Skoða efni

Ferðast með eigin hjólastól

Ferðast með hjólastól og hvernig á að bóka rafmagnshjólastól

Hjólastólar

Hjólastóll

Þú getur að sjálfsögðu ferðast með hjólastólinn þinn. Hver farþegi má ferðast með tvö hjálpartæki. Þú getur verið í eigin stól á flugstöðinni og afhent hann við hliðið þar sem hann er tekinn og geymdur í farangursrými vélarinnar. Við þurfum að fá að vita í síðasta lagi 48 klst. fyrir flugið þitt að þú munir ferðast með hjólastól.

Rafmagnshjólastóll

Þú getur einnig ferðast með rafmagnshjólastólinn þinn. Við þurfum að fá upplýsingar um eftirfarandi í síðasta lagi 48 tímum fyrir flugið þitt í gegnum specialassistance@flyplay.com:

  1. Bókunarnúmer
  2. Upplýsingar um flug og nafn farþega
  3. Tegund hjólastóls og framleiðanda
  4. Lengd, hæð og breidd (metrakerfi)
  5. Þyngd (kg)
  6. Tegund rafhleðslu (Watt/h)
  7. Leiðbeiningar um hvernig rafhlaða er fjarlægð úr stólnum til að koma í veg fyrir að hann fari í gang í fluginu

Rafmagnshjólastóllinn má ekki vera stærri en 89 cm á hæð og 121 cm á breidd.

Litíumrafhlöður fyrir stólinn mega ekki fara yfir 300 Wh. Ef stóllinn notar tvær rafhlöður má hvor þeirra ekki fara yfir 160 Wh.

Þú mátt taka með eina aukarafhlöðu sem fer ekki yfir 300 Wh, eða tvær aukalega, sem hvor um sig fer ekki yfir 160 Wh. Þessar rafhlöður má einungis ferðast með í handfarangri. Við biðjum farþega okkar um að taka rafhlöðuna úr stólnum ef hægt er. Starfsmenn okkar geta einnig aðstoðað við að fjarlægja rafhlöður undir leiðsögn farþega.