Skoða efni

  • Allir einstaklingar og lögaðilar sem hafa íslenska kennitölu

  • Einstaklingar þurfa að hafa náð 18 ára aldri og vera fjárráða

  • Einstaklingar og lögaðilar þurfa að eiga eða stofna vörslureikning.

Útboðstímabil:

Frá kl. 10:00 (GMT) þriðjudaginn 9. apríl 2024 til kl. 16:00 (GMT) fimmtudaginn 11. apríl 2024.

Fyrirhugaður gjalddagi áskrifta:

Þriðjudaginn 23. apríl 2024.

Almennur opnunartími banka og annarra fjármálastofnana er til kl. 16:00 (GMT). Hægt er að greiða greiðslur yfir 10 m.kr. til kl. 16:15 á íslenskum tíma en lægri greiðslur er hægt að greiða til kl. 21:00 á íslenskum tíma.

Áætluð afhending og taka til viðskipta:

Afhending fer fram eins fljótt og verða má eftir greiðslu en endanlegur tími til afhendingar ræðst af afgreiðslufresti fyrirtækjaskrár Skattsins og Nasdaq CSD á Íslandi.

Hægt verður að taka þátt í útboðinu á áskriftarvef útboðs sem opnar kl. 10:00 (GMT) þriðjudaginn 9. apríl 2024. Sá einstaklingur eða lögaðili sem skráir sig þarf að eiga vörslureikning til að fá hlutina afhenda.

Hægt er að stofna vörslureikning með rafrænum hætti hjá viðskiptabönkum eða öðrum fjármálafyrirtækjum. Einstaklingar og umsækjendur lögaðila þurfa að vera með rafræn skilríki.

Það er tvær leiðir til að skrá sig inn:

  1. Rafræn skilríki
  2. Fá sent rafrænt skjal í netbanka með notandanafni og lykilorði. Heiti skjalsins er "Almennt útboð - Aðgangur"

Ef skrá á áskrift fyrir hlutabréfum í útboðinu fyrir hönd lögaðila er um tvær leiðir að velja:

  1. Á áskriftarvefnum er hægt að velja aðra leið í stað innskráningu með rafrænum skilríkjum. Þar skal fylla út kennitölu undir nýskráning og mun lykilorð berast í netbanka viðkomandi lögaðila undir Rafræn skjöl. Athugið að það getur tekið nokkrar mínútur fyrir lykilorðið að berast. Þegar að lykilorðið hefur borist í netbanka getur viðkomandi aðili sem hefur umboð til þess að skuldbinda lögaðilann farið inn í gegnum innskráningu þar sem hann skráir kennitölu og lykilorðið sem birtist í netbankanum.
  2. Innskráning í gegnum rafræn skilríki lögaðila. Athugið að einungis er hægt að velja þessa leið ef umsækjandi lögaðila eru með rafræn skilríki sem eru eingöngu tengd lögaðilans og ekki tengd persónulegri kennitölu einstaklings.

Já, svo hægt sé að móttaka hlutina sem keyptir eru í útboðinu. Hægt er að stofna vörslureikning með rafrænum hætti hjá viðskiptabönkum eða öðrum fjármálafyrirtækjum.

Áætlaður gjalddagi greiðsluseðla vegna útboðsins er 23. apríl 2024. Almennur opnunartími banka og annarra fjármálastofnana er til kl. 16:00 (GMT). Hægt er að greiða greiðslur yfir 10 m.kr. til kl. 16:15 á íslenskum tíma en lægri greiðslur er hægt að greiða til kl. 21:00 á íslenskum tíma.

Afhending fer fram eins fljótt og verða má eftir greiðslu en endanlegur tími til afhendingar ræðst af afgreiðslufresti Fyrirtækjaskrár og Nasdaq CSD á Íslandi.