sem leynir á sér

Billund er heimaborg Legó sem er í sjálfu sér næg ástæða til að heimsækja þessa skemmtilegu borg. En Billund leynir á sér og hér er að finna alls kyns afþreyingu og skemmtun sem þarf ekki að kosta mikið, og jafnvel ekki neitt! Njóttu lífsins og gefðu þér gott frí fyrir minna í Billund í ár. 

Spennandi?

Skoða flug til Billund

Finna flug
Prague Lake Trees City View
NÆST Á DAGSKRÁ

Ómissandi sögufrægir staðir í Prag


Afþreying í Billund