Skoða efni
19. May 2023

Ódýra leiðin til Verona

Verona er einn besti áfangastaður Ítalíu sem er þó nokkuð þrekvirki því þetta sögufræga land er sneisafullt af mögnuðum og gullfallegum stöðum. Í Verona blandast saman saga, menning og rómantík og úr verður spennandi áfangastaður fyrir alla aldurs- og áhugahópa.

 

Það sakar síðan ekki að í Verona má finna mjög áhugaverða afþreyingu sem kostar ýmist lítið eða ekki neitt. Njóttu þess að ferðast fyrir minna og skemmtu þér konunglega í áhyggjulausu fríinu.

  

Við höfum tekið saman okkar uppáhalds ódýrari afþreyingu í Verona:

1. Skoðaðu Arena di Verona

Hringleikahúsið Arena di VeronaHlekkur opnast í nýjum flipa er áfangastaður númer eitt fyrir alla sem heimsækja Verona. Þetta er líka frábær afþreying fyrir þá sem vilja spara við sig. Þetta mannvirki var byggt á 1. öld og er ekki bara helsta kennileita borgarinnar heldur eitt merkilegasta og áhrifamesta hringleikahús Ítalíu.

 

Aðgangur að Arena di Verona kostar um það bil 2 evrur en er ókeypis fyrir þá sem hafa splæst í ferðamannakort VeronaHlekkur opnast í nýjum flipa

Verona Arena Ancient
Verona Piazza delle Erbe

2. Upplifðu Piazza delle Erbe

Þú hefur ekki komið til Verona fyrr en þú hefur gengið um Piazza delle ErbeHlekkur opnast í nýjum flipa, fallega og fræga torgið í hjarta sögulega miðbæjar borgarinnar. Hér má verja góðum tíma í að ganga á milli litríkra sölubása á markaði eða bragða á frábærum mat á veitingastöðunum.

 

Torgið sjálft er líka tilvalin skemmtun því hér er frábær afþreying að sitja í góðu veðri, bragða á frábærum ítölskum mat eða alvörukaffi og fylgjast með gangandi vegfarendum.

3. Gakktu um sögulega gyðingahverfið

Það er að sjálfsögðu ókeypis að ganga um gamla gyðingahverfi Verona en hér má fá ótrúlega innsýn inn í djúpa og á köflum óhugnanlega sögu borgarinnar. Hverfið var stofnað í samræmi við reglugerð Feneyjarlýðveldisins sem skyldaði gyðinga til að búa á ákveðnum svæðum en hverfið var seinna lokað af með hliðum og fólki bannað að fara út að næturlagi.

Í dag er að finna þar ótrúlega fallegan gamlan arkitektúr og þröng stræti sem liðast á milli litríkra bygginganna. Helsta kennileiti hverfisins er án efa bænahúsið Sinagoga di Verona, gullfallega bygging í márískum stíl en hofið er enn notað í trúarlegum tilgangi.

4. Gakktu um Giardino Giusti

Giardino GiustiHlekkur opnast í nýjum flipa eða Giusti-garðar er guðdómlega fallegur garður í hjarta borgarinnar. Garðurinn á bókstaflega rætur sínar að rekja til 16. aldar en þetta er talinn einn best varðveitti garður ítölsku endurreisnarinnar í heimi. Þetta er frábær staður til að láta ys og þys og mögulega verslunarþreytu borgarinnar líða úr sér og fylla í staðinn á náttúrufegurðartankana.

 

Það er síðan óneitanlegur kostur að úr garðinum er fallegt útsýni yfir borgina. Fallegustu sjónásarnir eru þó kýprusviðargöngin sem leiða gangandi vegfarendur upp að stöllum þaðan sem má sjá yfir borgana í allar áttir. Aðgangur að garðinum kostar um 11 evrurHlekkur opnast í nýjum flipa en í þessu tilfelli er það eiginlega gjöf, ekki gjald. 

Giardino Giusti, Verona
Basilica di San Zeno Maggiore, Verona

5. Upplifðu Basilica di San Zeno Maggiore

Kirkjan Basilica di San Zeno Maggiore er eitt af stóru kennileitum Verona og gullfallegt dæmi um rómanskan arkitektúr. Kirkjan er í göngufæri frá miðborginni en hún er tileinkuð heilögum Zeno, verndardýrling Verona. Flestir falla í stafi yfir fallegum rósagluggunum, steindu gleri, lofthæðinni og guðdómlegum freskum kirkjunnar en dæmi hér hver fyrir sig.

 

Þá er vel þess virði að skoða grafhvelfingu kirkjunnar sem liggur undir henni en þar má meðal annars finna grafhýsi heilags Zeno ásamt fjölmörgum trúarlegum listaverkum. Í kaupbæti má svo fá algjöra öldu af rómantík við að heimsækja þessa kirkju því hér eiga Rómeó og Júlía að hafa gift sig í laumi.

Spennandi?

Skoða flug til Verona

Finna flug

6. Skoðaðu Castel San Pietro

Þeir sem vilja fá óviðjafnanlegt útsýni yfir Verona ættu að fara beint í miðaldakastalann Castel San PietroHlekkur opnast í nýjum flipa. Þetta sögufræga virki situr á hæð og er eðli málsins samkvæmt staðsett til að veita þeim sem áttu að verja borgina gott útsýni. Talið er að virkið eigi rætur að rekja til 10. aldar en verið ítrekað endurbyggt og bætt á löngum tíma um miðaldir.

 

Það er aðeins á brattann að sækja að heimsækja þetta virki því hér þarf að ganga bratta leið upp á topp en þótt gangan geti verið krefjandi er víða frábært útsýni á leiðinni og bekkir til að hvíla sig og því tilvalið að taka þetta í áföngum. Aðgangur að kastalanum kostar aðeins um tvær evrur og er vel þess virði.

Castel San Pietro, Verona
Panoramic view to Bridge Ponte Pietra in Verona on Adige river. Veneto region. Italy. Sunny summer day panorama and blue dramatic sky with clouds. Ancient european italian terracotta color houses

7. Stattu á Ponte Pietra

Ponte Pietra er gömul rómversk brú yfir ána Adige á í Verona. Hún er upprunalega frá 1. öld og er því eitt elsta mannvirki borgarinnar. Þrátt fyrir aldur og fyrri störf er hún enn í notkun og það er eiginlega skyldumæting að standa á brúnni fyrir alla ferðmenn enda bæði ókeypis og gullfalleg skemmtun.

 

Það áhugaverðasta við þessa brú er þó að hún hefur margoft verið eyðilögð og endurgerð, þar á meðal í seinni heimsstyrjöldinni. Í dag er hún því fyrst og fremst tákn fyrir seiglu og þrautseigju Verona. Við mælum sérstaklega með því að heimsækja Ponte Pietra við sólsetur og gefa sér tíma til að meðtaka söguna og útsýnið.

8. Heimsæktu Torre dei Lamberti

Eitt af stærstu kennileitum Verona er vafalaust turninn Torre dei LambertiHlekkur opnast í nýjum flipa sem gnæfir yfir borgina þaðan sem hann stendur í gamla bænum og úr honum má sjá eitt magnaðasta útsýni yfir borgina.

 

Turninn var byggður á 12. öld sem útsýnisstaður fyrir borgarverði þess tíma og þjónaði þannig tilgangi sínum sem varðturn þess á milli sem hann var lagður í rúst. Borgarbúar endurreistu turninn margoft eins og svo margt annað í Verona en núverandi bygging er frá 15. öld.

Piazza Delle Erbe square in historical city centre Citta Antica, old houses Case dei Mazzanti, Torre dei Lamberti tower

Verona: Söguleg borg með ódýrri afþreyingu

Þeir sem vilja heimsækja Ítalíu og þess besta sem ítalskar borgir hafa upp á að bjóða en eru ekkert fyrir mannmergðina í Róm, Feneyjum eða Flórens, er Verona frábær áfangastaður. Þá er Verona líka ódýrari valkostur en margar aðrar borgir og það má komast hjá alls kyns útgjöldum með því að fylgja þessum góðu ráðum, finna flug á frábæru verði og næla sér í gott tilboð á gistinguHlekkur opnast í nýjum flipa

Spennandi?

Skoða flug til Verona

Finna flug
Kona með hatt lítur yfir Prag með kaffibolla
NÆST Á DAGSKRÁ

Ævintýri og upplifun í Prag


Afþreying í Verona