Skoða efni

Hver er munurinn á sætum?

Verð er mismunandi eftir fótarými og staðsetningu í flugvélinni.

Sæti

Þú getur pantað sæti fyrir flug þegar þú gerir fyrstu bókun; eftir bókun í gegnum MyPLAY, eða við innritun á netinu, þar sem þú hefur einnig möguleika á að uppfæra sætisval þitt í meira fótarými.

Fékkstu ekki sætið sem þú valdir þér?

Eins og fram kemur í skilmálum okkar þá fæst sætisval ekki endurgreitt og getur breyst án fyrirvara vegna breytinga á flugáætlun eða annarra ófyrirsjáanlegra aðstæðna. Í slíkum tilfellum munum við ávallt reyna að tryggja þér sambærilegt sæti og þú keyptir.

Endurgreiðsla er í boði við eftirfarandi aðstæður:

  • Ef fluginu er aflýst
  • Ef flugvélaskipti eiga sér stað og sambærilegt sæti var ekki í boði

Sjá nánari upplýsingar um endurgreiðslu á sætisvali hér.