Skoða efni

Má ég ferðast með hljóðfæri?

Hvort þú mátt!

Hljóðfæri

Þú getur að sjálfsögðu ferðast með hljóðfærið þitt - í handfarangri, í innrituðum farangri, í aukasæti, þitt er valið!

Hljóðfæri í handfarangri

 Þú getur ferðast með lítil hljóðfæri í handfarangri ef stærðin er innan stærðartakmarka fyrir keyptan handfarangur hjá okkur (56x45x25 cm).

Hljóðfærið myndi þá teljast sem þinn stærri handfarangur og að auki getur þú tekið persónulega hlutinn þinn með um borð.

Þú getur bætt handfarangri við bókunina þína í gegnum MyPLAY aðganginn þinn.

Innrita hljóðfærið

Ef að hljóðfærið þitt er stærra en stór handfarangur, þá getur þú innritað það sem venjulegan sérfarangur eða stóran sérfarangur. Það fer eftir stærð og þyngd hljóðfærisins.

Hámarksstærð á venjulegum sérfarangri 180x124 cm og 20 kg. Hámarksstærð á stórum sérfarangri er 277x75x65 cm og 32 kg. 

Athugaðu að gjald er tekið fyrir allan innritaðan farangur. Þú getur bætt sérfarangri við bókunina þína í gegnum MyPLAY aðganginn þinn.

Bóka sæti fyrir hljóðfæri

Að lokum getur þú bókað aukasæti fyrir hljóðfærið þitt. Hljóðfærið má ekki vera stærra en 135x35x45 cm og 75kg.

Athugaðu að hljóðfærið má að hámarki vera 135x35x45 cm og 75 kg. 

Þú greiðir það fargjald sem er í boði á þeim tíma sem þú bókar sætið, en greiðir ekki flugvallarskatta fyrir hljóðfærið. Ekki er hægt að kaupa aukafarangursheimild fyrir sætið.

Til þess að bóka sæti fyrir hljóðfærið þitt, þarftu að hafa samband við þjónustuteymið okkar.

Pakka hljóðfærum

Öllum sérfarangri þarf að pakka þannig að hann þoli almenna farangursmeðhöndlun. Farþegar sem innrita sérfarangur eru ábyrgir fyrir því að farangrinum sé nægilega vel pakkað í poka/tösku til að koma í veg fyrir skemmdir.

Við tökum einungis lágmarksábyrgð á sérfarangri sem ekki var nægilega vel pakkað í poka/tösku. Við mælum með að farþegar kaupi aukalegar ferðatryggingar.