Skoða efni
5. Apr 2022

Ljúfa Liverpool

Lovely Liverpool

Hafnarborgin Liverpool liggur í norðvesturhluta Englands og er í dag þekktust fyrir að vera heimaborg Bítlanna og eins vinsælasta fótboltaliðs í heimi. Liverpool hefur verið mikilvægur verslunarstaður frá 18. öld og einkennist enn í dag af þessum fallegu ósum Mersey-ár og Írlandshafs.

Saga borgarinnar sem miðja verslunar og viðskipta hefur haft mikil áhrif á uppbyggingu, útlit, anda og byggingalist en í dag er þetta heimsborg, full af skemmtilegum söfnum, stórfenglegum veitingastöðum, frábæru næturlífi og ógrynni af afþreyingu. Renndu yfir stutta samantekt á því sem við myndum ekki vilja missa af í fyrstu ferð til Liverpool.

Söfn í Liverpool

Liverpool er Bretlandsmeistari í söfnum og galleríum að London undanskilinni. Þetta er því draumaáfangastaður fyrir þá sem elska listir, menningu og sögu. Söfn borgarinnar eru á heimsmælikvarða og mörg þeirra eru tilvalin ókeypis afþreying á rigningardögum.

The Museum of Liverpool

Safneign Liverpool-safnsins (The Museum of Liverpool) telur yfir 6.000 muni sem lýsa í megindráttum lífi og sögu borgarinnar. Þetta er ógleymanlegt safn sem gefur gestum einstaka innsýn inn í borgarmenninguna.

Fjölmargar sýningar á safninu fara yfir ríka sögu og poppmenningu Liverpool en tilheyrandi lestarstöð býður svo upp á þægilega leið til að skoða mörg lykilsvæði sem safnið fjallar um.

Museum of Liverpool
Walker Sculpture Gallery Liverpool

World Museum

Heimssafnið (The World Museum) er að finna í Merseyside í Liverpool en þar má þræða sig í gegnum mörg þúsund ár af sögu Bretlands og heimsins. Hér er að finna magnaða muni frá fjarlægjum heimshlutum og fornum menningarheimum, þ.m.t. 5.000 ár af ævintýralegri sögu Egyptalands.

Hér má gleyma sér í landi Faróanna og virða fyrir sér egypska fjársjóði sem margir hverjir rötuðu til Bretlands.

Quirky Quarter

Quirky Quarter er vissulega önnur stemning en á hinum hefðbundnari söfnum. Hér er allt skrítið og skemmtilegt, hálfpartinn á hvolfi og safnið er sneisafullt af gagnvirkum sýningum og skemmtilegum þrautum.

Walker Art Gallery

Í Walker Art Gallery er að finna gríðarlega stórt safn af fornmunum, nútímalist og allt þar á milli í formi málverka, skreytinga og höggmynda. Safneignin nær yfir 600 ár og í henni eru meðal annars verk eftir John Moores, Henry Moore, Lucien Freud og Peter Doig.

Spennandi?

Skoða flug til Liverpool

Finna flug

Veitingastaðir í Liverpool

Liverpool á sér ríka matarsögu og hér má finna eitthvað fyrir alla. Þessi sögufræga hafnarborg er stappfull af alþjóðlegum réttum hvort sem fólk er að leita sér að góðum götumat eða guðdómlegri matarupplifun í dýrari kantinum.

Spire

SpireHlekkur opnast í nýjum flipa er verðlaunamatsölustaður sem býður upp á breska og evrópska rétti. Athugið þó að staðurinn er yfirleitt lokaður á mánudögum og þriðjudögum. Við mælum sérstaklega með Goosenagh-kjúklingnum ásamt reyktu beikoni, kartöflum og sellerírót.

Art School Restaurant

Art School RestaurantHlekkur opnast í nýjum flipa er fullkominn áfangastaður fyrir alla sem vilja borða í fínni kantinum í Liverpool. Í þessari sögufrægu byggingu frá Viktoríutímanum er vandað til allra verka og breskir réttir í hávegum hafðir. Við mælum sérstaklega með léttu réttunum, s.s. marineruðum ólívum, reyktum þistilhjörtum og kryddleggnum tómötum.

Aldente

HérHlekkur opnast í nýjum flipa er að finna unaðslegar máltíðir í bland við gæðavín frá Miðjarðarhafinu og hægt að borða í huggulegri stemningu úti og inni. Matseðillinn er alþjóðlegur en hráefnið kemur frá Grikklandi, Tyrklandi, Frakklandi og Ítalíu. Við mælum sérstaklega með ítalska ísnum en hann er án allra rotvarnarefna, litarefna og gervibragðefna og er einfaldlega frábær eftirréttur.

A Tavola

Matreiðsluskólinn A TavolaHlekkur opnast í nýjum flipa býður gestum upp á frábært úrval af eftirréttum, mat, kaffi og víni. Þetta er æðislegur matsölustaður hvort sem þú ert að leita að léttu snarli eða heilli máltíð.

Liverpool Nightlife Festival Club

Sonic Yootha

Sonic Yootha er stundum sagður hafa bjargað hinsegin senu Liverpool. Þetta er tilvalinn staður fyrir hinsegin fólk en hér eru að sjálfsögðu allir velkomnir. Hér eru oft auglýstir viðburðir og tónlistin er hressandi blanda af sál, poppi, teknói og rokki.

Þetta er staður fyrir alla en undirliggjandi þema er hinsegin hvort sem það eru ungir og gamlir, hinsegin, kynsegin eða allt þar á milli.

Heebie Jeebies

Heebie Jeebies er einn vinsælasti skemmtistaður í Liverpool og frægur fyrir rangala og skemmtilega afkima. Þetta er staður fyrir efnaðri djammara og því lítið um stúdentamenninguna en hér eru allir mættir til að skemmta sér, hlusta á góða tónlist og eiga gott kvöld úti á lífinu.

Skemmtistaðir í Liverpool

Næturlífið í Liverpool gefur matarmenningunni ekkert eftir. Ekki bara er að finna einhverja bestu skemmtistaði Englands í Liverpool heldur er úrvalið breitt og hér má finna fínustu kokkteilbari í bland við brjálaða stemningu og jaðartónlist.

Electrik Warehouse

Electrik Warehouse er einn af stærstu skemmtistöðum Liverpool en staðurinn spannar þrjár hæðir og fjóra aukasali. Innréttingarnar eru litríkar veggmyndir, básar og neonljós og úr verður frábær og afslöppuð stemning og uppskrift að æðislega skemmtilegu kvöldi.

Drykkir eru á fínu verði hér og því er staðurinn vinsæll meðal heimamanna og stúdenta. Þeir sem fíla popp, rokk, pönk og indie ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi hér.

Flares Liverpool

Það má vel eyða kvöldi í Liverpool á þessum frábæra klúbbi enda er hér gríðarlegt úrval af ódýrum og bragðgóðum kokkteilum. Flares Liverpool býður bæði upp á lifandi tónlist og frábæra plötusnúða sem spila allt frá gamalli klassík til nýjustu vinsældalista. Hér er stanslaust stuð í boði sex daga vikunnar og stórt og upplýst dansgólfið er sannarlega staður til að láta ljós sitt skína.

Að lokum

Liverpool er frábær áfangastaður fyrir þá sem vilja sitt eigið ævintýri, frábæra bari, æðisleg veitingahús og geggjaðan götumat. Hér er einnig að finna einhver bestu söfn í heimi og næturlífið í Liverpool er að sjálfsögðu engu líkt. Njóttu lífsins í ljúfu Liverpool!

Spennandi?

Skoða flug til Liverpool

Finna flug
Panorama of Athens with Acropolis hill at sunset, Greece
NÆST Á DAGSKRÁ

Æðislegar eyjar nálægt Aþenu


Afþreying í Liverpool