Skoða efni

Hvað er vökvabann?

Við vitum að það er mikilvægt að drekka nóg - en bíddu þar til eftir öryggisleit

Vökvabannið

Farþegar mega ferðast með vökva í handfarangri, en hver eining má að hámarki vera 100 ml.

Allar umbúðirnar verða að komast í eins lítra gegnsæjan plastpoka sem hægt er að loka með plastrennilás. Hámark einn poki á hvern farþega.

Undantekningar eru gerðar fyrir:

  1. Foreldra sem ferðast með börn og eru með barnamat í vökvaformi
  2. Lyf í vökvaformi sem er nauðsynlegt að nota á meðan á ferðalagi stendur. Farþegum er heimilt að taka með sér lyf og sérfæði í handfarangur án þess að framvísa lyfseðlum eða neinu öðru til að sýna fram á réttmæti þess að þeir vilji hafa þennan vökva með sér í flug.
  3. Farþegum er heimilt að taka með sér STEBS poka sem uppfylla kröfur um STEBS poka, og gildir þá einu frá hvaða landi þeir eru eða hversu langt er síðan kaup á vökva í þeim fór fram.

Athugið að allan vökva þarf að taka úr handfarangurstösku og hafa aðskilinn í gegnum öryggisleit.

Athugið að vökvabann á einungis við um ​handfarangur​ en ekki ​innritaðan farangur.

Vökvi í innrituðum farangri

Það eru engin sérstök takmörk á vökva í innrituðum farangri. Farþegum er hins vegar bent á að pakka og ganga vel frá ílátinu til að koma í veg fyrir leka og/eða skemmdir. Þeir sem ferðast með mat eða drykk þurfa að kynna sér reglur um innflutning á matvælum á sínum áfangastað. Farþegar bera sjálfir ábyrgð á að farangri þeirra sé pakkað nægilega vel til að forðast tjón á ferðalaginu. Öllum farangri skal pakkað þannig að hann þoli eðlilega farangursmeðhöndlun.