Skoða efni
20. Jun 2022

Viltu kynnast Madríd betur?

Madríd, höfuðborg Spánar, er ein af elstu borgum Evrópu en hennar er fyrst getið í frásögnum árið 865. Í þessari skemmtilegu stórborg er m.a. að finna sum merkilegustu söfn Evrópu og tvö heimsfræg fótboltalið.

Madríd, með 3,4 milljónirHlekkur opnast í nýjum flipa íbúa, er þriðja stærsta borg Evrópu á eftir London og Berlín. Þótt Madríd sé nútímaborg á heimsmælikvarða hefur henni tekist vel að viðhalda sögufrægum hverfunum og fallegum götumyndunum.

Barcelona á það til að skyggja á Madríd sem ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna en Madríd slær iðulega í gegn hjá gestum og gangandi sem njóta einstakrar stemningar í næturlífinu og framúrskarandi matarmenningar borgarinnar. Madríd varð ekki heimsfræg borg fyrr en á miðöldum þegar ýmis erlend herlið sölsuðu undir sig borgina sem útskýrir að einhverju leyti fjölbreytta menningararfleifðina og alþjóðlega suðupottinn sem Madríd er í dag.

 

Hér er stuttur listi yfir okkar uppáhaldsiðjur í Madríd:

1. Kíktu á konungshöllina í Madríd

KonungshöllinHlekkur opnast í nýjum flipa í Madríd er einfaldlega stórglæsileg. Framkvæmdir hófust á höllinni árið 1735 en hún var heimili konungsfjölskyldu Spánar þar til á fjórða áratug síðustu aldar þótt hún sé enn formlegt aðsetur þeirra. Þetta er líka einn af fáum ríkisbústöðum sem eru opnir almenningi.

Höllin er sú stærsta í vesturhluta Evrópu og ein sú stærsta í heimi. Við mælum með leiðsögn um höllina en það má líka rölta um svæðið á eigin forsendum. Passið bara að gefa ykkur góðan tíma því höllin telur 3.400 herbergi og rúmlega 130.000 fermetra.

Heimilisfang: C. de Bailén, s/n, 28071 Madríd, Spánn

Madrid Palace
Madrid Cathedral

2. Sjáðu Dómkirkju Madríd

Einhverjar merkilegustu dómkirkjur heims er að finna í Evrópu og Dómkirkjan í Madríd er meðal þeirra allra merkustu. Catedral de la AlmudenaHlekkur opnast í nýjum flipa, eins og hún kallast á frummálinu, var opnuð árið 1993 og er í gotneskum stíl.

Útsýnið úr kirkjunni er vægast sagt stórfenglegt og vel heimsóknarinnar virði bara til að sjá Madríd frá þessu sjónarhorni. Messur eru daglega klukkan 12, 19 og 20. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis og þetta er frábær afþreying fyrir engan pening.

Heimilisfang: C. de Bailén, 10, 28013 Madríd, Spánn

3. Skoðaðu Plaza Mayor

Plaza MazorHlekkur opnast í nýjum flipa er í hjarta gamla hverfisins í Madríd. Sjálft torgið er frá 15. öld þegar Filippus II konungur flutti hirð sína til Madríd sem var þá orðin nýja höfuðborg Spánar. Torgið var byggt upp á sama stað og gamli markaður borgarinnar hafði verið.

Í dag er þetta dásamlegur staður fyrir heimamenn og ferðamenn sem hingað koma til að slaka á, borða og versla allan ársins hring. Á torginu er líka oft hægt að sjá tónleika og aðra viðburði yfir sumarið og þetta er tilvalinn staður til að fylgjast með mannlífinu þegar torgið iðar af lífi.

Heimilisfang: Pl. Mayor, 28012 Madríd, Spánn

Plaza Mayor Madrid
San Miguel Madrid

4. Matur og drykkur á Mercado de San Miguel markaði

Það er ekki hægt að finna betri stað til að finna sér eitthvað gott að borða í Madríd en Mercado de San Miguel. Þetta er stutt ganga frá Plaza Mayor og hér má finna tugi matarbása og veitingastaða. Gott tapas og svalandi drykki á góðu verði má finna hvarvetna á þessu svæði.

Mercado de San Miguel er rúmlega 100 ára gamall og sögufræg byggingin hefur ávallt verið einn helsti matarmarkaður heims. Ekki missa af ótrúlegu ostaúrvalinu frá Castile, Asturias og Baskalandi.

Heimilisfang: Pl. de San Miguel, s/n, 28005 Madríd, Spánn

Spennandi?

Skoða flug til Madrídar

Finna flug

5. Farðu á leik með Real Madrid

Fyrir þá sem ekki vita það þá dýrka Spánverjar fótbolta. Landsliðið hefur unnið fjölmarga titla á síðustu 20 árum. Madríd er heimaborg Real Madrid sem er af mörgum talið besta fótboltalið heims.

Heimavöllur þeirra er Santiago Bernabéu, sem tekur hvorki meira né minna en 81.000 manns í sæti. Þeir sem eiga ekki miða á leikinn ættu samt að skella sér í leiðsögn um fótboltavöllinn því saga hans og bygging eru bæði mjög tilkomumikil.

Heimilisfang: Av. de Concha Espina, 1, 28036 Madríd, Spánn

Madrid Prado Museum

6. Njóttu lista á Prado-safninu

Það er ómissandi hluti af öllum heimsóknum til Madríd að kíkja á listasöfnin. Þetta er jú ein mesta listaborg Evrópu, ef ekki heimsins. Prado-safnið opnaði fyrst árið 1819 og þar er að finna um 20.000 listaverk eftir mestu listamenn Spánar.

Í þeim hópi eru stórmeistarar á borð við Goya, El Greco og Velázquez. Þarna er líka að finna verk eftir alþjóðlega meistara eins og Botticelli , van Dyck, Rubens og Dürer. Aðgangur að safninu er 15 evrur en það er vel þess virði fyrir fagurkera og menningarvita. 

Heimilisfang: C. de Ruiz de Alarcón, 23, 28014 Madríd, Spánn

7. Dáðstu að Debod-hofinu

Debod-hofið er frá annarri öld fyrir Krist. Hofið var upprunalega að finna nærri Aswan í Egyptalandi en egypsk stjórnvöld tóku það í sundur og gáfu spænskum stjórnvöldum árið 1968.

Forsendurnar fyrir þessari veglegu gjöf voru þær að Egyptar vildu þakka spænskum stjórnvöldum fyrir hjálpina við að flytja gripi frá svæðinu við Aswan-stífluna. Nú er hofið staðsett í Cuartel de la Montaña garðinum. Ferðamenn mega ekki fara inn í hofið en þeim er frjálst að ganga í kringum það og taka magnaðar myndir.

Heimilisfang: C. de Ferraz, 1, 28008 Madríd, Spánn

8. Hvíldu þig í Retiro-garðinum

Madríd er hröð og lifandi stórborg en hér er líka að finna dásamleg græn svæði. Retiro-garðurinn er eitt slíkt svæði. Í garðinum er að finna stórfengleg tré og fágaða garða og það er frábær fjölskylduskemmtun að sigla á tjörninni.

Ekki missa af gullfallega járn- og glerskálanum og elsta tré borgarinnar sem hvort tveggja er að finna í garðinum. Tréð, sem er Montezuma-kýprusviður, er frá árinu 1633 og hefur því séð tímana tvenna.

Heimilisfang: Plaza de la Independencia, 7, 28001 Madríd, Spánn

10 áhugaverðar staðreyndir um Madríd

  1. Madríd skartar fleiri skýlausum dögum á ári en nokkur önnur borg í Evrópu
  2. Madríd er ein grænasta borg Evrópu
  3. Borgin er hæsta höfuðborg Evrópu
  4. Í Madríd er að finna Warner Brothers Movie World, spænsku útgáfuna af Disney World
  5. Real Madrid FC var farsælasta fótboltalið í heimi á 20. öldinni
  6. Madríd er ein af fjórum ríkustu borgum Evrópu
  7. Madríd er með eitt stærsta neðanjarðarlestakerfi Evrópu
  8. Sobrino de Botín, elsti veitingastaður í heimi, er í Madríd
  9. Madríd er önnur stærsta borg Evrópusambandsins
  10. Madríd var stofnuð árið 860

Að lokum...

Það eru ótrúlega margir magnaðir áfangastaðir á Spáni og margir líta fram hjá Madríd í leit að strandferðalögum. En þeir sem vilja upplifa raunverulega spænska menningarsögu og áhrif hennar á heiminn ættu sannarlega að gefa sér góðan tíma í Madríd.

Við mælum sérstaklega með Madríd á vorin og haustin, ekki síst fyrir þá sem þola illa mikinn hita og mikla sól. En hvenær sem þú heimsækir Madríd mun þessi heimsborg standa undir væntingum með stórfenglegri sögu, botnlausri sól, æðislegu næturlífi, magnaðri menningu og ljúffengum máltíðum.

 

Spennandi?

Skoða flug til Madrídar

Finna flug
 Legoland amusement park
NÆST Á DAGSKRÁ

Ódýra útgáfan af Billund


Afþreying í Madrid