Skoða efni

Fargjaldapakkar PLAY

Fáðu meira fyrir minna með rétta fargjaldapakkanum fyrir þig!

Hægt er að velja á milli þriggja mismunandi fargjaldapakka í bókunarferlinu á vefsíðunni:

PLAY basic

Innifalið í PLAY basic fargjaldaflokkinum er flugfargjald og skattar, ásamt einum persónulegum hlut sem er geymdur undir sætinu fyrir framan þig. Þetta gæti til dæmis verið skjalataska, lítill bakpoki eða veski. Persónulegi hluturinn má ekki vera stærri en 42x32x25 cm og 10kg.

PLAY value

Fáðu meira fyrir minna með því að velja PLAY value fargjaldapakkann en innifalið er:

·        Flugfargjald og skattar

·        1 persónulegur hlutur

·        1 handfarangurstaska + forgangur um borð. Handfarangurinn má ekki vera stærri en 56x45x25 cm og 12kg.

·        1 innrituð taska að hámarki 20kg. Greitt er fyrir umframþyngd í kg á flugvellinum.

·        Sætaval í aftari hluta flugvélar (utan sæta með auknu fótarými).

PLAY flex

Í PLAY flex er innifalið allt sem gerir ferðina sem þægilegasta:

·        Flugfargjald og skattar

·        1 persónulegur hlutur

·        1 handfarangurstaska + forgangur um borð. Handfarangurinn má ekki vera stærri en 56x45x25 cm og 12kg.

·        1 innrituð taska að hámarki 23kg. Greitt er fyrir umframþyngd í kg á flugvellinum.

·        Sætaval í allri flugvélinni (utan sæta með auknu fótarrými).

·        Ekkert breytingagjald. Hægt er að breyta dagsetningu á fluginu einu sinni án þess að greiða fyrir það breytingargjald. Ath. að greitt er fyrir mismun á fargjaldi ef einhver er.